Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Bjórverksmiðja varð að banka....eða hvað?

Ef framtíð unga fólksins er utan Íslands er ég ansi hrædd um að framtíð okkar sem eldri erum sé ekki mjög björtFrown

Hvernig í ósköpunum var hægt að fara svona illa með okkar litlu "duglegu" þjóð?  Er einhver ábyrgur?  Er þetta bara venjuleg kreppa/lægð í efnahagslífinu sem skítur reglulega upp kollinum hingað og þangað um veröldina?

Nei þetta er að mestu heimatilbúin vandi, runnin undan rifjum gráðugra og misviturra stjórnmálamanna og gráðugra misviturra manna úr viðskiptalífinu.

Munið þið þegar Bjöggarnir komu heim með Rússagullið?  Snillingur var hann, Bjögginn sá yngriJoyful  Bjórverksmiðja varð að gulli og gersemum í höndunum á honum og hann keypti eitt stykki banka, bara si svonaWhistling   Hvað eru nú aftur mörg ár síðan?  og bíðið aðeins, af hverju þurftu þeir lán í gamla Búnaðarbankanum, þessum sem Finnur,  Ólafur og hinir framsóknarmennirnir fengu að kaupa, ef þeir voru svona fjáðir eftir bjórverksmiðjuævintýrið???W00t

Af hverju eru engir fréttamiðlar að spyrja þessara spurninga?  Var kannski ekkert Rússagull og þurftu Bjöggarnir bara að eignast banka til að geta fjármagnað "alvöru" viðskipti annars staðar í veröldinni með íslensku sparifé og þegar það dugði ekki til var bresku og hollensku  sparifé bætt viðSick

Mér skilst að allavega annar Bjögginn sé skráður fyrir ýmsum eignum...ég fer fram á það við erkifíflin í Sjálfstæðis- og framsóknarflokki, sem seldu Bjöggunum bankann á sínum tíma að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að endurheimta eitthvað af  þessum eignum og að þangað til opni þeir ekki á sér þverrifuna um nein önnur málefni er varða almannaheill í þessu landiAngry

Hólmdís Hjartardóttir, hjúkrunarfræðingur, bloggvinkona mín og mótmælasystir yfirgefur landið í dag.  Hún er ein af þeim fjölmörgu sem er orðin að flóttamanni frá Íslandi  hér kveður hún okkur að sinniFrown

 


mbl.is Framtíðin utan Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjögurra ára fararstjóri:)

robert_skuli_heldur_um_styri.jpgAmma, klukkan er sex núll átta!  þessu var hálf hvíslað í eyrað á ömmunni á þessari ókristilegu 8. minútu yfir 6 í morgun!Sleeping

Þá hófust hefðbundnar samningaviðræður milli Róberts Skúla og ömmunnar.  Pissuleyfi fékkst hjá RS kl. 6:15 en amman hélt í sér svo raskið yrði ekki of mikiðWink.  Því næst voru nýjustu bókmenntirnar sóttar fram í stofu og upplestur hófst úr Hr. Subba.  Amman dormaði en þurfti samt að vera til svars þegar eitthvað þarfnaðist frekari útskýringa eins og t.d. ;  Amma hvað þýðir handan við skóginn?  og... Amma er lækur vatn?Smile

Kl. 6:58 var ekki lengur til liggjunnar boðið.  Það var sko örugglega kominn dagur - það heyrðist eitthvað frá Sæbrautinni - bílarnir voru vaknaðirGrin

Hverjir halda um stýrið?Whistling


Hafið þið heyrt hann betri..?

Bogmaður:" Þér væri hollt að hlusta á fjármálaráðleggingar fagmanna. Gerðu allt sem þú getur til þess að bregða út af vananum í dag"  Hahahaha......W00t

Eru þeir til fagmennirnir í fjármálaráðleggingum í dag?  Voru þeir einhvern tíma til?

Sjóvá var gamla tryggingafélagið mitt.  Ég er mjög íhaldssöm á svona hluti en var farið að blöskra svo okrið hjá þessu tryggingafélagi, sem ég hafði haft viðskipti við í tugi ára að ég skipti um félag s.l. sumarWoundering.  Hafði samt grun um að það skipti litlu máli þegar til lengdar léti en iðgjöldin lækkuðu eitthvað tímabundiðErrm.

Ég færði mig ekki yfir í VÍS, fannst það sama okurfyrirtækið, enda var framsóknar S-hópurinn búin að mjólka það félag undir stjórn FinnsPinch

Þessi bogmaður hérna er orðin ansi þreyttur á spillingarfréttum af "fjármálasnillingum" meints "góðæristíma" og vangefnum stjórnmálamönnum sem kunna ekki að skammast sín fyrir gjörðir flokkanna sem þeir starfa fyrirSick

Spunameistarar stjórnmálaflokkana halda áfram með bullið eins og ekkert hafi í skorist. 

Ég ætla að taka mér smá sumarfrí frá fréttum og bloggi.....

Love & peace manInLove

 


mbl.is Hefðu ekki getað tekið við viðskiptavinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband