Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
25.10.2010 | 11:36
Má ekki - get ekki - kemst ekki!
Dagurinn í dag, sem var reyndar í gær! Þessi stóri og merkilegi dagur, sem ég hef alltaf verið svo hreykin af.
24. október 1975 og ég ung konan var nýflutt heim frá Englandi, þar sem konur létu kúga sig, allavega samanborið við íslenskar kjarnakonur.
Ég vann þá á skrifstofu í miðbæ Reykjavíkur og við konurnar löbbuðum út! Nei við mættum bara ekkert í vinnu þennan daginn minnir mig! Karlarnir sem eftir sátu voru bara ánægðir með þetta minnir mig....allavega voru engir eftirmálar.
Íslenskar konur eru flottastar, svo klárar, svo gáfaðar að ég fæ stundum tár í augun af einskærri aðdáun.... Svo standa þær saman í baráttunni fyrir launajafnrétti. Þess vegna ætla þær að ganga út af sínum vinnustöðum í dag kl. 14:25 til að undirstrika það að skv. hinu landlæga meðaltali hafa konur þá skilað því vinnuframlagi, sem laun þeirra segja til um.
Ég er sjúkraliði og starfa við umönnun fólks með heilabilunarsjúkdóma. Ég mun mæta á mína kvöldvakt í dag og vinna fullan vinnudag. Ég vildi að ég gæti tekið þátt í þessum "kröfudegi" kynsystra minna, en það er bara ekki í boði. Fólk sem vinnur við umönnun sjúkra, getur ekki "gengið út" af sínum vinnustað. Það væri óábyrgt og óafsakanlegt. En almáttugur, ef einhvertíma var þörf þá er núna nauðsyn.
Sjúkraliðar undirrituðu kjarasamning á dögunum.........til tveggja mánaða! Hafið þið heyrt hann betri? Á fjölmennum fundi, sem ég sótti í síðustu viku var farið yfir stöðuna. Samningar höfðu verið lausir í rúmt ár. Fjölmennar karlastéttir, sem við miðum laun okkar gjarnan við hafa gert sína samninga á þessu tímabili. Þar er um að ræða lögreglu- og sjúkraflutningamenn/konur. Þessar starfstéttir eru ennþá mannaðar karlmönnum í meirihluta. Ekki náðist samkomulag um að við fylgdum þessum stéttum áfram í kjörum..... Það er árið 2010. Þessar starfstéttir deila með okkur sjúkraliðum námstíma, ábyrgð og álagi. En okkar stétt er mönnuð konum í miklum meirihluta = kynbundið launamisrétti
Ég bið ykkur kæru kynsystur að minnast okkar sem ekki komumst á þennan hátíðarbaráttufund í dag og mikið yrði ég glöð, ánægð og síðast en ekki síst hreykin af ykkur ef þið dembduð svo sem einni ályktun til stuðnings okkur sjúkraliðunum frá fundahöldum ykkar víðsvegar um landið.
Kæru kynsystur sýnið okkur sjúkraliðum nú í verki að þið "þorið, getið og viljið" Gleðilega hátíð - ég verð svo sannarlega með ykkur í anda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson