21.2.2008 | 12:49
Að upphefja sjálfan sig á annarra kostnað!
Á sama tíma og skólabörn á Reyðarfirði ganga fylktu liði gegn einelti og voru með það á kristaltæru að það væri ljótt að hrekkja aðra krakka og vera vondur við einhvern, steig einn valdamesti maður þjóðarinnar á tölvustokk og svívirti á ómálefnalegan hátt pólitískan andstæðing sinn! Já misjafnt hafast börnin að.
Getur það verið ís lenska að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra?
Ég hef stundum velt þessu fyrir mér af gefnu tilefni.
Mér var innprentað það í æsku að það væri ljótt að vera montin. Mennskur monthani væri ekkert öðruvísi en gargandi hani á priki í hænsnakofa. Það eru samferðamenn okkar í lífinu sem dæma verk okkar og framgöngu en ekki við sjálf.
Hverjum finnst sinn fugl fegurstur er máltæki, sem lýsir t.d. vel viðhorfum fjölskyldna til síns fólks og flokksfélaga allra stjórnmálaflokka til sinnar forystu. En það er aldrei einum bót þótt annar sé verri!
Að fylgja sannfæringu sinni er oft á tíðum talin dyggð, en stundum getur þessi sannfæring breyst í þráhyggju, sem lýsir sér í því að ekki er hlustað á andstæðar skoðanir og þeim er fundið allt til foráttu. Málamiðlanir og umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra geta komið í veg fyrir styrjaldir milli þjóða eða þjóðarbrota.
Hún Sigga amma mín, hefði örugglega haft skoðun á orðræðu iðnaðarráðherrans í miðnæturbloggi sínu um pólitíska andstæðinginn. Ég gæti trúað að hún hefði sagt að hann væri sjálfum sér verstur, eða einfaldlega hátt hreykir heimskur sér!
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.