Leita í fréttum mbl.is

Verđur ţetta sumar hinna mörgu verkfalla?

Ég tek undir međ nöfnu minni hjá Flugfreyjufélagi Íslands, sem lýsir yfir undrun á ţví ađ ekkert fundarbođ hafi borist í dag frá ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugfreyja og flugţjóna viđ Icelandair.

Ég hef ţađ á tilfinningunni ađ Ásmundur (er hann ekki annars yfirsáttasemjari?), ćtli ađ reyna ađ endurheimta dýrđarljómann sem hann bađađi sig í forđum daga, ţegar hinir ríkisstjórnarvćnu ţjóđarsáttarsamningar voru settir á láglaunafólk ţessa lands.Angry  Ég mun alltaf muna eftir konu, sem féll í grát, ţegar hún opnađi fyrsta launaseđilinn eftir ţessa margumrćddu samninga, hún hafđi lćkkađ í launumCrying.  Hún vann viđ fiskvinnslu, var dugleg og bónusgreiđslur höfđu veriđ eftir ţví.  Nú brá svo viđ ađ elsku karlinn (og góđvinur pabba míns), hann Einar Oddur (blessuđ sé minning hans), fiskvinnslufrömuđur á Flateyri, ákvađ ađ taka hluta af bónusstuđli inn í tímakaupiđ og minnka vćgi bónusgreiđslna!  Gott og vel tímakaupiđ hćkkađi, en vćgi bónusgreiđslna lćkkađi.  Duglega konan hafđi í rauninni borgađ sjálf ţá hćkkun sem hún fékk á tímakaupiđ og ţar sem bónusvćgiđ minnkađi, lćkkađu heildarlaun hennar.  Launaútgjöld fiskvinnslunnar lćkkuđu eđa stóđu í stađ!

Ég skil vel ađkomu Einars Odds ađ ţessum svokölluđu ţjóđarsáttarsamningum en ég mun seint fyrirgefa forystumanni launţegahreyfingarinnar, Ásmundi Stefánssyni ţennan gjörning. 

Annars fór ég á trúnađarmannafund hjá mínu stéttarfélagi í síđustu viku og ég verđ ađ segja ađ ég er ekkert svakalega bjartsýn fyrir hönd okkar sjúkraliđa eftir ţann fundAngry.  Ekki mikiđ ađ frétta frá samninganefndinni!!  En ítrekađ bent á gyllibođ einhvers flugfélags okkur til handaBlush.  En viđ förum nú varla langt á núverandi launakjörum og ţví síđur ef flugfreyjurnar eru ađ fara í verkfallWink.

Áfram flugfreyjur! 


mbl.is Ekkert fundarbođ hefur borist
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Var ađ koma heim, missti af fréttum. Á hvađa stöđ..please?

Sigrún Jónsdóttir, 17.4.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hallgerđur, ertu ađ segja mér ađ Sigrún Jónsdóttir, formađur Flugfreyjufélagsins, sé dóttir ţín???  Ég var ađ tengja!  Fréttin á RÚV kemur ekki í gegn, en ég horfi um leiđ og ţađ gerist. Ég er ţrćlmontin frćnka.

Sigrún Jónsdóttir, 17.4.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Guđrún Jóna Gunnarsdóttir

Er ansi hrćdd um ađ ţađ sé full ástćđa til svartsýni í ţessum kjarasamingum. Ríkiđ er búiđ ađ ákvarđa ţakiđ, ćtlar sér ekki lengra. Í fyrsta sinn í langan tíma hef ég einungis trú á einni ađferđ; hörku. Viđ ummönnunarstéttir verđum ađ fara láta sjást í vígtennurnar.

Gangi ţér vel í samningunum, baráttukveđjur 

Guđrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.4.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Guđrún, ég er ţér algerlega sammála.  Ég hef trú á ađ mitt félag, sé ađ bíđa eftir ţínu félagi og ćtli ađ taka ţátt í einhverju snjóbolta syndrómi!

Ég held ađ stéttirnar okkar ćttu ađ styđja hver ađra í baráttunni, međ gagnkvćmri virđinu fyrir stöđu og menntun.  Mér hefur stundum fundist vanta svolítiđ upp á ţađ og ţá sérstaklega frá forystu míns félags, ţví miđur.  

Sigrún Jónsdóttir, 17.4.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Já ţađ er hćtt viđ ađ margt fari úr skorđum á nćstunni. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 18.4.2008 kl. 00:47

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

nú held eg ađ dugi ekkert nema harkan og ţađ er tími til kominn.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 00:51

7 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Ég stend međ ykkur í ţessari baráttu, ţó svo ég geti lítiđ gert nema vonađ, en síđustu áratugi hafa ţeir yfirleitt svikiđ og samiđ illa ţví miđur, verđur ţetta einhverntíman í lagi, ég spyr??? hrćdd um ekki

en viđ stígum vonardansinn saman  3D Prom Queen  3D Prom Queen

Ásdís Sigurđardóttir, 19.4.2008 kl. 14:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband