11.5.2008 | 21:26
Minning um góða konu!
Ég vaknaði í morgun við stroku á kinn og amma koddu fram var hvíslað í eyra mér. Er komin dagur ástin mín, hvað er klukkan? spurði ég 3ja ára ömmudrengin. Já amma Sirún, það er komin dagur, klukkan er 7 og ½ mínúta (á digital klukkunni stóð 7:32). Eigum við að kúra þangað til klukkan er 8:00? Spurði ég svefndrukkinni röddu. Nei, amma Sirún, ég þarf að pissa NÚNA
.
Amman glaðvaknaði að sjálfsögðu og fór í ömmuhlutverkið með yndislega sonarsyninum Róberti Skúla fram eftir degi.
Ég hef verið að velta fyrir mér uppruna Mæðradagsins, sem er í dag. Mér finnst það fallegt og réttlátt að einhverjir dagar séu tileinkaðir mæðrum og feðrum. Feðradagurinn verður 9. nóvember.
Ég minnist þess ekki að þessir dagar hafi spilað einhverja rullu í mínum uppvexti, en alltaf var haldið upp á konudag og bóndadag en þeir dagar eru að ég held séríslenskir dagar og marka upphaf gamla tímatalsins okkar þ.e. Þorra og Góu.
Mæðradagurinn á fullkomlega rétt á sér. Ég ætla að tileinka þennan pistil formóður minni, Sigríði Jónu Guðnadóttur. Núlifandi afkomendur hennar eru 56 talsins og eru búsettir vítt og breitt um heiminn, Ástralíu, Ameríku, Svíþjóð og svo auðvitað hér á Íslandi.
Eftirfarandi er svar ömmu minnar, við spurningu, sem borin var fram á fundi hjá kvenfélaginu Ársól í Súgandafirði og birtist svar hennar í júní mánuði árið 1931 í ritinu Sóley, sem kvenfélagið gaf út á þessum tíma:
Hvað er sterkasta aflið í heiminum?
Þegar talað er um sterk öfl þá verður manni fyrst á að segja, ætli peningarnir verði ekki þungir á metunum. En þegar hugsað er ofurlítið dýpra þá kemur annað afl, sem ekki er hægt að meta eða telja eins og peningana. Að vísu eru þeir sterkur aflgjafi fyrir þá sem kunna að fara rétt með þá en margir munu játa að til séu öfl sem sterkari séu en peningar. Má þar nefna hugvit sem styrkur er að og góður vilji en í minni vitund get ég ekki fundið neitt orð sem hæfara er til að kallast sterkt afl heldur en kærleikurinn. Kærleikur kemur fram í svo mörgum myndum við sjáum það daglega að þær eru óteljandi.
Eitt íslenska skáldið kom eitt sinn í kirkjugarð, segist hann hafa séð að kærleikssegull hjartans hafi verið ofinn inní himneska ástar- og kærleikskeðju af þeirri list að dauðinn hafi ekki unnið þar neinn bug. Það sem honum bar fyrir augu var gömul móðir gráhærð og þreytt eftir ævistarfið, hún sat þar hjá leiði einkasonar síns. Þetta dæmi er eitt af svo mörgum sem lýsa í þessa átt.
Ekki þurfum við að ganga svo mörg sporin út undir víðbláan himingeiminn að okkur opinberist ekki við hvert spor kærleiki guðs til okkar barna sinna.
Og þá, já einmitt þá kemur okkur til hugar hvenær og hvar við myndum best geta komið einum kærleiksneista fyrir sem gæti borið þess vott að við hefðum verið snortin frá æðri stigum og það er því álit mitt að sterkasta aflið sé kærleikurinn.
Höf. Sigríður Jóna Guðnadóttir, 31.10.1883 - 29.12.1970.
Blessuð sé minning þessarar kærleiksríku móður.
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Athugasemdir
Takk fyrir þennan góða pistil Sigrún mín.
Ía Jóhannsdóttir, 11.5.2008 kl. 21:35
Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 21:36
Falleg elskuleg. Einhvernvegin er aldrei svo erfitt að vakna þegar lítið barn segir "amma koddu ég er svangur/svöng" þetta lætur eins og ljúf tónlist í eyrum mínum. Hafðu það gott elskuleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 22:34
Hólmdís Hjartardóttir, 11.5.2008 kl. 23:59
Það er satt hjá Ásdísi vinkonu minni það er aldrei erfitt að vakna við
blessuð börnin.
Sigrún mín yndislegur pistill, takk fyrir mig.
Knús kveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2008 kl. 09:51
Tad er bara svo yndislegt ad vera med barnabörnunum...Elska tad
Bý bara heldur langt í burtu,tá er bara njóta betur tegar tækifærin eru.
Yndislegur pistill Sigrún mín
Stórt knús
Gudrún Hauksdótttir, 12.5.2008 kl. 10:19
Takk fyrir þennan frábæra pistil Sigrún mín. Það er alltaf svo gefandi að lesa svona fallegt. Knús á þig inn í daginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 10:27
Takk fyrir þennan pistil mín kæra
Halldóra Hannesdóttir, 12.5.2008 kl. 11:09
Ég þakka hlý orð og kveðjur
Sigrún Jónsdóttir, 12.5.2008 kl. 11:14
Yndislegur pistill, Sigrún. Fær mann til að hlakka til að takast á við ömmuhlutverkið
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 12:33
Yndisleg lesning. Fallegt bréf frá henni ömmu þinni, já kærleikurinn er sá sem er sterkastur. Minnist ömmu þinnar með mikilli hlýju, las oft fyrir hana af litlu lestrarblöðunum sem til voru þá í herberginu inn af eldhúsinu heima hjá þér á Aðalgötunni. Hún leiðrétti mig og lagaði til hvernig ég las orðin, já kenndi mér að lesa vel og rétt.
Besta kveðja héðan af Skaganum
Anna Bja (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 20:33
Sæl Sigrún
Blaðið Sóley er enn til. Nokkrar handskrifaðar bækur eru í eldtryggri geymslu og gjarnan er lesið upp úr þeim á fundum. Margar merkilegar heimildir sem Sóley hefur að geyma. Því miður mætti vera meira skrifað í hana í dag um þá hluti sem okkur þykja svo hversdagslegir en verða kannksi bara nokk merkilegir eftir 50 ár eða svo.
kv.
Lilja Einarsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:01
Takk fyrir innlit og kveðjur stelpur!
Það er rétt hjá þér Lilja, samtímaskrif og fréttir verða einhvertíma heimildir um fortíðina. Ég er nokkuð viss um að blaðið Sóley hefur að geyma margar perlur frá Súgfirskum konum í gegnum tíðina og það væri skemmtilegt og fróðlegt "fortíðarflipp" að lesa sig í gegnum þessi rit.
Anna mín ég vissi ekki að þú hefðir verið ein af þeim sem last fyrir Ömmu
. Hún var ótrúleg kona. Hún kenndi mér náttúrulega að prjóna og lesa, þótt blind væri og þaðan hef ég "vestfirska" framburðinn. Svo kenndi hún mér náttúrulega allt um umburðarlyndi og kærleika
Sigrún Jónsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:16
Já Sigrún mín, ég las mikið fyrir hana ömmu þína, hún kunni að ég hélt á þeim tímanum, alltaf öll spjöldin utanað. Man að mér þótti alltaf svo skrítið að hún vissi alltaf hvenær hún átti að leiðrétta mig og ég hugsaði alltaf hvað hún væri klár. Annars fannst mér hún aldrei blind. Minnist hennar einnig úr garðinum sitjandi á stól við gaflinn á húsinu. Finnst svona minningar svo yndislegar, finnst ég svo þroskuð að hafa þekkt svona mikilvægt fólk á minni lífsleið. Svo yndislegt veður í dag hér á Skaganum. Er að reyna að fá fólkið mitt til að skella sér vestur í júní, svo ætlum við mæðgin að fara vestur á Sælu í júlí.
Anna paa Skagen
Annan (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 23:10
Daginn Sigrún.
Dugnaðarprik til þín fyrir prikadugnað í prikavikunni.
Júlíus Garðar Júlíusson, 14.5.2008 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.