Leita í fréttum mbl.is

Lágmarksframfærsla!

Athyglisverð auglýsinga herferð, sem Verkalíðfélagið Hlíf í Hafnarfirði stendur fyrir þessa dagana, en þar eru settar fram spurningar sem hljóma einhvernvegin svona:

1)

”Er réttlátt að skattleggja laun, sem eru kr. 125.000.- á mánuði þegar lágmarksframfærsla er kr. 170.000.- á mánuði?”

2)

”Er einhver á móti því að lágmarkslaun verkafólks hækki úr kr. 125.000.- í  kr. 155.000.- á mánuði?”

Ég vil nú byrja á því að óska Verkalýðsfélaginu Hlíf til hamingju með að vera búið að reikna út lágmarks framfærslugrunn!  Það var kominn tími til að einhver gerði það. 

Reyndar finnst mér það grundvallar mannréttindi að til verði opinber og viðurkenndur  framfærslugrunnur, þar sem kjör eru skilgreind, sem duga eiga til lágmarksframfærslu.  Lágmarkslaun og almannatryggingabætur eiga aldrei að vera lægri en viðurkennd framfærslumörk.

Mér finnst það því skjóta skökku við, þegar Verkalýðsfélag setur fram launakröfur þar sem lágmarksgrunnlaun eiga að vera kr. 155.000.- á sama tíma og þeir segja okkur að lágmarksframfærsla einstaklings sé ekki undir kr. 170.000.-

Ég fæ dæmið ekki til að ganga upp.  Þarna vantar í fyrsta lagi kr. 15.000.- upp á að grunnlaunin nái lágmarksframfærslu og síðan á eftir að taka ýmislegt af þessum grunnlaunum s.s. skatta, lífeyrissjóð og svo maður gleymi nú ekki stéttarfélagsgjöldunum!

Halló Hafnarfjörður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl  Sigrún, gott hjá þér að vekja athygli á auglýsingunni.  En hvað segir þessi auglýsing okkur um verkalýðsfélög eins og Hlíf í Hafnarfirði.  Væri nú ekki skynsamlegra að miða lágmarkslaun við 170.000 krónur enn ekki 155 Þ.  Hvað eru forystumenn Hlífar að hugsa.  Láglaunafólk, eldri borgarar og öryrkjar hafa verið barðir niður af yfirvöldum.  Þú lifir ekki á tekjum undir 170 Þ ef þú ert á leigumarkaðnum.  Þessi laun dæma fólk til fátæktar.  Launastefna hér á landi er öllum til skammar.

Takk fyrir enn og aftur.

Með kveðju,

Ásgerður Jóna Flosadóttir

asgerdurjona (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sæl Ásgerður Jóna og takk fyrir þetta.

Þessi auglýsing segir mér náttúrulega að í kröfur verkalýðshreyfingarinnar vantar alla grunnhugsun!  Þeir eiga náttúrulega að krefjast þess af stjórnvöldum að til verði "opinber og viðurkenndur framfærslugrunnur" og vinna síðan kröfur sínar frá þeim grunni.  Ég er alveg sammála þér í því að launastefna hér á landi er til háborinnar skammar.

Sigrún Jónsdóttir, 12.2.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband