10.2.2008 | 22:00
Ekki á vísan að róa....
Hver hefur ekki orðið fyrir því að plön fara úrskeiðis?
Ég var fyrir lifandis löngu síðan búin að ákveða að fara á Þorrablótið. Ekki bara af því að hjá mér er þetta náttúrulega skyldumæting, þar sem ég er í stjórn félagsins, heldur var tilhlökkun mín búin að vera mikil og ekkert fengi mig stöðvað að mæta á svæðið.
Til þess að vera nú alveg viss um að þurfa ekki að vinna þessa helgi, sem er að öllu jöfnu vinnuhelgin mín, þá pantaði ég vetrarfríið með það fyrir augum að komast örugglega á blótið.
Á mínum vinnustað er boðið upp á flensusprautu, sem ég þáði og taldi mig því gulltryggða þegar hátíð gengi í bæ.
En á föstudagskvöldið fann ég að ekki var allt með felldu, beinverkir, óvenju mikill og harður hósti, nasakvef og annar krankleiki.
En á blótið skyldi mæta. Fór í apótekið, og byrgði mig upp á allskonar hóstasaft, slímlosandi, hóstastillandi og verkjalyfjum. Tók því svo rólega fram eftir laugardeginum, leit aðeins við í afmæli hjá ömmustráknum en hóstaðist þaðan út klukkutíma seinna.
Á Þorrablótið mætti ég fyrst allra, og fékk mér meðal (Whisky) á barnum og taldi mér trú um að ég væri tilbúin í herlegheitin. Og herlegheit voru það! Þorrablótið tókst einstaklega vel og öll þau skemmtiatriði sem boðið var upp á voru í einu orði sagt fullkomin.
Minni karla og kvenna voru í höndum heiðurshjónanna Ingrid Kuhlman og Eyþórs Eðvarðssonar og eins og þeirra var von og vísa, slógu þau bæði í gegn með sínum frábæra húmor. Það verður erfitt að feta í þeirra fótspor, þannig að mér finnst bara spurning um að við fastráðum þau.
Jói Kristjáns (Sandari) átti það erfiða hlutverk að troða upp í kjölfar þeirra hjóna. Ég verð nú að segja að ég hafði svolitlar áhyggjur af mínum gamla skólabróður en hann sannaði það þarna af hverju hann er einn af fremstu skemmtikröftum þjóðarinnar. Hann átti salinn!
Svenni bróðir stjórnaði samkomunni af mikilli röggsemi, en eins og hann sagði þá var nú meiningin að hann yrði bara aðstoðarmaður Snorra Sturlusonar við veislustjórn, en Snorri var veðurtepptur heima á Suðureyri.
Þorrablótið tókst fullkomlega og eiga Sigurþór, formaður og Róbert, stjórnarmaður bestu þakkir skildar, en þeir áttu veg og vanda að öllum undirbúningi.
Metþátttaka var, en uppselt var nokkrum vikum fyrir blót. Það er auðséð að þessum ungu mönnum í stjórninni er að takast að höfða til yngri kynslóðarinnar, því aldrei áður hefur verið svona mikið af ungu fólki á þorrablóti Súgfirðingafélagsins. Annars var aldursdreifingin nokkuð góð frá 18 ára til 80! En allt þetta unga flotta fólk yndisleg viðbót í félagsskapinn.
Þrátt fyrir slappleika, tókst mér samt að halda þetta út fram yfir miðnætti, en síðan hef ég bara legið og ætla að gera það áfram þar til heilsan batnar.
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
I hope that you are feeling better, dearest Sigrun....it was lovely talking with you last night....go to the shops and buy some brandy....oh, and if you have any VICKS, put that on the bottom of your feet, then put socks on....it does work, believe me and then you will stop the coughing....I tried this before christmas and it worked forme.....
Love your BLOG....thank you for writing this, it is a great way to keep in contact and read what you are up to....
I will have to try something like this too???
xxxxxxx
Helga Kársdottir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 03:45
Takk fyrir síðast Sigrún þetta var mjög skemmtilegt blót Jói skemmtilegur og hjónin á Álftanesinu fóru á kostum, og gaman hvað það var góð mæting hjá unga fólkinu. .:) við erum víst komin í hinn flokkin ,En ég vona að þér líði eitthvað betur en er ekki bara meiri visky og hóstasaft ,hafðu það sem best kveðja Elly
Ellý (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.