14.5.2008 | 12:05
Brisbane, ekki spurning!
Ef ég þyrfti að velja um afmælisboð í dag á milli Bessastaða eða Brisbane í Ástralíu, væri ég nú ekki í vandræðum með valið. Brisbane, ekki spurning!
Ég hef grun um að blásið verði til teboðs á Bessastöðum í dag. Þ.e.a.s. ef turtildúfurnar eru heima. Bessastaðabóndinn á afmæli í dag, ég veit það af því að hann deilir þessum degi með bróður mínum, Alberti Finni.
Abbi bróðir er örugglega að fá sér svalandi íste við sundlaugarbakkann heima hjá sér í tilefni dagsins, eða þá að hann hefur tekið seglbrettið sitt niður að einhverju siglingavatni þarna niðurfrá í Brisbane, Ástralíu.
Ég hefði nú ekkert á móti því að fá mér íste, við sundlaugarbakkann, eins og Berglind frænka gerði á sínum tíma. (mynd stolið úr myndasafni Berglindar frá Ástralíuheimsókn!).
Það eru komin 28 ár síðan Abbi bróðir flutti til Ástralíu. Hann féll fyrir Ástralskri yngismær, af Skoskum uppruna, sem dvalið hafði um nokkurra mánaða skeið við fiskvinnslu heima á Suðureyri. Þetta var á þeim árum sem litlu sjáfarútvegsþorpin víðsvegar um landið urðu viðkomustaður ungs fólks frá Ástralíu, sem notaði árið eftir útskrift úr menntaskóla til að ferðast um Evrópu. Á Íslandi gátu þau unnið sér inn pening til að halda ferðalaginu áfram, áður en snúið yrði heim á leið og alvara lífsins tæki við.
Sumir þessara ungu Ástrala ílengdust hér á Fróni og festu sitt ráð, eins og sagt er, aðrir tóku bara ástina sína með sér heim að ævintýraferð lokinni og í fljótu bragði man ég eftir 4 ungmennum frá Súgandafirði sem fylgdu ástinni sinni til Ástralíu, þar á meðal voru Albert bróðir minn og Erna fermingarsystir.
Mér er ekki boðið í te til Bessastaða í dag frekar en fyrri daginn en er sko alveg sléttsama. Ég veit hinsvegar að ég væri alltaf velkomin til Brisbane, hvort sem afmælisveisla stæði fyrir dyrum eður ei og þangað væri gaman að koma.
Elsku bróðir til hamingju með afmælið þitt í dag og bestu afmæliskveðjur til Julie þann 19. maí. Hafið það ávalt sem best,
kær kveðja,
Sigrún systir.
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Til hamingju með bróa
Ég væri líka alveg til í íste eða bara kalt hvítvín við sundlaugarbakkann.....
Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 12:55
Til hamingju með hann ég held að það sé yndislegt að vera í Ástralíu það er bara svo langt í burtu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2008 kl. 13:04
Takk stelpur mínar.
Hrönn, ég er að fara til vinkonu minnar í Garðabænum. Við ætlum að skála í Áströlsku hvítvíni, og beina glösum okkar suður á bóginn. Við getum lítið að því gert að bústaður "tedrykkjufólksins" verður í beinni sjónlínu....... Það er nú veðrið til að svala þorstanum í dag.
Sigrún Jónsdóttir, 14.5.2008 kl. 13:10
Til hamingju, Sigrún mín, með hann bróður þinn (og líka Ólaf Ragnar!)
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 13:24
Til hamingju með brósa þinn og mágkonu
Jemundur minn hvað maður myndi vilja vera við sundlaugarbakkann í Brisbane með kalt hvítvín og njóta dagsins.
Hér er yndislegt veður í dag svo við verðum að gleðjast
Kveðja af svölunum á Skaganum
Anna Bja (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 13:27
Innilega til hamingju með bróður þinn í Ástrallalíu Sigrún mín. Iss ekkert varið í teið á Bessastöðum svo þú ert ekki að missa af miklu
Ía Jóhannsdóttir, 14.5.2008 kl. 15:41
Drífðu þig til Ástralíu
Hólmdís Hjartardóttir, 14.5.2008 kl. 17:36
jæja....tilraun 3 að kommenta hjá þér:) takk fyrir kommentið....ekkert krípí að Sigrún frænka sé að skoða bloggið sko!!!:) Væri alveg til í að fara til Ástralíu aftur og er það alveg inn á ferðaplaninu næstu árin...Til hamingju með afmælið Abbi!!:) bestu kveðjur frá ameríkunni
Berglind í Bandó (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 21:32
Til hamingju með brósa.....við fermingarsystkinin hérna eigum "30 ára afmæli í dag" og við erum handviss um að landsmenn séu að flagga fyrir okkur bestu kveðjur til þín héðan úr rigningunni
Halldóra Hannesdóttir, 14.5.2008 kl. 22:29
Æ, stelpur þið eruð allar yndislegar. Ég átti góðan 14. maí dag og vona að svo hafi líka verið hjá afmælisbörnum dagsins.
Elsku Berlind, þú dregur bara frænku gömlu með, í næstu Ástralíuferð og hún lofar að vera bara skemmtileg. Love you baby.
Sigrún Jónsdóttir, 14.5.2008 kl. 22:36
Innilega ti hamingju með bróður þinn í langtíburtistan
Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 22:53
Brisbane í Ástralíu hljómar vel, eiginlega of vel. Innilegar hamingjuóskir með bróðurinn
Vonandi hefur þú notið hvítvínsisn og dvalarinnar í Garðabænum, þar ólst ég upp og ekki víða betra að vera.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.5.2008 kl. 00:27
Til hamingju með bróa þinn Sigrún mín, ætli ástralíurnar og nýsjálendingarnir hafi ekki verið fyrstu farandverkakonurnar hér í langan tíma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2008 kl. 00:41
Takk kæru bloggvinkonur.
Guðrún ég sólbrann í Garðabænum en naut hverrar mínútu.
Sennilega er þetta rétt tilgetið hjá þér með farandverkakonurnar af erlendu kyni. Ég man eftir Englendingum og Færeyingum fyrir þann tíma en það voru yfirleitt karlmenn.....nei bíddu nú við það voru líka færeyskar konur og hún Lillý mín er ennþá búsett heima í firðinum.
Sigrún Jónsdóttir, 15.5.2008 kl. 10:45
Haha Sigrún, já hún er sprelllifandi og á nokkra afkomendur hérna
Halldóra Hannesdóttir, 15.5.2008 kl. 13:17
Til hamingju með bróðir þinn hafðu ljúfan sunnudag Elskuleg
Brynja skordal, 18.5.2008 kl. 00:27
Drífðu þig til Ástralíu Sigrun...then you can come and see me.. AND Berlind, þú dregur bara frænku gömlu með and then come and see your frænkur in vestur Ástralíu......
Although we are getting winter now, is only about 20 in the day and rain......however, this weekend will be nice and sunny....nice to sip champagne or white wine....out in the garden....
Love you my dearest friend....xxxxx
Helga Kársdottir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 04:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.