Leita í fréttum mbl.is

Verður þetta sumar hinna mörgu verkfalla?

Ég tek undir með nöfnu minni hjá Flugfreyjufélagi Íslands, sem lýsir yfir undrun á því að ekkert fundarboð hafi borist í dag frá ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugfreyja og flugþjóna við Icelandair.

Ég hef það á tilfinningunni að Ásmundur (er hann ekki annars yfirsáttasemjari?), ætli að reyna að endurheimta dýrðarljómann sem hann baðaði sig í forðum daga, þegar hinir ríkisstjórnarvænu þjóðarsáttarsamningar voru settir á láglaunafólk þessa lands.Angry  Ég mun alltaf muna eftir konu, sem féll í grát, þegar hún opnaði fyrsta launaseðilinn eftir þessa margumræddu samninga, hún hafði lækkað í launumCrying.  Hún vann við fiskvinnslu, var dugleg og bónusgreiðslur höfðu verið eftir því.  Nú brá svo við að elsku karlinn (og góðvinur pabba míns), hann Einar Oddur (blessuð sé minning hans), fiskvinnslufrömuður á Flateyri, ákvað að taka hluta af bónusstuðli inn í tímakaupið og minnka vægi bónusgreiðslna!  Gott og vel tímakaupið hækkaði, en vægi bónusgreiðslna lækkaði.  Duglega konan hafði í rauninni borgað sjálf þá hækkun sem hún fékk á tímakaupið og þar sem bónusvægið minnkaði, lækkaðu heildarlaun hennar.  Launaútgjöld fiskvinnslunnar lækkuðu eða stóðu í stað!

Ég skil vel aðkomu Einars Odds að þessum svokölluðu þjóðarsáttarsamningum en ég mun seint fyrirgefa forystumanni launþegahreyfingarinnar, Ásmundi Stefánssyni þennan gjörning. 

Annars fór ég á trúnaðarmannafund hjá mínu stéttarfélagi í síðustu viku og ég verð að segja að ég er ekkert svakalega bjartsýn fyrir hönd okkar sjúkraliða eftir þann fundAngry.  Ekki mikið að frétta frá samninganefndinni!!  En ítrekað bent á gylliboð einhvers flugfélags okkur til handaBlush.  En við förum nú varla langt á núverandi launakjörum og því síður ef flugfreyjurnar eru að fara í verkfallWink.

Áfram flugfreyjur! 


mbl.is Ekkert fundarboð hefur borist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Var að koma heim, missti af fréttum. Á hvaða stöð..please?

Sigrún Jónsdóttir, 17.4.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hallgerður, ertu að segja mér að Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sé dóttir þín???  Ég var að tengja!  Fréttin á RÚV kemur ekki í gegn, en ég horfi um leið og það gerist. Ég er þrælmontin frænka.

Sigrún Jónsdóttir, 17.4.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Er ansi hrædd um að það sé full ástæða til svartsýni í þessum kjarasamingum. Ríkið er búið að ákvarða þakið, ætlar sér ekki lengra. Í fyrsta sinn í langan tíma hef ég einungis trú á einni aðferð; hörku. Við ummönnunarstéttir verðum að fara láta sjást í vígtennurnar.

Gangi þér vel í samningunum, baráttukveðjur 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.4.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Guðrún, ég er þér algerlega sammála.  Ég hef trú á að mitt félag, sé að bíða eftir þínu félagi og ætli að taka þátt í einhverju snjóbolta syndrómi!

Ég held að stéttirnar okkar ættu að styðja hver aðra í baráttunni, með gagnkvæmri virðinu fyrir stöðu og menntun.  Mér hefur stundum fundist vanta svolítið upp á það og þá sérstaklega frá forystu míns félags, því miður.  

Sigrún Jónsdóttir, 17.4.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er hætt við að margt fari úr skorðum á næstunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2008 kl. 00:47

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

nú held eg að dugi ekkert nema harkan og það er tími til kominn.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 00:51

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég stend með ykkur í þessari baráttu, þó svo ég geti lítið gert nema vonað, en síðustu áratugi hafa þeir yfirleitt svikið og samið illa því miður, verður þetta einhverntíman í lagi, ég spyr??? hrædd um ekki

en við stígum vonardansinn saman  3D Prom Queen  3D Prom Queen

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband