27.6.2008 | 16:54
Góða helgi!
Ég er að fara í ferðalag. Hef varla farið út fyrir bæjarmörk stór-Reykjavíkursvæðis síðan í fyrra sumar. Nú er ferðinni heitið austur fyrir fjall (skjálftasvæðið) að hitta gamla og nýja vini af Súganda kyni. Búin að pakka, allt klárt og er með 1 stk. sítrónupressu í farangri.
Set hér inn auglýsingu frá Súgfirðingafélaginu til áminningar fyrir þá sem hafa gleymt þessum merka viðburði:
Sumarhátíð Súgfirðingafélagsins verður haldin um helgina á tjaldsvæðinu að Laugarvatni 27-29 júní en Súgfirðingurinn Guðmundur Hermannsson og Bryndís Einarsdóttir kona hans sjá um tjaldsvæðið. Um er að ræða fjölskylduskemmtun þar sem ungir og aldnir hittast og eiga góðar stundir í söng og leik. Farið verður í ýmsa leiki t.d. boðhlaup, reiptog, pokahlaup og fótbolta. Tjaldsvæðið er rúmgott og tilvalið að slá upp gamla tjaldinu eða mæta með fellihýsið, tjaldvagninn eða hjólhýsið á staðinn og ekki gleyma góða skapinu. Aðgangseyrir inná tjaldsvæðið er kr 500 pr mann fyrir 13 ára og eldri.
Laugarvatn er fjölskylduvænn staður þar sem boðið er uppá margvíslega þjónustu og afþreyingu. Á staðnum er verslun, veitingahús, sundlaug, golfvöllur og einnig ágæt veiði í ám og vötnum í grenndinni. Einnig er stutt til Gullfoss og Geysis og á fleiri sögustaði.
ATH að þeir sem kunna á hljóðfæri t.d. gítar, munhörpu eða harmonikku eru eindregið hvattir til að mæta með þau á staðinn og taka þátt í fjörinu.
Sjáumst eldhress um helgina og munið að allir vinir og vandamenn eru velkomnir.
Söngbók og armband er selt á kr. 300
Sumarhátíðarnefnd Súgfirðingafélagsins.
Við Ásta æskuvinkona (og fermingarsystir) ætlum ekki að tjalda, þekkjum eigin skrokk betur en það. Höfum fengið vilyrði fyrir gistingu út á Selfossi og ætlum að nýta okkur það. Hef fregnað að "fallegur maður" gangi þar laus og mun ég gera mitt besta til að finna það fyrirbæri.
Ég hef litlar áhyggjur af "skjálftum" en vegna hlýnunar jarðar er víst vissara að vera við öllu búin, þannig að ég hef með mér sólarvörn......og kannski smávegis deyfilyf því ég er ekki með byssuleyfi .Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Góða skemmtun og hlakka til að sjá þig - ef þú mögulega kemst
Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 17:32
Hah! Það stendur nú til að opna deild á Vogi! Til að venja fólk af mér ....eða var það við mig? Man það aldrei
Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 19:42
góða skemmtun
Hólmdís Hjartardóttir, 27.6.2008 kl. 20:30
Þið eruð afar skemmtilegar, er í kasti yfir ykkur.
Góða skemmtun Sigrún mín, en passaðu þig endilega á Ísbjörnum í hvernig formi sem þeir reynast vera.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2008 kl. 21:08
Góða skemmtun og passaðu þig á Hrönn, hún er skaðvaldur mikill.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2008 kl. 22:17
Hljómar mjög vel, skemmtu þér og njóttu. Gangi þér vel með þennan fallega sem gengur laus........
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.6.2008 kl. 23:33
jiiiiii ... en gaman....það verður nú líka haldin smá hátíð súgfirðinga hérna í Boston núna í næstu viku (þmt. á þjóðhátíðardegi USA fólks) - En Erna Guðmundsdóttir dóttir Guðmunds Ingimars og Siggu á Laugum (talar maður ekki alltaf svona þegar maður er utan af landi;) ) ætlar að heimsækja Berglindi (bróðurdóttir Sigrúnar Jónsdóttur ...dóttir Jóns Valdimarssonar og Guðjónu Albertsdóttir) - þar munu þær halda uppi stemningunni og spóka sig um í sólinni - allir velkomnir :) skemmtu þér vel Sigrún og hlakka til að lesa ferðasöguna:)
Berglind (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 00:07
Er þetta líka fyrir svona langt í burtu Súgfirðinga? - Ég meina, mamma var fædd þar þótt hún hafi flutt til Akraness 11 ára gömul árið 1927...er ég þá Súgfirðingur???
Haraldur Bjarnason, 28.6.2008 kl. 04:40
Njóttur helgarinnar Sigrún mín
Ía Jóhannsdóttir, 28.6.2008 kl. 09:16
Njóttu ferðarinnar Sigrún mín, og hafðu það sem allra allra best.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 12:39
Frábært, vona að þú skemmtir þér rosa vel. Ég á kaffi á könnunni á morgun ef þú ert á ferð í gegn s: 8658698
Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 20:29
Góða skemmtun Sigrún mín og knúsaðu alla þarna frá mér með svona "súgfirðingaknúsi" . Ég held mig bara hérna heima í firðinum okkar fallega og ég get nú svarið fyrir það að það var hvítt í toppunum í morgun (samt ekki ísbirnir )
Halldóra Hannesdóttir, 28.6.2008 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.