Leita í fréttum mbl.is

Hetjan mín!!!

Svandís Svavarsdóttir var hetjan mín fyrir u.þ.b. þremur mánuðum síðan!  Í kvöld horfði ég á Kastljósið og velti því fyrir mér hvað hefði komið fyrir þennan mikla vörð siðgæðis og réttlætis.

Ég á ekki orð og ætti þess vegna ekki að vera tjá mig, en geri það nú samt!

En…….málið er að þótt myndast hafi “þverpólitísk samstaða” hjá borgarfulltrúum um að “jarða málið” og lofa svo betri vinnubrögðum í framtíð, þá sitjum við vanmáttugir borgarbúar og kjósendur þessara “þverpólitísku” borgarfulltrúa með óbragð í munni.

Þau fundu það út, eftir að hafa velt við öllum steinum, að þau hefðu öll á einhverjum tímapunkti gerst samsek í framvindu þessa gerspillta REI-máls.

“þverpólitísku” borgarfulltrúarnir treysta sér ekki að þessu sinni til að draga neinn til ábyrgðar!  En boða betri og gegnsærri vinnubrögð!

Þetta fólk er kosið til ábyrgðar en þarf samt ekki að axla ábyrgð þegar á hólminn er komið!

Um hvað snúast stjórnmál?   Er þetta endalaus sandkassaleikur?Sandkassaleikur  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég horfði á þetta líka og er með óbragð í munni

Ragnheiður , 7.2.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband