24.3.2008 | 17:10
Sinn er siđur í hverju landi!
Eđa er ţađ ......landi hverju?
Hvernig vćri ađ rýna ađeins í málshćtti af gefnu tilefni?
Einn uppáhalds málshátturinn minn hefur lengi veriđ: Ekki er ţađ einum bót . Ţó annar sé verri!!! Vinkona mín hún Gitta, gaf mér hann fagurlega ritađan á platta um ţađ leyti, sem ég útskrifađist úr sjúkraliđa náminu. Ekki veit ég hvort ţarna leyndust dulin skilabođ til mín, en eitt er víst, ég hef reynt ađ hafa ţennan málshátt ađ leiđarljósi ć síđan og hangir plattinn á áberandi stađ á mínu heimili, mér og öđrum til áminningar!
Á Pálmasunnudag fékk ég litla fjölskyldu í heimsókn, og opnuđum viđ lítil álegg svona til ađ koma okkur í smá Páskastemmingu. Ég finn nú bara 2 af ţeim málsháttum sem ţar voru lesnir upp af ţeim 4 sem ţarna voru, en ţeir voru svona: Betra er autt rúm en illa skipađ! Ţarna hefur upphaflega meiningin örugglega átt viđ skipsrúm, en ég hugsa ađ flestir hugsi nú um hjónarúmiđ í ţessu sambandi í dag en hvort sem viđ er átt er ég ţessum málshćtti alveg sammála!
Hinn var svona: Sá sem fleiprar viđ ţig, fleiprar um ţig! Ţessi er náttúrulega hverju orđi sannari og gott ađ hafa ţetta í huga.
Í gćrkvöld bćttust svo 3 málshćttir viđ ađ loknu óvćntu matarbođi hjá mínum gömlu og tryggustu vinum, Hugrúnu Björk og Bernhard. Viđ brutum okkur leiđ inn ađ málsháttum 3ja Páskaeggja nr. 3 eftir ađ hafa snćtt dýrindis nautalund međ öllu tilheyrandi.
Ég man ekki hver fékk hvern, en ţađ skiptir minnstu máli. Nr. 1: Betra er ađ vera laukur í lítilli ćtt, en strákur í stórri! Ţetta er sko alveg rétt, sagđi garđyrkjufólkiđ, sem veit allt um sprettu laukanna. Ég var nú ekkert ađ endurtaka ţađ ţarna ađ ég vćri af hinni stóru og merku Arnardalsćtt!! Svo er ég líka stelpa
Nr. 2: Tímarnir breytast og mennirnir međ! Já, já, ţessi er gamall og allir ţekkja hann, en ćtti hann ekki frekar ađ hljóma svona: Mennirnir breytast og tímarnir međ? Ţađ finnst mér, ţví tíđarandinn er mannanna verk.
Síđast en ekki síst kom ţessi, sem okkur vinunum fannst svo vel viđ hćfi: Verkfćri eru best ný en vinátta er best gömul!
Ég mun aldrei geta fullţakkađ ţá góđu og tryggu vináttu, sem Hugrún og Benni hafa sýnt mér í gegnum árin, en koma tímar koma ráđ og ég hlakka til ađ njóta ţessarar vináttu um ókomna tíđ.
Nú er ráđ ađ linni, kveđja ađ sinni!
Eldri fćrslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Ég fékk; Allir menn eiga tvćr ćttir.
Ćtli ţađ ţýđi ţađ ađ nú eigi ég ađ líta til móđurfjölskyldu minna í leit ađ rétta stjórnmálaflokknum?
Anna Kristinsdóttir, 24.3.2008 kl. 17:30
Anna mín, ég veit ég hef sagt ţér ţađ áđur, en pólitík er ekki genetísk! Ef hún vćri ţađ, hefur stökkbreyting átt sér stađ í mínu tilfelli!
En ţađ er um ađ gera ađ lesa málshćttina sem vísbendingar og ţađ á ágćtlega viđ í ţínu tilfelli.
Sigrún Jónsdóttir, 24.3.2008 kl. 18:00
Hef alla tíđ veriđ mikil ,,málsháttarmanneskja" og lagt upp úr ţví ađ geyma hvern einasta. Brá út af vananum ţetta áriđ og fékk mér ekki páskaegg. Kćrkomin lesning, takk fyrir mig
Guđrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.3.2008 kl. 00:20
Ég hef reyndar heyrt ţennan međ laukinn ađeins öđruvísi, eđa svona; betra er ađ vera stór laukur í lítilli ćtt, en lítill laukur í stórri.
Annars er gaman ađ málsháttum, ég kynntist ţeim ţegar ég var barn ţví ég fékk alltaf ađ hjálpa ömmu ađ baka málsháttarkökur sem hún bakađi fyrir hver jól, ţá var ţađ mitt hlutverk ađ safna og skrifa málshćttina.
Ţessi fannst mér alltaf bestur, og á viđ í dag; neyđin kennir naktri konu ađ spinna og lötum manni ađ vinna.
Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 25.3.2008 kl. 11:25
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.