Leita í fréttum mbl.is

Að standa skil á sínu....

Ég tel mér trú um að að ég sé frekar meðvituð og fylgist vel með....  Ég er fylgismaður núverandi ríkisstjórnar, en það er ekki "blind" fylgni! 

Þótt ég hafi stutt eitthvert stjórnmálaafl í gegnum tíðina hefur það aldrei verið gagnrýnislaust..... ég veit, ég er erfið! ....eða bara raunhæfWink

Eina fólkið sem fær minn stuðning "skilyrðislaust" eru afkomendur mínir og annað náið venslafólk.

Þegar velferðarráðherra birti upplýsingar um, hvaða upphæð ætti að miða við sem lágmarksframfærslu varð ég "hoppandi" glöð og hugsaði..... "Guðbjartur er meðedda" og "megi hann ríkja sem lengst"Smile

Síðan þá hef ég beðið eftir einhverju "áþreifanlegu", svo sem... raunhæfum húsnæðisbótum, hækkun skattleysismarka, hækkun örorku- og lífeyris greiðslna o. sv. frv.  En ekkert bólar á þessháttar efndumWoundering

Aftur á móti hyggur fjármálaráðherrann Steingrímur á heimsóknir til láglaunafólksinsFrown  Nú skal blóðmjólka þá sem skríða yfir tvöhundruð þúsundin.... jafnvel þótt velferðarráðherrann segi þessi laun ekki duga til  "lágmarks- mannsæmandi framfærslu"GetLost

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa hvers kjósanda að samræmi sé á milli orða og aðgerða meðlima ríkisstjórnar...... það er alla vega mín krafaShocking

Ég ætla að endurskoða minn stuðning í næstu þingkonsingum.... og það verður ekki stuðningur við núverandi XS og XVG eða fyrrum valdhafa XD og XB.... Nú vil ég nýja hugsun og áræðni!  

Ég neita að gefast upp fyrir möppudýrum og og öðrum heimskum skepnum....  Ég hef stutt nokkur stjórnmálaöflin og nú er ég svag fyrir einhverju nýjuWink

 

 

 


mbl.is Útlit fyrir almenna hækkun tekjuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Satt er það Sigrún mín, ekki er staðið við neitt og ég veit eiginlega ekki hvernig fólk fer að því að lifa, kannski er það gamla góða nýtnin sem kemur til, en varla dugar það til öllu lengur.
Ömurlegt líf sem margur þarf að sætta sig við.

Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2011 kl. 21:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá þér Sigrún mín, já við leitum að einhverju nýju, það eru þróun í gangi sem ég vona að verði eitthvað af þar sem grasrótin er svolítið að tala sig saman, þau sem hafa staðið fyrir mótmælum, borgarafundum og slíkum uppákomum.  Þau eru úr mörgum flokkum og það virðist vera helsta áhugamálið að breyta til og fara að hugsa um þjóðina en ekki elítuna.  'Eg lít til þessa fólks með björtum augum, svo er að sjá hvað verður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2011 kl. 22:11

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2011 kl. 17:17

4 Smámynd: Dagný

Nákvæmlega. Ég sko líka orðin dauðleið á því að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gerir i þessari blessuðu stjórn. Og það er fullreynt að þessir stjórmálamenn hafa ekki það sem þarf til að hjálpa þjóðinni úr ógöngunum. Eitthvað annað takk!

Dagný, 24.10.2011 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband