26.3.2008 | 17:13
Hvaða kreppa???
Ég er að lesa það út um allt að það sé skollin á kreppa!!! Af hverju hef ég misst? Þarf ekki að ríkja velmegun áður en að kreppan skellur á? Hvar var þessi velmegun?
Það hefur ekki ríkt nein velmegun hjá fólki, sem vinnur við umönnunarstörf, það vita það allir. M.a.s. stjórnmálamenn hafa vitað það lengi og þeir eru nú ekki þekktir fyrir að vera meðvitaðir um ástand mála hjá almúganum.
Fyrir síðustu alþingiskosningar var ekki þverfótað fyrir frambjóðendum, sem hver í kapp við annan létu þá skoðun sína í ljós, að bæta þyrfti kjör starfsfólks í hjúkrunar- og skólageiranum. Uppeldis- og umönnunarstéttir hafi setið á hakanum allt, allt of lengi og laun þessa fólks væru til skammar í samfélagi, sem telur sig vera fyrirmyndarþjóðfélag.
Nú er loksins komið að því. Kjarasamningar þessara stétta eru að renna sitt skeið og í nýjum kjarasamningum á að lagfæra kjörin. M.a.s. menntamálaráðherra sagði nýlega án þess að blikna, að laun kennara þyrftu að hækka umtalsvert. Ekki hef ég heyrt Gulla heilbrigðis, taka svona sterkt til orða, en hann er náttúrulega á fullu í hagræðingunni (einkavæðingunni m.ö.o.), svo einhverjir peningar verði í kassa fjármálaráðherra fyrir komandi kjarasamninga.
Það eru alltaf til peningar í ríkiskassanum þegar byggja þarf sendiráð úti í hinum stóra heimi og líka þegar ráðamenn flengjast um heiminn þveran og endilangan til þess að því er þau segja: kynnast aðstæðum fólks í hinum ýmsu löndum frá fyrstu hendi.
Það eru líka til peningar (t.d. símasölupeningar), þegar byggja þarf nýtt og flott sjúkrahús og fyrir hverjar kosningar er hægt að taka skóflustungur fyrir nýjum hjúkrunarheimilum, sem ekki verður hægt að manna með íslensku fagfólki, vegna þess að launakjörin eru út takt við íslenskan raunveruleika.
En þetta er allt í lagi börnin góð. Það er sko ekkert skollin á kreppa. Ég er bjartsýn og trúi því, þangað til annað kemur í ljós, að þetta sé bara reglubundin fyrirsamningaskjálfti (eins og fyrirtíðaspenna!), sem er nauðsynlegur í samningaferli opinberra starfsmanna. Svona eins og póker, sem getur víst gefið mikið í aðra hönd, ef vel er á spilunum haldið.
ASÍ spilaði af sér, það er alveg augljóst. En það munu menn eins og Ögmundur Jónasson ekki gera, ekki séns.
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
já góð spurning hvað er kreppa En jeppa á 16 millur ja hérna dýrt að fara á milli húsa á svona millum
Brynja skordal, 27.3.2008 kl. 00:19
Þá er bara að bíða og sjá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2008 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.