1.5.2008 | 10:04
1. maí - Mín krafa!
Ég fer bara fram með eina kröfu á þessum baráttudegi verkamanna árið 2008. Þessari kröfu beini ég að stjórnvöldum, samningsaðilum í kjarasamningum og öðrum þeim, sem finnst þeim málið varða.
Krafa mín er þessi:
Ég vil réttlátt þjóðfélag!
Greinargerð:
Lágmarkslaun og almannatryggingabætur þurfa að taka mið af raunverulegri framfærsluþörf, þess vegna þarf að vera til opinber og viðurkennd neysluviðmiðun, sem ákvarðar þann framfærslugrunn sem þarf til að einstaklingar geti lifað lífinu með reisn.
Í dag lifa allt of margir Íslendingar undir fátæktarmörkum. Fátækt er ljótur blettur á okkar þjóðfélagsmynd, sem út á við sýnir ríkidæmi í þotuliðs glansmynd. Fyrir nokkrum misserum síðan kom út skýrsla frá OECD, þar sem fram kom að ekki færri en 5000 íslensk börn lifðu við aðstæður undir fátæktarmörkum. Það var á góðæristímum. Hvað verða þessi börn mörg í "hallærinu", sem margir spá að við séum að ganga inn í?
Þegar talað er um meðaltalstekjur þegnanna gefur það engan veginn rétta mynd af þeirri geigvænlegu tekjuskiptingu sem hér ríkir. Meðaltalslaun bankastarfsmanna gefa til að mynda ekki rétta mynd af tekjuskiptingunni í þeim geira. Ég get vel ímyndað mér að bankagjaldkerinn súpi kveljur þegar hann les um það í dagblöðum hversu langt undir meðaltalinu hans laun eru.
Undanfarin ár höfum við, almennir launamenn látið hafa okkur af fíflum. Stéttlausa samfélagið, sem við gátum státað okkur af er fokið fjandans til. Íslenska þjóðin er orðin stéttskiptari en sjálfur Bretinn.
Ef gengið verður að þessari aumu kröfu minni um Réttlátt þjóðfélag, er það frumskilyrði að taka upp opinbera og viðurkennda neysluviðmiðun, þá yrði eftirleikurinn mun auðveldari fyrir launþega á almennum vinnumarkaði. Þá hefðum við þann grunn, sem við gætum miðað okkur við í launakröfum okkar.
Ég hef aldrei skilið forystumenn verkalýðsfélaga, sem hrópa einhverja tölu út í loftið, sem þeirra kröfu um lágmarkslaun. Þeir segja svo í tveggja manna tali að lágmarkstalan skipti ekki máli, af því að enginn fái hvort sem er greitt eftir henni!!!
Það er bara ekki rétt, því laun svo margra eru miðuð við þessa umsömdu tölu.
Vont og verst
Vont er að láta leiða sig,
leiða og neyða.
Verra að láta veiða sig,
veiða og meiða.
Vont er að vera háð,
verst að lifa af náð.
Gott er að vera fleyg og fær
Frjáls í hverju spori.
Sinnið verður sumarblær,
Sálin full af vori.
Höf. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.
Launþegar til hamingju með daginn. Sýnum samstöðu og tökum þátt í kröfugöngum dagsins um land allt!
![]() |
Kröfuganga frá Hlemmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Víðáttumikil hæð stjórnar veðrinu næstu daga
- Líkamsárás, innbrot og þjófnaður
- Fjarskiptastofa „trúðastofnun“
- Andlát: Grétar Br. Kristjánsson
- Ferðamenn yfir sig hrifnir af Gjaldskyldu
- Kennarar koma illa undirbúnir úr námi
- Auglýsing Sýnar á RÚV í trássi við lög
- Tilfinningaþrungnir fundir með foreldrum í dag
- Höfðust við í þrjá daga í bíl fyrir utan fjölbýli
- Hafði starfað á leikskólanum í tæp tvö ár
Erlent
- Pútín hlynntur verndartryggingu fyrir Úkraínu
- Mikill fjöldi Ísraela mótmælir stríðinu
- Pantaði tíu gáma í stað tíu kassa
- Engin banaslys í heilt ár
- Segist munu krefja Trump svara
- Pútín er ekki treystandi
- Leiðtogar Evrópu sitja fund Selenskís og Trumps
- Sagður styðja tillögu Pútíns um landtöku
- Pútín: Færði þjóðirnar nær nauðsynlegum ákvörðunum
- Alaskafundurinn einungis eitt skref
Fólk
- Gaddavír á gresjunni
- Ég stenst ekki pínulitlar bækur
- Sigurbjartur Sturla túlkar Hamlet
- Snýr aftur í poppið
- Vitgrannur og ruddalegur prins
- Þetta kveikti í mér aftur
- Beraði geirvörturnar í nýju myndskeiði
- Kommúnísk keyrsla handan múrs
- Helen Mirren yngist með árunum
- Brýtur blað í sögu Strictly Come Dancing
Viðskipti
- Ingþór tekur við starfi Heiðars hjá BL
- Hið ljúfa líf: Bragðlaukarnir lurkum lamdir
- Samkeppnishæfni landsins sterk
- Meðallengd leigusamninga tæpir 13 mánuðir
- Einhliða gagnsæi
- Lufthansa blandar sér í málefni Sviss
- Rað-frumkvöðull í algjörri steypu
- Hærri skattar gætu minnkað tekjur
- Risinn sem ræður hagkerfinu
- Markaðsaðilar vænta meiri verðbólgu
Athugasemdir
Frábært hjá þér Sigrún
Hólmdís Hjartardóttir, 1.5.2008 kl. 11:18
Nú kom andinn yfir þig. Sammála
Anna Kristinsdóttir, 1.5.2008 kl. 11:32
Heyr, Heyr.
Bergur Thorberg, 1.5.2008 kl. 17:07
Takk fyrir

Sigrún Jónsdóttir, 1.5.2008 kl. 21:02
Frábær pistill Sigrún. Sammála þér í einu og öllu. Til hamingju með daginn
P.S Langar óskaplega til að ,,bísa" kveðskapnum af síðunni þinni. Er það í lagi?
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.5.2008 kl. 23:38
Takk Guðrún mín
. Gjörðu svo vel, ég klippti þennan kveðskap einhvertíma út úr Mogganum í Árbók bókmenntanna, fannst kvæðið svo flott. Höfundurinn fæddist árið 1857.
Sigrún Jónsdóttir, 1.5.2008 kl. 23:52
Hún er einföld krafan þín en vefst samt fyrir ótrúlega mörgum.
Haraldur Bjarnason, 2.5.2008 kl. 09:33
Hjartanlega sammála þér með kröfuna!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.5.2008 kl. 13:42
Tusund gang enig med dig..
hilsen fra danmark:)
Gurra
jyderupdrottningin (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.