Leita í fréttum mbl.is

Ég saknaði þreytunnar!

Var að byrja að vinna aftur eftir 7 - 8 vikna veikinda "frí".  Ég hef aldrei þurft að vera svona lengi frá vinnu vegna veikinda og var satt best að segja orðin "veik" úr leiðindumSick.  Ef ég hefði ekki haft bloggið og bloggvinina hefði sjálfsagt þurft að skutla mér í fallega stóra húsið, sem er hvítt á litin með rauðu þaki og er  hérna hinu megin við SæbrautinaWink.

Þótt vinnan mín sé skemmtileg, þá getur hún tekið frá manni alla orku, þannig að hvíld og slökun er það besta, sem maður getur gert á milli vakta.  Það er í rauninni yndislegt að finna aftur fyrir "þreytu" í stað þess að finna bara fyrir "leti", sem ég upplifði svo sannarlega þennan tíma.  Leti er góð, en bara í smáum skömmtumUndecided.

Bloggfærslur verða því væntanlega strjálar hjá mér á næstunni, meðan ég er að meðtaka starfið mitt aftur.

Það er samt alveg yndislegt að koma heim eftir vakt og fylgjast með skrifum bloggvina og hef ég reynt að gera það á milli vakta eftir bestu getuSmile.

Ég ákvað það fljótlega eftir að ég byrjaði að blogga að ég ætlaði bara að hafa gaman að því og að ekki yrði um neina kvöð hjá mér að ræða um að skila inn færslum.  Hvers vegna finnst mér þá að þessi færsla sé einhverskonar afsökun á bloggleysi mínu???Blush

Þetta átti ekki að vera nein afsökunar færsla, vildi bara láta vita af mér og jafnframt láta bloggvinina vita að þótt ég sé ekki mjög afkastamikil í bloggi þessa dagana, þá nýt ég þess að lesa færslur annarra. 

Ég fékk flottar móttökur á vinnustaðnum frá mínum frábæru vinnufélögum, knús og fallegan blómvöndHeart, ég fékk það jafnvel á tilfinninguna að mín hefði verið saknað smá...Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

æi fríin mín fara eiginlega öll í að hvíla mig.....er yfirleitt búin eftir vaktirnar.   Gangi þér vel.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.5.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alltaf svo gott að finna að maður er metinn að verðleikum

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Gangi þér vel mín kæra, við eigum bara að blogga þegar "andinn" kemur yfir okkur

Halldóra Hannesdóttir, 18.5.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að komast í vinnuna aftur Sigrún mín.  Þó hitt sé auðvitað ágætt með leti og allt það, en verra með veikindi.  Vonandi gengur þér allt í haginn, og ÞAÐ ER ENGINN KVÖÐ AÐ SKRIFA, bara svo það sé á hreinu mín elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 23:50

5 identicon

Gott að heyra að þú sért komin í vinnu aftur, vonandi orðin hress. Ég skil það vel að þú hafir fengið góðar móttökur hjá vinnufélögunum, ég man bara eftir þér af góðu einu eftir að hafa unnið með þér á E-deildinni.

Mér finnst gott að sjá að þú talar um að blogga bara þegar "bloggandinn" kemur yfir okkur. 

Kær kveðja og góða nótt

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 23:52

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kveðja inn í góða viku Sigrún mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 19.5.2008 kl. 07:24

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir góðar kveðjur mínar kæru og góðan sólardag

Sigrún Jónsdóttir, 19.5.2008 kl. 07:43

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þessi skrif og til hamingju með að vera farinn að vinna aftur,
að vera ekki í vinnu er ömurlegt og er ég ennþá að sætta mig við það.
Bloggaðu bara þegar þú villt, og alltaf gaman að fá frá þér innlitskvitt.
                          Knús í vikuna þína
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.5.2008 kl. 09:03

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Maður á að setja bloggfærsluskilninguna síðast á listann hjá sér yfir það sem maður þarf að gera yfir daginn, og sjá til hvort það sé pláss, annars gleymir maður sér í tölvunni...
knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.5.2008 kl. 15:09

10 Smámynd: Marta smarta

Gott að þú ert komin aftur í "rútínuna".
Það er niðurdrepandi að verða að hætta að vinna þegar maður vill það ekki sjálfur. 
Þekki það því miður.
Farðu nú samt vel með þig og ekki ganga alveg fram af þér í vinnugleðinni :-))

Marta smarta, 19.5.2008 kl. 15:53

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Æi, þið eruð allar alveg dásamlegar.  Mín veikindi eru vonandi ekki til langframa, hægri öxlin á mér "fraus" eins og það er víst kallað, en það getur víst tekið óratíma að fá sig alveg góðan af því.  Vinnan mín býður bara ekki alveg upp á svoleiðis "fötlun", þannig að ég fer varlega og reyni að þekkja mín mörk.  Ég veit að sumar ykkar eruð að kljást við alvarleg veikindi og ég sendi ykkur hlýja strauma inn i þá baráttu.

Sigrún Jónsdóttir, 19.5.2008 kl. 16:23

12 identicon

Sælar frú

Ég hef alltaf jafn gaman að kíkja við á síðunni þinni, þó svo að það komi ekki blogg á hverjum degi.  Bara skrifa er maður hefur þörf og andinn er yfir lyklaborðinu.

Hafðu það sem best og farðu vel með þig.

Kveðja af Skaganum 

Anna Bja (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:31

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra að þú ert ánægð með að vera byrjuð að vinna aftur, þú gleymist ekkert í bloggheimum þó svo þú verðir minna á ferðinni.  Gangi þér bara mjög vel með vinnuna og allt.  Knús til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 22:28

14 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Kemur mér ekki á óvart ad tú  sért metin ad verdleikum elsku Sigrún.

Gangi tér vel.

Stórt knús

Gudrún Hauksdótttir, 21.5.2008 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband