Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Beatles forever !

Ég hef alltaf verið Beatles aðdáandi.  Þeir voru alltaf nr. 1 hjá mér og eru ennWhistling  Mér fannst einfaldlega enginn komast með tærnar, þar sem þeir voru með hælana.
_g_og_synirnir_1189228.jpgÞetta hafa allir í kringum mig vitað og virtWink  Synir mínir hafa t.d. alltaf verið meðvitaðir um þetta og á tímabili hélt ég að ég hefði hreinlega staðnað í tónlistarsmekk með þessa snillinga á fóninum...  Ég komst samt að því að ég gat fallið aftur og fyrir öðrum tónlistarmönnum þegar annar sonur minn kynnti mig fyrir Queen og hinn fyrir Metalica, ó já Smile
Systurdóttir mín sem er 11 árum yngri en ég vissi þetta líka alltaf.... Þegar hún var 8 ára fór ég 19 ára skvísan til Englands og dvaldi þar í nokkur ár.  Henni fannst það örugglega frekar ævintýralegt og spurði hvað ég ætlaði að gera þar.  Ég sagði henni víst að ég væri að fara að hitta Bítlana og svo ætlaði ég kannski í te hjá drottninguCool

 sigga_-_skotuveisla_2007_1189230.jpgSigga frænka minnti mig reglulega á þetta og spurði mig frétta af þessum vinum mínum í hvert sinn sem ég kom heim í heimsóknLoL
Seinna fór hún sjálf í nám til Englands og við höfum því þennan enska bakgrunn sameiginlegan.
Það var svo fyrir algera tilviljun að hún rakst á auglýsingu um tónleika sem halda ætti í Hörpunni á þessu ári.  Ég átti stórafmæli í lok síðasta árs og hún benti sonum mínum á að ég yrði örugglega ánægð með að fara á þessa tónleika.....  Bítlarnir, hvorki meira né minna.  Reyndar heita þeir The Bootlegg Beatles... og þau keyptu fyrir mig 2 miða og gáfu gömluWizard
Ég get sagt ykkur það svona prívat og persónulega.... að þegar þeir birtust á sviðinu fór ég að gráta og næstu 2 klukkutímana eða svo féllu oft tár.... bæði trega og gleði tár.  Ég dansaði og öskraði, söng og trallaði - Þessir tónleikar voru alveg frábærir og ég varð aftur 18.... Takk elsku þið sem komuð mér þangaðInLove


Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband