22.2.2008 | 00:19
Heillaóskir!
Sigrún, veistu að bambusinn, sem heldur Heklu á floti er orðin svo fúin, að hann brotnar sennilega í næstu ferð til Reykjavíkur?
Þarna var afprýðisamur stóri bróðir að hræða mig frá því að fara í Reykjavíkurferð með mömmu okkar. Ég hef verið 5 ára og hann 8 ára, þegar þetta var og þetta er fyrsta minningin sem greipt er í huga mér af samskiptum okkar systkinanna. Ég fór í þessa hættulegu sjóferð og komst aftur heim en þá með Esjunni og ég vonaði bara að bambusinn, sem héldi henni á floti væri nýr!
Af einhverjum ástæðum voru það bara við Svenni af þessum 5 systkina hópi, sem fengum pólitíkurbakteríuna í okkur. Við vorum bæði þrælpólitísk frá unga aldri, en sjaldnast höfum við samt fylgt sama stjórnmálaflokki. Það er kannski ekkert skrítið, þar sem foreldrar okkar voru víst ekki samstíga á því sviðinu, en það vissum við ekki þá.
Einu sinni eða kannski tvisvar fórum við samt í framboð fyrir sama flokkinn í sitthvoru kjördæminu. Það var Þjóðarflokkurinn sálugi, sem hafði það helst á stefnuskrá sinni að berjast fyrir jafnrétti landshlutanna. Seinna enduðum við svo aftur í sitt hvorum stjórnmálaflokknum en baráttumál Þjóðarflokksins fylgdu okkur inn í þá flokka sem við völdum að starfa með. Reyndar fór Þjóðarflokksfólkið í hina ýmsu flokka og alla vega 2 þeirra fóru á þing.
Ég man ekki eftir að við Svenni höfum verið efnislega ósammála hvað pólitík varðar, en einhvernvegin hefur það samt æxlast svo að við kjósum sjaldnast sama flokkinn. En það er ekki öll nótt úti, hver veit nema við eigum eftir að sameina krafta okkar á vettvangi stjórnmálanna? Við erum nú ekki búin að prófa þá alla!
Til hamingju með afmælið elsku bróðir og hafðu það gott!
Jón Þór Bergþórsson, systursonur minn er að verja doktorsritgerð í dag. Ég sendi honum hlýja strauma og óska honum góðs gengis. Völlu systir óska ég til hamingju með drenginn!
Uppfærðar fréttir þann 23.02.: Auðvitað gekk þetta glimrandi vel hjá "drengnum" okkar! Til hamingju Dr. Jón Þór!
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Riftir samningi við þrjú stór sveitarfélög
- Car Rental Iceland, Deloitte og Árvakur efst
- Vill sigla með Faktorshúsið í nýjan bæ
- Víða væta á landinu í dag
- „Barnavæðing“ menntaskólans
- Helsingjafaraldur ógnar afkomu bænda
- Skemmtistaðaeigendur varaðir við meintum nauðgurum
- Hiti náði sextán stigum
- Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun
- Enn annar vasaþjófurinn handtekinn í Reykjavík
Erlent
- Heimsins lengsta jarðarberjaterta bökuð í Frakklandi
- Segir að Úkraína gæti þurft að gefa eftir land til að ná friði
- 130 þúsund manns hafa vottað páfa virðingu sína
- Fimm lögreglumenn fórust í flugslysi
- Byrjaður að selja Trump 2028-varning
- Segir Rússa hafa notað flugskeyti frá Norður-Kóreu
- Árásarmaðurinn bölvaði vistmorð í stefnuyfirlýsingu
- Leitaði skjóls frá árásum Rússa inni á klósetti
- Stríðsaðgerð sem verði svarað af fullum þunga
- Hvetur Pútín til að hætta að ljúga
Fólk
- Mamman samþykkir Kylie Jenner
- Kvikmynd Hlyns á aðaldagskrá í Cannes
- Transtónlistarmaður aflýsir tónleikum í Bandaríkjunum
- Lizzo ræddi opinskátt um þyngdartap sitt
- Geislandi glaður og þakklátur
- Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni verðlaunuð
- Óvænt endurkoma Robs Kardashian
- Barnastjarna fannst látin við árbakka
- Twilight-leikkona í hnapphelduna
- Sonur Schwarzenegger nær óþekkjanlegur
Viðskipti
- Kaupendur hafna skipulagi
- Bjartsýn á að samtal muni eiga sér stað
- Kveður við nýjan tón í tollamálum
- Lífeyrissjóðir selt mikið af hlutabréfum
- Verðum að standast samanburð
- Rafbílasala í mikilli sókn KIA söluhæst á árinu
- Samtalið við stjórnvöld hafi verið lítið
- Apple og Meta fá 100 milljarða sekt
- OK hlýtur sjálfbærniviðurkenningu
- Áforma 100 þúsund fermetra hverfi
Athugasemdir
Til lukku með þá báða
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.2.2008 kl. 13:41
Takk fyrir báðar tvær.
Guðrún Jóna hvar er frábæri pistillinn þinn frá 19.02.? Ég hef verið að benda fólki á hann, en finn hann ekki aftur!
Hallgerður, ég er yngst og Svenni næstyngstur, við erum örverpin!
Jón Þór er að verja doktors-ritgerð sína "fjölskyldusaga, erfðaþættir og litningaójafnvægi í þróun eistna- og blöðruhálskirtilskrabbameins hjá íslenskum körlum".
Sigrún Jónsdóttir, 22.2.2008 kl. 14:44
Til hamingju með þá báða
Halldóra Hannesdóttir, 22.2.2008 kl. 23:51
vei...gaman...bætist við í bloggrúnthringinn..svona þannig að ég get frestað því lengur á hverjum degi að læra:)
bestu kveðjur frá USAnu
berglind frænka (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.