3.5.2008 | 15:52
Afmæliskveðja!
Hún fæddist á Selfossi þann 3. maí, árið 1963, tveimur mánuðum fyrir tímann og vó aðeins 6 merkur. Hún var vafin í bómull, sett í skókassa og svo var brunað með hana suður til Reykjavíkur, á vökudeild Landsspítalans þar sem hún braggaðist vel og útskrifaðist úr sinni fyrstu prófraun á lífsleiðinni. Síðan þetta var hefur hún háð fleiri og annarskonar prófraunir og staðist þær allar með sóma. Í dag er hún 45 ára, yfir 1,70 cm á hæð, 2ja sona móðir og ónæmisfræðingur að mennt.
Ég kynntist henni fyrst í júlímánuði þetta sama ár en þá var ég 10 og ½ árs gömul. Ég fékk það ábyrgðamikla hlutverk að fara í vist hjá stóru systur, móður litla krílisins. Ég sat tímunum saman og horfði á hana og dáðist að henni og af litlu kjólunum hennar, sem mig langaði reyndar mjög mikið til að eiga, því þeir hefðu passað svo vel á dúkkuna mína, hana Jóhönnu.
Þetta 10 og ½ ár sem skildi okkur að í aldri var náttúrulega rosalega mikill aldursmunur fyrstu árin, en mér þótti alltaf ofurvænt um þessa litlu frænku mína.
Þegar ég var 19 ára mun ég hafa sagt henni að ég væri að fara til Englands til að heimsækja Bítlana og svo ætti ég heimboð í te hjá Elísabetu drottningu! 8 ára barnið trúði þessu að sjálfsögðu og gerði það í nokkur ár. Hún spurði alltaf frétta af Bítlum og drottningu þegar við hittumst í fríum frá þessari áralöngu útlegð minni.
En svo eyddist aldursmunurinn og síðustu 30 árin eða svo, höfum við verið bestu vinkonur. Hún hefur reyndar nokkrum sinnum verið spurð að því hvort hún sé dóttir mín, nú síðast í morgun, þegar við fengum okkur labbitúr í Kringlunni og það er sko í lagi mín vegna. Það er ekki slæmt að vera líkt við þá glæsilegu ungu konu, sem Sigríður Bergþórsdóttir er.
Elsku frænka og vinkona, ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum. Til hamingju með 45 ára afmælið. Megir þú lengi lifa!
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Til hamingju með frænku þína og vinkonu Sigrún
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.5.2008 kl. 16:01
Til hamingju með Siggu frænku. Hún er glæsileg kona.
kv. Hugrún vinkona
Hugrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 17:36
Hóhóhó....ég man nú eftir þessari fallegu konu, sem krakki þá kom hún á sumrin og var hjá ömmu sinni, við tvær lékum okkur mikið saman..... Sigrún til hamingju með frænku þína og vinkonu
Halldóra Hannesdóttir, 3.5.2008 kl. 18:28
Til hamingju með þína Góðu frænku og vinnkonu Hafðu ljúfan sunnudag Elskuleg
Brynja skordal, 4.5.2008 kl. 12:29
Til hamingju með frænku þína Sigrún. Velkomin í bloggvinahóp minn.
Ía Jóhannsdóttir, 4.5.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.