Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Nafli alheimsins !

er að sjálfsögðu á Suðureyri v/ Súgandafjörð Wink

Ég hafði ekki komið heim á Suðureyri í nokkur ár og var komin með svæsna "heimþrá" .  Mikil menningarveisla sem var í boði Act alone með stórkostlegum atriðum voru auglýst... og æskuvinkona mín  Eygló Einarsdóttir, sem býr í Svíþjóð var mætt á svæðið ásamt annarri æskuvinkonu Kolbrúnu Högnadóttur, Vesturportara  Þetta var of gott til að láta fram hjá sér fara ! 
Við restin af þessum æskuvinkonuhóp... ég (sem á bíl) og Eyrún Guðbjörnsdóttir, sem á hús (ásamt systkinum sínum) á Suðureyri.... ákváðum að láta slag standa og drífa okkur af stað.. Keyptum okkur nesti en enga nýja skó og komum vinkonum okkar skemmtilega á óvart :)
Við vorum komnar í þennan nafla alheims um kl. 18:00 síðdegis á föstudaginn... byrjuðum á því að koma við í Kaupfélaginu og fengum okkur "síðdegisdrykk" - röltum svo upp í Rauðu höllina (óðal Eyrúnar og Co.. )... sjænuðum okkur og dreyptum á nestinu....  (eins gott að sjæna sig... kannski væri gamall kærasti á svæðinu Blush )
Ætluðum síðan að fara á einleik í Félagsheimilinu Með honum Bjarna Hauki (Hellisbúa), en því miður var allt orðið yfirfullt og við komumst ekki inn.... þá var aftur til setunnar boðið í Kaupfélaginu og "síðdegisdrykkir" sötraðir og spjallað við vinina... Kl. 22:00 var svo komið að tónleikum í Þurrkver með elskunni okkar Vestfirðinga honum MUGISON ! Eftir að þeirri dásemd lauk var komið að trúnóstund og "næturdrykkjum" hjá okkur vinkonunum ásamt Önnu Bjarnadóttur og Lillý Gullborg.

Okkur ber engan vegin saman um hvenær við fórum að sofa.... Cool

Á laugardeginum var áfram boðið upp á fyrsta flokks menningu...  Byrjuðum kl. 14:00 á gamla heimilinu mínu, þar sem bróðurdóttir mín Björg Sveinbjörnsdóttir bauð upp á "hljóðin í eldhúsinu" ásamt pönnukökum og kaffi... þ.e.a.s. upptökur sem mamma mín hafði tekið upp á segulbandstækið sitt í eldhúsinu heima fyrir u.þ.b. 30 - 35 árum síðan.  Fyrir mig persónulega var þetta súrealýskt.. lokaði augum, fann pönnukökulykt og mamma (sem lést árið 2000) var að spjalla við gesti (aðallega börn),og raulaði og söng með börnunum.... kökkur í hálsi og gæsahúð!  Ekki hægt að toppa þetta (fyrir mig persónulega) hélt ég.... en veislan hélt áfram.....

Eftir "mömmu" var aftur haldið í Kaupfélagið.... minnir mig (áttum soldið heima þar finnst mér)... "síðdegisdrykkir" og plokkfisksamloka!   PLOKKFISKSAMLOKA - algjör snilld, uppfinning Ársæls, verts í Kaupfélaginu.

Inga Lára Þórhallsdóttir bættist í hópinn, fannst svo gaman með okkur stelpunum að hún ákvað að þiggja svefnpláss í "rauðu höllinni" og vera með okkur fram eftir kvöldi... nóttu Tounge

Kl. 19:00 fórum við á einleik/stórleik Víkings Kristjánssonar vestfirðings og Vesturportara, sem nú er líka orðinn tengdasonur Súgandafjarðar Whistling  Eitt orð yfir þetta verk og flutning..... Frábært!
Næst á dagskrá var Jói Sandari... Jóhannes Kristjánsson Eftirherma, sem rifjaði upp mikið af sínum góðu gullkornum.  Jói var með mér á Núpi og systur hans Guðný og Elísabet eru gamlar vinkonur mínar...  Guðnýju hitti ég þetta kvöld og það var yndislegt en Elísabet er látin fyrir nokkrum árum síðan, langt um aldur framHeart.
Jói var góður og ég hló.. ég hló, ég skelli skelli hlóGrin.

Síðast á dagskrá laugardagskvöldsins voru tónleikar með Bjartmari Guðlaugs.... Æði pæði, frábært að hafa svona original forsöngvara þegar maður  fer í svona "sing along" partý Cool
Dagurinn/kvöldið ekki búið þótt Act alone dagsskrá dagsins væri tæmd....  Eftir skemmtilega heimsókn í Kaupfélagið, þar sem við hittum nokkra hressa Grímseyinga.  Við buðum þeim með okkur í "The Partý" heima hjá Einari syni Eyglóar (og pínulítið okkar allra ) ..Wizard  Það er skemmst frá því að segja að þetta kvöld voru lögð drög að því að Grímsey og Suðureyri yrðu gerðir formlega að "vinabæjum"....   Grímseyingarnir, sem eru tvenn vinahjón voru á ferðalagi um vestfirði ásamt börnum sínum.... höfðu að sjálfsögðu skilið Suðureyri útundan í þessari ferð sinni eins og svo allt of margir gera...  Á laugardeginum voru þau á heimleið og komin inn í Hestfjörð (um 70 km.) þegar þau heyrðu auglýsta tónleikana með Bjartmari .... Þessar elskur snéru við á punktinum, mættu í fallega fjörðinn okkar og snarféllu!  Þau voru dolfallin... voru búin að skoða alla fallegu vestfirðina en komust að því að "perlan" sjálf hafði verið útundan...InLove  Fallegasta og snyrtilegasta þorpið.. fullt um að vera og fólkið yndislegt, vingjarnlegt og traustvekjandiHeart
Anna Bjarna hefur tekið að sér sundkennslu í Grímsey (vor og haust) Happy

Við skiptumst á "vinabæjar" söngvum þetta kvöld og daginn eftir þegar við hittum aðra fjölskylduna á heimleið okkar allra... talaði húsbóndinn um að hann væri kominn með "Gömlu fötuna" á heilann og að við mundum tvímælalaust hittast á sama tíma að ári Whistling

Sögum ber ekki saman um háttatíma okkar stelpnanna eftir þennan dag.....Ninja

Sunnudagurinn - síðasti dagurinn á Act alone og heimfarardagur....
Inga Lára ræsti okkur Eyrúnu fyrir hádegi....  og síðan var skundað í matarboð til Ævars Einarssonar, vinar okkar og frænda.  Það var SKÖTUVEISLA í Tennsen Whistling  Nú erum við allar innvígðar í HeartSkötuklíkuna, sem fer sífellt stækkandi Cool  Skatan var frábær og Ævar yndislegur.

Klárað að ganga frá í rauðu höllinni áður en við mættum í kirkjuna... því auðvitað fórum við í messu Halo

Í kirkjunni voru tónleikar Eyrúnar Arnardóttur ungrar konu, sem er fædd og uppalin á Suðureyri..... yndislegur tónlistarmaður sem syngur og semur eins og engill og tónleikar hennar áttu svo sannarlega heima í kirkjunni okkar á Suðureyri.  Eyrún er mögnuð Heart 

Yndislegur endir á frábærri menningarhátíð fyrir okkur vinkonurnar, sem þurftum svo að bruna aftur "suður" til að sinna vinnu og svoleiðis leiðindum...  En við förum aftur.. við förum alltaf aftur Cool

P.s. Missti því miður af einleik eftir  frænku mína Margréti Örnólfsdóttur í flutningi systur hennar  Álfrúnar Örnólfsdóttur sem sýndur var á fimmtudagskvöldið og fékk mjög góða dóma frá fólki sem sá verkið..
Auðvitað sá ég ekki allt sem í boði var, þótt ég væri á staðnum... ég þurfti auðvitað líka að tala við fjöllin og fólkið að ógleymdum firðinum Smile

Þessi pistill er sérstaklega settur hér á bloggið fyrir bróðir minn sem býr í Ástralíu og neitar að koma á facebook.... Kissing


Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband