Leita í fréttum mbl.is

Bara þreytt!

Þegar maður kemur þreyttur heim eftir vinnutörn – næturvakt - kvöldvakt – morgunvakt – morgunvakt með einhverja óútskýrða verki um allan skrokk er það rúmið eða kannski sófinn, sem freistar mest!

Þegar maður er byrjaður að blogga, finnst manni að það verði nú að skrifa eitthvað, helst á hverjum degi.  Málið er að vinnan mín, þótt skemmtileg sé, getur líka “þurrausið” mann andlega!

Hvar eru nú allar skoðanirnar Sigrún mín?  Stundum er bara best að halda þeim fyrir sig, annars gæti maður bara lent í leiðinlegu rifrildi! (þegar maður er farin að tala við sjálfan sig.........).Blush

Ég gæti t.d. alveg bloggað um komandi kjarasamninga heilbrigðisstétta.  Þessir kjarasamningar koma auðvitað til með að verða þeir bestu hingað til.  Fyrir síðustu alþingis- já og sveitarstjórnarkosningar voru allir sammála um að “leiðrétta” þyrfti kjör þessara stétta, það væri til skammar fyrir þjóðina, hvernig kjör þessara stétta hefðu dregist aftur úr og að við hefðum sko alveg efni á því að borga þessu fólki almennileg laun!  Og koma svo!!!Errm

En nú eru þessir sömu stjórnmálamenn, sem þá voru frambjóðendur, farnir að tala um kreppu, þannig að ég er ekki eins bjartsýn. 

Það var því ANSI hressandi að hlusta á Sigurð Einarsson, sem er eitthvað stórt hjá KB banka, tjá sig í hádegisviðtalinu á stöð 2.  Ekkert krepputal þar á ferð:  “peningar eru eins og vatn, þeir flæða og finna sér farveg”! (verst með þessar d-skotans stíflur, sem bankarnir hafa komið sér upp, allavega sé ég ekki meira af mínum peningum, þegar bankinn minn hefur komist yfir þá!!).  Segja upp fólki?  Jú, jú, en það er bara vegna þess að við erum með of margt fólk í vinnu!  Lækka laun stjórnarmanna?  Nei, nei, frekar hækka þau, stjórnarmenn vinna svo sannarlega fyrir laununum sínum, það kostar að hafa gott fólk í stjórn bankans!  Ég vil gjarnan komast í stjórn hjá Sigurði Einarssyni í KB-banka, hann kann að meta gott gott fólk og borgar þeim vel! Ekkert krepputal, segja bara upp “óþarfa” starfsfólki á “gólfinu” en gera vel við þá sem tróna í rjáfrinu!  Gerum Sigurð Einarsson að fjármálaráðherra, hann veit hvað þarf að gera til að halda góðu fólki í “vinnu”:  Borga þeim góð laun!Cool

Nú ætla ég að leggja mig og tek svo helgarvaktirnar með trukki!  Góða fríhelgi þið hin!Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvíldu lúin bein Sigrún mín, leyfið þreyttum að sofa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 14:12

2 identicon

Maður getur orðið ósköp lúin stundum og þá hefur sófinn vinninginn oftast er maður kemur heim. Kíki inn hjá þér af og til, gleymi stundum að kvitta.  Gaman að lesa bloggið þitt, þú þarft að skrá þig í BBV hópinn(blogg bjargar Vestfjörðum) finnst þetta góð hugmynd hjá þeim sem eru að starta þessu.(t.d. Ásthildur)  Er að spá í að kíkja vestur um páskana og reyna að taka sem mest þátt í því sem að í boði verður.  Kv. af Skaganum

Anna Bjarna (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 17:33

3 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu góða helgi mín kæra

Brynja skordal, 8.3.2008 kl. 12:26

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir góðar kveðjur góðu bloggvinkonur og Anna!

Hugsaðu þér Hallgerður, þetta pappírsgróðabatterí, sem bankarnir eru orðnir.  Borga einhverjum 300 milljónir fyrir það eitt að hefja störf!

Anna, ég er búin að sækja um starf við landamæravörslu í fríríki Ásthildar!!

Sigrún Jónsdóttir, 8.3.2008 kl. 16:16

5 identicon

Yndislegur dagur að baki, var svo fallegt veður í dag hér á Skaganum, fór ásamt nokkrum öðrum á Geirmundartind í Akrafjalli í dag, frábær ferð, veður, hópur og allur pakkinn bara.  Já svo þú ætlar í landamæravörsluna, það er gott hjá þér. Ég var að spá í það hvort að það þyrfti ekki að fara að útbúa passa/vegabréf til handa vestfirðingum???  Allavega vil ég einn svoleiðis.  Hafðu það sem allra best.  Kveðja af Skaganum

Anna Bjarna (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband