Leita í fréttum mbl.is

Að "grúska" í gamalli tíð!

Ég geri rosalega lítið þessa dagana.  Hef verið í "lamasessi" síðan um Páska og ekki getað stundað mína gefandi og skemmtilegu vinnu.  Þetta hefur gefið mér tækifæri til að horfa vel í kringum mig á heimilinu og sjá "allt" sem ég þyrfti nú að gera.  Nú gæti ég t.d. verið í "vorverkunum", en það eru þessi þrif, sem ég tel mér alltaf trú um fyrir Jólin að ég geri bara á vorinBlush.  En déskotans öxlin, er ekkert betri til heimilisverka heima hjá mér en á vinnustað, þannig að ég geri ekki neittErrm.

Ég gæti bloggað, eins oft og ég sest við tölvuna (sem er æði oft), en það er eins og hugurinn tæmist í þessu aðgerðaleysi.  Sumir kalla það "bloggstíflu" en í mínu tilfelli held ég að það sé algert "sinnuleysi", vegna skorts á framkvæmdagetu.  Einhverstaðar segir að "hugur og hendi fylgist að", en þegar höndin getur ekki framkvæmt það sem hugurinn vill, verður maður hálf hokinn um tíma....eða þar til það venst (það er vont en það venst syndrómið!).

Ég hef verið að "glugga" í gamla pappíra undanfarna daga, sem komu í mína umsjá eftir að foreldrar mínir féllu frá og það má eiginlega segja að ég hafi horfið heila öld aftur í tímannSmile.  Þetta er sko skemmtilegra en að fylgjast með fréttum líðandi stundar.  Ef ég byggi yfir meiri tæknikunnáttu, væri ég svo sannarlega búin að deila einhverju úr þessum fjársjóði með ykkur.  En koma tímar, koma ráð.

Mig langar þó til að deila með ykkur "kveðju" af 100 ára gömlu póstkorti, sem afi minn, Albert Finnur Jóhannesson fékk, frá frænda sínum og "kunningja" Guðmundi Kristjánssyni, sem þá var staddur í Danaveldi:

Albert F. Jóhannesson,

Suðureyri. 

Góði frændi og kunningi.

Þökk fyrir allt gamalt og gott.  Hvernig hefir þú það annars núna.  Jeg hef það heldur gott.  Mikið er hjer af stúlkum skal jeg segja þjer, en þó vantar mikið á að þær sjeu eins laglegar og heima.

Hvernig gengur annars með kærustuna þína, heilsaðu henni og fleirum frá mér.

Ertu hættur að kveða gamlar vísur í rökkrunum og fleira?  Jeg gæti vel liðið að þú skrifaðir mjer fáeinar línur ef þú hefðir list til.

Jeg óska þjer æfinlega alls góðs, vertu sæll,

G. Kristjánsson. 

Á framsíðu þessa póstkorts, er síðan mynd af sendandanum (rosalega flottur náungi!), þar sem hann skrifar:

Þú þekkir peiann vona jeg.

sami. 

Fyrir Hallgerði, mína ljúfu bloggvinkonu:  Albert Finnur, afi minn og Guðmundur Kristjánsson voru bræðrasynir.  Synir Jóhannesar Alberssonar og Kristjáns Albertssonar, en afi þeirra Albert Jónsson, var oft nefndur faðir Suðureyrar ættleggsins!   Guðmundur þessi var bróðir Kristjáns Alberts Kristjánssonar, langafa barnanna þinnaHeart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Skemmtileg lesning eins og ávallt hjá þér, þetta með ritstífluna er á fleiri bæjum en hjá þér  eins og sést á mínu bloggi, ég fór bara að leita af gömlum slögurum sem ég setti svo inná spilarann hjá mér svo þið gætuð hlustað  gaman að vafra um netið og hlusta á skemmtilega tónlist í leiðinni. Vona nú að ég sjái þig hérna "heima" í sumar. kærar kveðjur til þín og þinna.

Halldóra Hannesdóttir, 16.4.2008 kl. 13:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 16:49

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

úff... of margir puttar á ferð.

Gaman af þessu, við ættum kannski að taka upp þennan gamla ristíl?

til er jeg  Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband