Leita í fréttum mbl.is

Minning um góđa konu!

Ég vaknađi í morgun viđ stroku á kinn og ”amma koddu fram” var hvíslađ í eyra mérJoyful.  Er komin dagur ástin mín, hvađ er klukkan? spurđi ég 3ja ára ömmudrengin.  Já amma Sirún, ţađ er komin dagur, klukkan er 7 og ˝ mínúta (á digital klukkunni stóđ 7:32).  Eigum viđ ađ ”kúra” ţangađ til klukkan er 8:00? Spurđi ég svefndrukkinni röddu.  Nei, amma Sirún, ég ţarf ađ pissa NÚNASmile.

Amman glađvaknađi ađ sjálfsögđu og fór í ömmuhlutverkiđ međ yndislega sonarsyninum Róberti Skúla fram eftir degi.

Ég hef veriđ ađ velta fyrir mér uppruna Mćđradagsins, sem er í dag.  Mér finnst ţađ fallegt og réttlátt ađ einhverjir dagar séu tileinkađir mćđrum og feđrum.  Feđradagurinn verđur 9. nóvember.

Ég minnist ţess ekki ađ ţessir dagar hafi spilađ einhverja rullu í mínum uppvexti, en alltaf var haldiđ upp á ”konudag” og ”bóndadag” en ţeir dagar eru ađ ég held séríslenskir dagar og marka upphaf gamla tímatalsins okkar ţ.e. Ţorra og Góu.   

Mćđradagurinn á fullkomlega rétt á sér.  Ég ćtla ađ tileinka ţennan pistil formóđur minni, Sigríđi Jónu Guđnadóttur.  Núlifandi afkomendur hennar eru 56 talsins og eru búsettir vítt og breitt um heiminn, Ástralíu, Ameríku, Svíţjóđ og svo auđvitađ hér á Íslandi.  

Eftirfarandi er svar ömmu minnar, viđ spurningu, sem borin var fram á fundi hjá kvenfélaginu Ársól í Súgandafirđi og birtist svar hennar í júní mánuđi áriđ 1931 í ritinu Sóley, sem kvenfélagiđ gaf út á ţessum tíma: 

Hvađ er sterkasta afliđ í heiminum?

Ţegar talađ er um sterk öfl ţá verđur manni fyrst á ađ segja, ćtli peningarnir verđi ekki ţungir á metunum.  En ţegar hugsađ er ofurlítiđ dýpra ţá kemur annađ afl, sem ekki er hćgt ađ meta eđa telja eins og peningana.  Ađ vísu eru ţeir sterkur aflgjafi fyrir ţá sem kunna ađ fara rétt međ ţá en margir munu játa ađ til séu öfl sem sterkari séu en peningar.  Má ţar nefna hugvit sem styrkur er ađ og góđur vilji en í minni vitund get ég ekki fundiđ neitt orđ sem hćfara er til ađ kallast sterkt afl heldur en kćrleikurinn.  Kćrleikur kemur fram í svo mörgum myndum viđ sjáum ţađ daglega ađ ţćr eru óteljandi.

Eitt íslenska skáldiđ kom eitt sinn í kirkjugarđ, segist hann hafa séđ “ ađ kćrleikssegull hjartans hafi veriđ ofinn inní himneska ástar- og kćrleikskeđju af ţeirri list ađ dauđinn hafi ekki unniđ ţar neinn bug”.  Ţađ sem honum bar fyrir augu var gömul móđir gráhćrđ og ţreytt eftir ćvistarfiđ, hún sat ţar hjá leiđi einkasonar síns.  Ţetta dćmi er eitt af svo mörgum sem lýsa í ţessa átt.

Ekki ţurfum viđ ađ ganga svo mörg sporin út undir víđbláan himingeiminn ađ okkur opinberist ekki viđ hvert spor kćrleiki guđs til okkar barna sinna.

Og ţá, já einmitt ţá kemur okkur til hugar hvenćr og hvar viđ myndum best geta komiđ einum kćrleiksneista fyrir sem gćti boriđ ţess vott ađ viđ hefđum veriđ snortin frá ćđri stigum og ţađ er ţví álit mitt ađ sterkasta afliđ sé kćrleikurinn.

Höf. Sigríđur Jóna Guđnadóttir, 31.10.1883 -  29.12.1970.

Blessuđ sé minning ţessarar kćrleiksríku móđur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir ţennan góđa pistil Sigrún mín.

Ía Jóhannsdóttir, 11.5.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Fallegt.

Hrönn Sigurđardóttir, 11.5.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Falleg elskuleg. Einhvernvegin er aldrei svo erfitt ađ vakna ţegar lítiđ barn segir "amma koddu ég er svangur/svöng" ţetta lćtur eins og ljúf tónlist í eyrum mínum.  Hafđu ţađ gott elskuleg.  Mother's Day Flowers 

Ásdís Sigurđardóttir, 11.5.2008 kl. 22:34

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 11.5.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Guđrún Emilía Guđnadóttir

Ţađ er satt hjá Ásdísi vinkonu minni ţađ er aldrei erfitt ađ vakna viđ
blessuđ börnin.
Sigrún mín yndislegur pistill, takk fyrir mig.
                  Knús kveđjur
                   Milla

Guđrún Emilía Guđnadóttir, 12.5.2008 kl. 09:51

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er bara svo yndislegt ad vera med barnabörnunum...Elska tad

Bý bara heldur langt í burtu,tá er bara njóta betur tegar tćkifćrin eru.

Yndislegur pistill Sigrún mín

Stórt knús

Gudrún Hauksdótttir, 12.5.2008 kl. 10:19

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Takk fyrir ţennan frábćra pistil Sigrún mín.  Ţađ er alltaf svo gefandi ađ lesa svona fallegt.  Knús á ţig inn í daginn.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 12.5.2008 kl. 10:27

8 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Takk fyrir ţennan pistil mín kćra

Halldóra Hannesdóttir, 12.5.2008 kl. 11:09

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég ţakka hlý orđ og kveđjur

Sigrún Jónsdóttir, 12.5.2008 kl. 11:14

10 Smámynd: Guđrún Jóna Gunnarsdóttir

Yndislegur pistill, Sigrún. Fćr mann til ađ hlakka til ađ takast á viđ ömmuhlutverkiđ

Guđrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 12:33

11 identicon

Yndisleg lesning.  Fallegt bréf frá henni ömmu ţinni, já kćrleikurinn er sá sem er sterkastur.  Minnist ömmu ţinnar međ mikilli hlýju, las oft fyrir hana af litlu lestrarblöđunum sem til voru ţá í herberginu inn af eldhúsinu heima hjá ţér á Ađalgötunni. Hún leiđrétti mig og lagađi til hvernig ég las orđin, já kenndi mér ađ lesa vel og rétt.

Besta kveđja héđan af Skaganum 

Anna Bja (IP-tala skráđ) 12.5.2008 kl. 20:33

12 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Sćl Sigrún

Blađiđ Sóley er enn til.  Nokkrar handskrifađar bćkur eru í eldtryggri geymslu og gjarnan er lesiđ upp úr ţeim á fundum.  Margar merkilegar heimildir sem Sóley hefur ađ geyma.  Ţví miđur mćtti vera meira skrifađ í hana í dag um ţá hluti sem okkur ţykja svo hversdagslegir en verđa kannksi bara nokk merkilegir eftir 50 ár eđa svo.

kv.

Lilja Einarsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:01

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og kveđjur stelpur!

Ţađ er rétt hjá ţér Lilja, samtímaskrif og fréttir verđa einhvertíma heimildir um fortíđina.  Ég er nokkuđ viss um ađ blađiđ Sóley hefur ađ geyma margar perlur frá Súgfirskum konum í gegnum tíđina og ţađ vćri skemmtilegt og fróđlegt "fortíđarflipp" ađ lesa sig í gegnum ţessi rit.

Anna mín ég vissi ekki ađ ţú hefđir veriđ ein af ţeim sem last fyrir Ömmu.  Hún var ótrúleg kona.  Hún kenndi mér náttúrulega ađ prjóna og lesa, ţótt blind vćri og ţađan hef ég "vestfirska" framburđinn.  Svo kenndi hún mér náttúrulega allt um umburđarlyndi og kćrleika 

Sigrún Jónsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:16

14 identicon

Já Sigrún mín, ég las mikiđ fyrir hana ömmu ţína, hún kunni ađ ég hélt á ţeim tímanum,  alltaf öll spjöldin utanađ.  Man ađ mér ţótti alltaf svo skrítiđ ađ hún vissi alltaf hvenćr hún átti ađ leiđrétta mig og ég hugsađi alltaf hvađ hún vćri klár.  Annars fannst mér hún aldrei blind.  Minnist hennar einnig úr garđinum sitjandi á stól viđ gaflinn á húsinu.  Finnst svona minningar svo yndislegar, finnst ég svo ţroskuđ ađ hafa ţekkt svona mikilvćgt fólk á minni lífsleiđ.  Svo yndislegt veđur í dag hér á Skaganum.  Er ađ reyna ađ fá fólkiđ mitt til ađ skella sér vestur í júní, svo ćtlum viđ mćđgin ađ fara vestur á Sćlu í júlí.

Anna paa Skagen 

Annan (IP-tala skráđ) 13.5.2008 kl. 23:10

15 Smámynd: Júlíus  Garđar Júlíusson

Daginn Sigrún.

Dugnađarprik til ţín fyrir prikadugnađ í prikavikunni.

Júlíus Garđar Júlíusson, 14.5.2008 kl. 07:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband