Leita í fréttum mbl.is

Er lífið bara lotterý?

lottokulur_1025767.jpgFyrir ca. 15 árum síðan var ég í þeim sporum að vera orðin einstæð móðir tveggja unglinga í ótryggri afleysingavinnu sem nýútskrifaður sjúkraliði.  Bankastjórinn minn var heimilisvinur og kær frændi sem ég að sjálfsögðu leitaði til á þessum tímamótum.

Hann fór yfir stöðuna með mér og sagði svo:  Sigrún mín, spilar þú ekki í neinu happdrætti....ég held þú verðir að gera það, því það er þín eina von!

Síðan hefur lífið verið bölvað basl.  Kaupi stundum lottómiða, þegar ég man og ef ég er með einhverjar krónur í veskinu en hef ekki ennþá dottið í þann lukkupott.

Ég hef bæði verið virk í starfi launþegahreyfinga og eins í flokkspólitísku starfi.  Á þeim vettvangi beitti ég mér ítrekað fyrir bættum kjörum láglaunafólks.  Fyrsta ályktunin sem ég skrifaði um "réttlátan framfærslugrunn" fór frá mér á árinu 1998 við afar dræmar undirtektir þeirra sem þá voru í forystu launþegahreyfingar.  Enginn hafði áhuga, en ég hélt samt áfram að "álykta" og vinir mínir í "flokknum" leyfðu mér að senda þetta út og suður í þeirra nafni;-)

Mér bættist aldeilis liðsauki þegar frænka mín Harpa Njáls, og prófessor Stefán Ólafsson birtu svartar skýrslur um framfærsluafkomu og fátækt á Íslandi.  Bæði voru kölluð til og látin upplýsa "félagshyggjuflokkana" um þessa ósvinnu og nú skildi blásið til sóknar "gegn fátækt" í nokkrum kosningum þar á eftir....bæði í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum.

Flokkurinn "minn", nýtti sér mig og leyfði mér að tala óhindrað um afkomu láglaunastétta og bótaþega.  Flokkurinn "minn" komst alltaf í ríkisstjórn og var ég nokkuð sátt við það, þar sem ég gæti þá komið mínum hugmyndum áleiðis milliliðalaust...

Auðvitað meinti flokkurinn minn ekkert með þessu, það sá ég þegar níðvísur um Hörpu Njáls voru hengdar upp í eldhúsi/setustofu flokksskrifstofunnar fyrir kosningarnar 2003 að mig minnir, þegar þáverandi framkvæmdastjóri flokksins var í framboði og varð að loknum kosningum félagsmálaráðherra 2003 - 2006..

Fljótlega upp frá þessu missti ég trúna á að einhver vilji væri til að lyfta kjörum láglaunafólks og að reiknað væri út framfærsluviðmið til notkunar fyrir launþegahreyfingu, tryggingastofnun og sveitarfélög svo tryggja mætti að enginn hefði laun/bætur undir lágmarks framfærsluþörf.

Auðvitað átti ég, skynsöm konan, að vera fyrir löngu búin að gera mér ljóst að ekki var von á efndum hjá pólitíkusum......en launþegahreyfingin?  Fyrir hverja starfar það bákn?

Ég komst ekki á fundinn um fátækt í ráðhúsinu þann 8. september s.l. en var bent á slóðina

http://hjariveraldar.is/   

Ég horfði á fundinn í nótt og verð að viðurkenna að það voru blendnar tilfinningar sem bærðust í mínu brjósti.  Ég var glöð yfir því hvað margir voru orðnir meðvitaðir um þörfina fyrir opinbert framfærsluviðmið en ég var líka sorgmædd yfir því að pólitíkusar, sem þarna voru eins og t.d. Ögmundur, Björk og Þorleifur sem lengi hafa verið viðloðandi "velferðarmálin" og setið fundi með Stefáni Ólafs og Hörpu Njáls í aðdraganda kosninga mörg ár aftur í tímann skulu enn og aftur fá tækifæri til að tala eins og þau hafi verið algjörlega grunlaus um ástandið....  Hvað hefur þetta fólk verið lengi í þeirri aðstöðu að geta komið þessu í framkvæmd?  Nú er mál að linni - hættið að tala/lofa - framkvæmið strax!  Hvað tekur það velferðaráð Reykjavíkurborgar langan tíma að hækka grunnbætur í þá upphæð, sem bæði Björk og Þorleifur hafa staðnæmst við ca kr. 160.000.- (allt of lágt að mínu mati, en einhverstaðar verður að byrja) - Það ætti að vera rúmur meirihluti fyrir þessari breytingu......ef viljinn er raunverulegur.

Alþýðusambandið með Gylfa Arinbjörns í forsvari ætti að skammast sín og tjá sig sem minnst.  Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur í mörg ár verið til skammar og ég hef aldrei skilið þá "pólitík" verkalýðsins að kjósa sér til forystu fræðinga af öllum gerðum í stað þess að virkja einhvern úr grasrótinni. 

Það var mikill munur á málflutningi Gylfa og Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness.  Villi var flottur:)  Guðbjartur Hannesson, nýr velferðarráðherra lofar líka góðu og ég er svo sannarlega tilbúin að gefa honum séns.  Skagamennirnir, Villi og Gutti voru ljós þessa fundar, og ég vona svo sannarlega að í sameiningu geti þeir framkvæmt það sem til þarf, svo Ísland geti kallað sig "velferðarsamfélag".

Annars þakka ég fyrir góðan fund og vona að í nánustu framtíð geti launþegar/bótaþegar treyst á launaumslagið sitt en þurfi ekki að treysta á happdrættis- eða Lottó vinning sér til framfærslu;)

 


mbl.is Enginn með lottótölur réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa góðu grein bloggvinkona.Ef að þjóðfélagið ætti fleira fólk eins og þig væri margt öðruvísi hér.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 13:54

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk Ragna mín....við yrðum sko góðar saman, það er ég handviss um:)

Sigrún Jónsdóttir, 12.9.2010 kl. 14:02

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín góða Sigrún, vel farast þér orð eins og svo oft áður. Ég veit hreinlega ekki sjálfur hversu gott eða slæmt ástandið er, eða hversu verra það er hvað fátækt varðar fyrir eða eftir hrun. HItt veit ég þó, að óteljandi fjölskyldur og einstaklingar er undan neinu höfðu að kvarta árið 2007, en spenntu þá bogan samt sem áður hærra og hærra, þannig að strengurinn slitnaði að lokum, lætur margt hvert hæst nú og kveinkar sér mest. Með öðrum orðum, að hluta til er ekki allt sem sýnist, þó vissulega alveg eins og þú tíundar, sé þetta bæði viðfangsefni og vandamál frá fyrri árum og að "fátæktarhjólið" hafi ekki verið fundið upp 2007! Það er svo afskaplega afstætt hvernig ákveðnar upphæðir nýtast fólki mín kæra, 160000 á mánuði geta vel nýst einstaklingi sem til dæmis situr ekki uppi með lán frá dellunni á sl. árum (er kannski átta ára eða eldra lán og þá ekki heldur nema svona 60 eða 80% af upphaflegu kaupverði) það þekki ég bæði á eigin skinni og fleiri. Auðvitað yrði ekki mikið eftir til veitingar eftir að öll útgjöld hafa verið greidd, en slík upphæð og jafnvel lægri dugir í mörgum tilfellum. Þar sem svo t.d. tveir eiga í hlut og tekjurnar eru svona 300000 nettó, getur þetta sömuleiðis gengið og gerir það af gefnum þessum forsendum, að fólk hafi ei tekið þátt í "Gullkálfsdansi" verið skynsamt og laust við græðgi!

En hvað um það, það var semsagt garmurinn ÁRni Magg sem þú ert væntanlega að tala um sem var félagsmálaráðherra? Hanns minnist ég einkum fyrir tvennt, ömurlegrar framgöngu gagnvart VAlgerði Bjarna, sem hann var síðan dæmdur fyrir og ræðunni frægu er hann veifaði DV og hneykslaðist á úttekt blaðsins fyrir hönd fv. ónefnds forsætisráðherra og seðlabankastjóra!Ekki fallegt!

En Gylfi er víst Arnbjörnsson Sigrún og einhver myndi nú segja um Ögmund er það ekki, að hann hafi nú komið úr grasrótinni allt til þess að verða formaður BSRB? til rúmlega tuttugu ára?

haha, meiri langlokan og gæti sagt miklu meir, en látum þetta duga.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.9.2010 kl. 14:43

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kæri Magnús, bloggvinur minn með meiru:)

Þegar reiknuð er út lágmarks framfærsluþörf skal ganga út frá því að viðkomandi eigi ekki skuldlítið húsnæði.....  Hafa skal í huga að lágtekjufólk, hefur ekki efni á eigin húsnæði.  Mið skal við meðaltals húsaleigu, sem myndi þá taka stóran hluta þessara kr. 160.000.- ;)  svo skal étið, klæðst og jafnvel þrifist;) 

Annars tíunda vinir mínir Stefán Ólafs og Harpa frænka mín Njálsdóttir við hvað skal miðað þegar títt nefndur framfærslugrunnur skal gerður í skírslum/bókum sem þau hafa gefið út svo ekki vantar fræðilegar rannsóknir fyrir pólitíkusa að fara eftir;)

Ójú....Árni Magg var maðurinn:(  og níðvísan hengd upp með hans vitund:(

Ögmundur datt inn í forystu BSRB af því að hann var þekkt andlit af skjánum....og engu öðru...

Sigrún Jónsdóttir, 12.9.2010 kl. 14:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær færsla hjá þér Sigrún mín, og hárrétt.  Það vantar alveg í pólitíkinia að hlusta á grasrótina.  Þau hafa gleymt okkur svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2010 kl. 17:52

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir kæra Ásthildur....já við erum í raun bara "atkvæði"...

Sigrún Jónsdóttir, 14.9.2010 kl. 00:06

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott skrif að vanda Sigrún mín, yfirleitt gleyma menn öllum nema sjálfum sér.
Sammála er ég þér og þú ert alveg frábær kona

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2010 kl. 14:34

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk og sömuleiðis Milla mín :)

Sigrún Jónsdóttir, 14.9.2010 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband