Leita í fréttum mbl.is

Á internethraða!

Ísafjörður- Reykjavík - Ástralía- Ameríka!

Internetið getur verið dásamlegt og Moggabloggs-samfélagið er engu líkt!

Í morgun, þegar ég fór bloggrúntinn og kom við hjá henni Ásthildi Cesil, bloggvinkonu minni, sá ég að hún hafði sett inn nokkrar ”fyrstu sólargeislamyndir” frá Suðureyri.  Ég fékk heimþrá, varð hálfklökk og vildi meira!!!  Ég vildi komast heim á kvistinn minn að Aðalgötu 37.  Og hvað gerir Ásthildur?  Hún uppfyllti ósk mína samdægurs.

Aðalgata 37

Aðalgata 37 – 39 (var tvíbýli), var byggt á fyrrihluta síðustu aldar af tvennum hjónum, þeim  Alberti Finni Jóhannessyni og Sigríði Jónu Guðnadóttur, sem voru afi minn og amma og Birni Guðbjörnssyni og Kristrúnu Örnólfsdóttur, bróðurdóttur Alberts afa.

Sambýlið með þessum fjölskyldum var afar traust og gott.  Um það leyti sem ég kom í heiminn hafa sennilega 16 manns búið í húsinu ef ég fer rétt með, gætu hafa verið fleiri.

Húsið var innangengt um háaloftið, sem var heil paradís fyrir mig vegna þess að þar mátti ég nálgast heilu árganganna af Fálkanum, ef ég skilaði þeim aftur í góðu ásigkomulagi.

Eftir að Rúna frænka var orðin ein í sínum enda, kom það stundum fyrir að hún kom til okkar í gegnum háaloftið þegar hún varð veðurhrædd.

Þegar allt fylltist af ”sunnanfólki” á sumrin, fékk ég að gista hjá Rúnu og Bjössa.  Það var yndislegt!  Við mig var dekrað, en því var ég ekki vön heima hjá mér.  Ég fékk flóaða mjólk og kringlu upp í herbergi áður en ég fór að sofa.  Sigga amma mín og Rúna frænka, voru mínar bestu trúnaðarvinkonur.  Ég á þeim svo margt að þakka.

Mamma og Pabbi eignuðust svo hinn endann, eftir að Rúna féll frá.  Þá voru þau orðin 2 ein í kotinu, sem áður hafði hýst hátt í 20 manns á einhverjum tímum.

Í dag er húsið í eigu frænku minnar Svövu Valgeirsdóttur og hennar manns (Venni frá Ísafirði??), en þau hafa gert húsið upp af mikilli nærgætni og góðum smekk.  Mér er sagt að Svava hafi ákveðið það á unga aldri að þetta væri húsið, sem hún vildi eignast.  Þetta var hennar draumahús.  Hún labbaði þarna framhjá á hverjum degi, þar sem hún átti heima aðeins utar á eyrinni og lét sig dreyma.  Hennar draumur rættist!

Abbi í Ástralíu og Berglind í Ameríkunni:  Þetta er semsagt húsið okkar í dag, 03.03.08.

Ásthildur takk fyrir okkur, þú ert best!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Sigrún mín þakka þér fyrir þessa færslu, gaman að fá að heyra söguna af húsinu.  Mín var ánægjan að gera þetta lítilræði fyrir þig mín kæra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Brynja skordal

já Internetið er öflugur miðill svo mikið er víst Ásthildur æðisleg ekki spurning alltaf gaman að koma á suðureyri hef verið þar 3 á sæluhelgi

Brynja skordal, 4.3.2008 kl. 01:05

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka kommentin mínar kæru!

Hallgerður, húsið hans Kristjáns er í miðju þorpinu, en "mitt" hús er "úti á mölum", eins og sagt var.  Semsagt í órafjarlægð, örugglega 2ja til 3ja mínutna gangur!!!  Ég man hvað mér fannst þessar tröppur á Kristjáns húsi alltaf flottar, alveg eins og á "herragarði"!

Sigrún Jónsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:17

4 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

He he, nú komu minningarnar fram í hrönnum...ég var nú næsti nágranni mömmu þinnar og pabba frá "71, og það var nú ekki sjaldan sem ég stóð við grindverkið þegar sú gamla var að taka upp grænmetið, sérstaklega man ég eftir að oft læddi hún næpum og radísum í lítinn lófa ..........ahhh takk

Halldóra Hannesdóttir, 4.3.2008 kl. 22:36

5 identicon

Sæl Sigrún.
Það var ekki síður gaman fyrir okkur fjölskylduna að sjá þessar myndir frá Suðureyri á síðunni hjá Ásthildi, m.a. hrausta og kraftmikla frændur okkar í sundi og snjó. En okkur fannst líka alveg frábært að sjá myndir af húsinu okkar og þá fundum við fyrir því hversu mikið við söknuðum þess.  Það er bara eitthvað svo gott að búa í þessu húsi og góðar vættir sem fylgja því.  Þrátt fyrir að stundum geti vestanáttin tekið hraustlega í það, en það tók mig smá tíma að venjast því, enda alin upp í steinhúsi. Það er líka gaman að lesa það hjá þér að það eru alveg sömu hlutir sem heilla mín börn og hafa heillað börn í þessu húsi í gegnum tíðina, þ.e.a.s. að fá að fara upp á háaloft og leika þar.
Það er líka alveg satt sem þú segir að sem barn talaði ég alltaf um það að eignast þetta hús, enda fylgdi því alltaf einhver ævintýraljómi.  Enda mamma þín alveg einstök kona, endalaust að stússa eitthvað í garðinum, steikja kleinur og síðan alltaf að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum á Suðureyri. Ótal góðar minningar hrannast upp.
Það var mjög gaman að lesa það sem þú skrifaðir um húsið á síðunni og ef þú getur sagt okkur eitthvað meira um sögu hússins þá væri það alveg frábært.  Við höfum lengi ætlað að safna slíkum upplýsingum og einnig gömlum myndum af húsinu.
Húsið er í leigu núna, þar sem tókum þá ákvörðun að leggja land undir fót að gamni okkar, en við flytjum síðan aftur heim í ágúst og hlökkum auðvitað mikið til þess, þó svo að okkur líki vel hérna í Canterbury, Englandi.
Bestu kveðjur,
Svava Rán og fjölskylda.

Svava Rán (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:23

6 identicon

Your BLOG is very interesting and great to read.  Loved reading this story from your memories as a youngster and about this beautiful looking house.

Looking forward to reading more next week.

talk soon on the phone.

xxx

PS sorry it is in English, will take me forever to "copy" and "paste" islensku stafa...

Helga Kársdottir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 06:11

7 identicon

Aðalgata 37 og England.... eitthvað er það nú að  hringja e-m bjöllum, mér finnst eins og ég eigi að kannast eitthvað við það.. hmmm..
móðir, veist þú eitthvað um það?? nei ég bara spyr.....

Ómar Daníel (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband