Leita í fréttum mbl.is

Fríðuhúskórinn!

Annað hvort er ellikelling að ná mér eða þá að ég er bara alls ekki búin að ná mér af flensunni, ja nema hvort tveggja sé!  Allavega er maður uppgefin eftir undangengna vinnutörn um helgina.

Dagurinn í dag var samt alveg sérstaklega skemmtilegur og það kom mér á óvart þar sem ekki var laust við að ég væri hálfkvíðin vegna væntanlegrar heimsóknar ”Fríðuhúskórsins” til okkar í Laugaskjól.

”Fríðuhúskórinn” samanstendur af frábæru fullorðnu fólki, sem er í dagvist í Fríðuhúsi, og er staðsett í nágrenni við okkur Laugaskjóls – klanið.  Flest komu þau fótgangandi, en einhverjir komu á bíl.

Ástæðan fyrir kvíða mínum, sem var ástæðulaus í þetta sinn, er sú að heimilisfólkið í Laugaskjóli getur verið ansi viðkvæmt fyrir óþekktu áreiti.  En starfsfólk beggja staða veit við hverju má búast og stóð sig frábærlega.

”Fríðuhúskórinn”, sem er auðsýnilega velæfður, söng nokkur lög við píanóundirleik, og tóku flestir íbúar Laugaskjóls vel undir í söngnum. Að því loknu buðum við uppá nýbakaðar vöfflur og rjóma með kaffinu, áður en gestirnir héldu aftur heim á leið.

Frábær heimsókn, sem ég held að allir hafi notið, bæði gestir, heimilisfólk og starfsfólk beggja heimila.  Ég þakka fyrir mig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Virkilega gaman að lesa um ,,Fríðuhúskórinn". Hef aldrei heyrt um hann.

Mér finnst hins vegar tímabært að frúin láti kíkja á sig

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.2.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Falleg færsla Sigrún mín, og gaman að heyra um Fríðuhúskórinn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Það hefur örugglega verið frábært að hlusta á þau

Halldóra Hannesdóttir, 27.2.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband