Leita í fréttum mbl.is

Heillaóskir!

 

Sigrún, veistu að bambusinn, sem heldur Heklu á floti er orðin svo fúin, að hann brotnar sennilega í næstu ferð til Reykjavíkur?

Þarna var afprýðisamur stóri bróðir að hræða mig frá því að fara í Reykjavíkurferð með mömmuSvenni - afmæli okkar.  Ég hef verið 5 ára og hann 8 ára, þegar þetta var og þetta er fyrsta minningin sem greipt er í huga mér af samskiptum okkar systkinanna.  Ég fór í þessa hættulegu sjóferð og komst aftur heim en þá með Esjunni og ég vonaði bara að bambusinn, sem héldi henni á floti væri nýr!

Af einhverjum ástæðum voru það bara við Svenni af þessum 5 systkina hópi, sem fengum ”pólitíkurbakteríuna” í okkur.  Við vorum bæði þrælpólitísk frá unga aldri, en sjaldnast höfum við samt fylgt sama stjórnmálaflokki.  Það er kannski ekkert skrítið, þar sem foreldrar okkar voru víst ekki samstíga á því sviðinu, en það vissum við ekki þá.

Einu sinni eða kannski tvisvar fórum við samt í framboð fyrir sama flokkinn í sitthvoru kjördæminu.  Það var Þjóðarflokkurinn sálugi, sem hafði það helst á stefnuskrá sinni að berjast fyrir jafnrétti landshlutanna.  Seinna enduðum við svo aftur í sitt hvorum stjórnmálaflokknum en baráttumál Þjóðarflokksins fylgdu okkur inn í þá flokka sem við völdum að starfa með.  Reyndar fór Þjóðarflokksfólkið í hina ýmsu flokka og alla vega 2 þeirra fóru á þing.

Ég man ekki eftir að við Svenni höfum verið efnislega ósammála hvað pólitík varðar, en einhvernvegin hefur það samt æxlast svo að við kjósum sjaldnast sama flokkinn.  En það er ekki öll nótt úti, hver veit nema við eigum eftir að sameina krafta okkar á vettvangi stjórnmálanna?  Við erum nú ekki búin að prófa þá alla!

Til hamingju með afmælið elsku bróðir og hafðu það gott!

 

Jón Þór Bergþórsson, systursonur minn er að verja doktorsritgerð í dag.  Ég sendi honum hlýja strauma og óska honum góðs gengis.  Völlu systir óska ég til hamingju með drenginn!

Uppfærðar fréttir þann 23.02.:  Auðvitað gekk þetta glimrandi vel hjá "drengnum" okkar!  Til hamingju Dr. Jón Þór! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Til lukku með þá báða

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.2.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir báðar tvær.

Guðrún Jóna hvar er frábæri pistillinn þinn frá 19.02.?  Ég hef verið að benda fólki á hann, en finn hann ekki aftur!

Hallgerður, ég er yngst og Svenni næstyngstur, við erum örverpin!

Jón Þór er að verja doktors-ritgerð sína "fjölskyldusaga, erfðaþættir og litningaójafnvægi í þróun eistna- og blöðruhálskirtilskrabbameins hjá íslenskum körlum". 

Sigrún Jónsdóttir, 22.2.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Til hamingju með þá báða

Halldóra Hannesdóttir, 22.2.2008 kl. 23:51

4 identicon

vei...gaman...bætist við í bloggrúnthringinn..svona þannig að ég get frestað því lengur á hverjum degi að læra:)

bestu kveðjur frá USAnu

berglind frænka (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband