Leita í fréttum mbl.is

Hitt og þetta......

Aðallega þetta:

Hjartaáfall, 11.05.09....hætti að reykja frá og með þeim tímapunkti....allt gengið lygilega vel....fitnað og þ.a.l. þyngst að einhverju marki... bömmer, en hvað með það!   Þetta hefur verið pís of keik miðað við áfallið sem ég varð fyrir í dag!  Ég varð netlaus....ekkert  internet í heilan sólarhring.... 

Ekkert hægt að sýsla (harvesta eða plægja) á Kvíanesi, heilsársbústaðnum mínum í Farm town, eða Farmwille eða farmfriends eða hvað þetta heitir nú allt saman sem heldur í mér lífinu þessa dagana meðan Ísland sekkur!!!!

Get ekki sent vinum mínum hjarta eða rós, get ekki fylgst með á blogginu hennar Láru Hönnu larahanna , get ekki lesið skynsömu/skemmtilegu pistlana hjá bloggvinum mínum eða netmiðlana,sem hafa haldið mér við efnið síðan „Guð þurfti að blessa Ísland“í den!

Ég er fíkill, ég er netfíkill.....en mig langar ekkert í meðferð.  „Fixin“ sem ég fæ með því að fara „inn á netið“ eru ekki krabbameinsvaldandi eða á neinn annan hátt tengd þeim sjúkdómum sem mig hrjá.  Heilbrigðiskerfið á ekkert eftir að „blæða“ vegna míns vesaldóms við tölvuna!

Ég reykti í u.þ.b.  35 ár og var orðin stórreykingarmanneskja síðustu árin.  Hafði oft „reynt“ að hætta, en ekki tekist  vegna......aðallega vegna þess að mig langaði ekki til að hætta!  Nú er ég hætt...og hafiði það!  Fann þennan tímapunkt og aðstæður sem virka.....en bara fyrir mig.   Gæti ekki haldið námskeið fyrir aðra sem vilja hætta, vegna þess að ég geri mér grein fyrir því að það sem virkar fyrir mig er algjörlega bundið við mína persónu en ekki  aðra í sömu stöðu.....því miður fyrir hinaTounge

þegar ég fékk fréttirnar af því að ég yrði að vera án internetsins næsta sólarhringinn, helltust yfir mig öll þau fráhvarfseinkenni sem ég hef átt að venjast í „reykingarstoppum“ hingað til....ég snöggreiddist, leið illa og varð óróleg....shit.....ég varð virkilega pirruð!......en mig langaði ekki í sígarettu Wink.....bara internetiðWhistling!

Ég fékk fréttir af því í dag....áður en ég missti netið, að það væri ekki meirihluti fyrir því á Fróni að ganga í Evrópusambandið!  Ég skil ekki svona fréttir...... hvernig getur fólk gert upp hug sinn áður en það fær einhverjar staðreyndir  á borð?  Hvað vill fólkið?   Hvað vill það ekki?....  Er fólk sátt við það að einhverjir „sægreifar“ njóti auðlindanna í sjónum í kringum Ísland, en ekki hinn almenni þegn???  Hefur hinn almenni þegn notið auðlindanna í sjónum í kringum Ísland verandi utan ESB?  Gæti ég hugsanlega fyllt ísskápinn minn af ódýrari matvöru í skiptum fyrir auðlindina sem einhverjir útvaldir eru að græða á núna.....gæti ég hugsanlega grætt eitthvað á einhverju sem hefur aldrei skipt mig nokkru máli af því að ég hafði ekki aðgang að því.........   Gæti ég hugsanlega haft annarra hagsmuna að gæta en forsvarsmenn LÍÚ?  Ég bara spyr!....og vil svör! 

Fyrirfram myndi ég ætla að hagsmunir mínir fari ekki saman með hagsmunum LÍÚ greifanna....en hvað veit ég?Woundering

Ég á bæði góða vinkonu í Svíþjóð og bloggvin í Svíþjóð, sem eru algjörlega á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið.   Þótt ég elski þessa vinkonu mína og beri virðingu fyrir hennar skoðunum og bloggvinarins, þá verð ég að segja að þeirra skoðanir eru ekki endilega það sem ég er að fiska eftir varðandi mína endanlegu niðurstöðu um ESB.  Þau virðast allavega hafa það ágætt í þessu innmúraða – reglugerðar - ESB bákni sem Svíþjóð er.   Ég ætla bara að hugsa um mína eigin afkomu og afkomu mér nátengdra þegar ég tek þessa ákvörðun!!  Röðin er einfaldlega komin að mér og mínum!

Mín endanlega niðurstaða verður fengin að afloknum aðildarviðræðum, þegar ég fæ að sjá það svart á hvítu hvort mín persónulega afkoma verður betri eða verri  við inngöngu en hún er nú!   Þannig er það nú bara.   ÉG og mínir.  Ég missti nefnilega  af góðærinu..........og nú er röðin komin að mér...sorrý fólks!Cool

Ég skal alveg viðurkenna það að ég hef haft það helvíti skítt undanfarin ár hér á þessu farsældar Fróni.  Án þess að fara út í smáatriði skal það upplýst að ég stóð ein uppi með tvo unglingsdrengi árið 1997....með skuldabagga  og brostna drauma.....

Ef ég hefði búið í ESB landi eins og t.d. Svíþjóð eða Danmörku, hefðu drengirnir mínir fengið umtalsverða aðstoð til að halda sig í námi og klára sitt nám.  Ég veit það, vegna þess að ég var í sambandi við vinkonu sem flutti  út „með allt niður um sig“ til Danmerkur um þetta leiti.

 Á Íslandi var þessi aðstoð ekki til staðar......vegna þess að mamma þeirra var í vinnu og hafði tekjur yfir viðurkenndum framfærslumörkum íslenskra yfirvalda.  Mamman er sjúkraliði  og þangað til „Guð þurfti að blessa Ísland“ var sjúkraliðastarfið  samt talið vera  láglaunastarf..........Skuldabagginn, sem fylgdi mér út úr hjónabandinu var ekki til staðar í reiknilíkani íslenska velferðarkerfisins.....

Látum það vera að mamman hefði þurft að kosta nám sonanna.....sem hún gerði ekki, af því að hún gat það ekki.... ( þeir hafa sjálfir unnið fyrir sínu námi....enda duglegir drengir!)  En það hefði lagað móralinn hjá mömmu greyinu ef hún hefði getað gefið þeim almennilega að éta annað slagið....sem hún gerði reyndar.....en það kostaði....neyslulánin viðhéldu stoltinu!

Þess skal getið að drengirnir hafa samt báðir stundað nám....verknám, sem gerði þeim kleyft að lifa og læra! ....venjulegt menntaskólanám, sem er undanfari háskólanáms var ekki inni í myndinni, enda er ekkert jafnræði til náms hér á landi....það vita þeir sem vilja vita!

Svo komu fréttirnar frá vinkonunni í Danaveldi.......námsstyrkur í menntaskóla.......styrkur vegna námsgagna... framfærslustyrkur...nefndu það!!....Danski bankinn bauð þeim að kaupa húsnæði....en halda samt áfram að borga af ísl. Skuldum!  Sjitt!!!.........Framfærslumörk.....lærði þetta orð....það greyptist í huga sjúkraliðans!

Ó key, norræna velferðarkerfið.....ekki rugla því saman við ESB. 

En lægra matvöruverð og lægri vextir af lánum og siðareglur bankanna vegna framfærslugetu kúnnanna  voru vegna áhrifa frá ESB bákninu....þar gilda einfaldlega þær reglur að ekki megi rukka kúnnann þannig að ekki sé afgangur fyrir eðlilegri framfærslu viðkomandi.

Við, ísl. Kotbúskapsfjölskyldan, barðist áfram ......allir vinnandi , í skóla eða í vinnu með skóla....á kúpunni! SJÁLFSTÆÐIR  ÍSLENDINGAR!  Hvað skilaði það okkur?  ....Ég get alveg sagt ykkur  hverju það skilaði mér ....HELVÍTIS BASLI OG FÁTÆKT!!!.....og niðurlægingu hjá bankastjóranum með reglulegu millibili!

Fréttir síðustu daga hafa sagt okkur af hverju við komumst ekki úr hjólförunum!  Við skiptum ekki máli fyrir þá sem hér settu lög og reglur!  Við vorum „nóboddýs“......algjörlega „nóboddýs“ þrátt fyrir kennitölu, og ríflegar skattgreiðslur til samfélagsins!....annað en formaður Framsóknarflokksins, sem hafði bara rétt rúmar 30.000.- .....segi og skrifa ...þrjátíuþúsund krónur í mánaðarlaun sl. Ár!!! Sick

Kunningja-  vina- og ættingjasamfélagið skilaði okkur þjóðargjaldþroti og í mínum huga þýðir það að það sé komin tími til að við, sem búum og lifum á „litla eylandinu í norðri“ og getum ekki annað, þurfum önnur viðmið.....  Við þurfum að tileinka okkur reglur alþjóðasamfélagsins og siðferði!

Ef það er innan vébanda ESB......þá er ég með.....

Ég á fullt af bloggvinum, sem eru eindregnir andstæðingar ESB aðildar...ég virði þeirra afstöðu...eeen ég vil heyra meira en það að við „töpum sjálfstæðinu“!.....ég hef ekki verið sjálfstæð undanfarin ár...ég hef verið háð helvískum bankanum mínum.....Landsbanka Íslands.....bankanum sem er að takast að gera mig og aðra Íslendinga gjaldþrota  með hjálp hinna bankanna, Glitnis og Kaupþings....Er þetta eftirsóknarvert sjálfstæði?

Ég veit að sem einstæð móðir í göfugu en illa launuðu starfi, hefði ég haft mikið betri fjárhagslega afkomu í einhverju ESB nágrannalandanna.....sem öll eru sjálfstæðar þjóðir með sitt eigið tungumál og menningu....og auðlyndir, sem aðrar ESB þjóðir láta alveg í friði!

Íslendingar hafa verið nettengdir í 20 ár......en höfum við eitthvað lært af þeim samskiptum sem netið býður okkur upp á?  

.....Þetta fenguð þið í hausinn af því að ég var án internetsins í 1 sólarhring.....og hana nú!

.....þið þurftuð samt ekkert að lesa þetta......Tounge


mbl.is Íslendingar hafa verið nettengdir í 20 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldeilis færsla hjá þér mín kæra.  Slæmt með internetið vonandi kemstu í samband fljótlega.  Slæmt með áfallið líka, vonandi er það komið allt í gott lag, og til hamingju með að vera hætt að reykja, skítt með nokkur kíló.

En ég skal segja þér mitt viðhorf til ESB.  Ég tel mig nefnilega vita að við fáum enga fyrirgreiðslu það hefur margoft komið í ljós í viðtölum við bæði ráðamenn þar og svo í aðildarríkjunum.  Ég tel að við séum að berja hausnum við steininn og vonast eftir einhverju sem ekki er til. Þetta bandalaga er nefnilega enginn góðgerðarsamkoma.  Og ég get sagt þér að ég hef rætt við marga í Þýskalandi, Austurríki og Danmörku, allir vara okkur við og segja okkur að halda okkur frá ESB og alls ekki greiða Icesave.  Þetta tel ég að við verðum að hlusta á og taka alvarlega.

En gangi þér allt í haginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gamngi þér áfram vel Sigrún mín...

skemmtilegur pistill

Hólmdís Hjartardóttir, 5.8.2009 kl. 13:50

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Las hvert orð í þessu langa og góða pistli. Sem segir mjög svipaða sögu og mín saga er ásamt stórum hluta landsmanna.

Rut Sumarliðadóttir, 5.8.2009 kl. 14:45

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Assgoti ertu góð þegar þú ert geðvond!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.8.2009 kl. 16:06

5 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Hef sagt það áður og segi það enn mikið rosalega er ég stolt af þér.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 5.8.2009 kl. 16:40

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Taldi þig ekki geta farið í svona ham, við erum þá ekki ólíkar.
Einu sinni fyrir margt löngu var ég að fylgjast með útvarpsleikriti það var
afar spennandi, svo að ég man ekki hvað það hét, eitt kvöldið byrjar það og þá varð að vera hljóð, fór aðeins fram á meðan dó á tækinu, JÆJA mín trillist og kenndi manninum um sem átti náttúrlega enga sök, það kom tilkynning síðar um bilun í útsendingu. þetta var það versta fráhvarf sem ég hef lent í.
Það er nú í lagi að bilast.
Gangi þér vel elskan.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.8.2009 kl. 16:44

7 Smámynd:

Ég þekki það vel að vera einstæð móðir með yfirdrátt ofan á vísaskuld ofan á neyslulán til að börnin geti haft það á svipuðum nótum og aðrir jafnaldrar. En ég vil samt ekki ganga í ESB. Ég hef nefnilega enga trú á að það skili okkur nokkru öðru en leiðindum þegar til lengri tíma er litið. Þá vil ég frekar vera fátækur Íslendingur en fátækur Evrópunóboddí.

, 5.8.2009 kl. 17:14

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit allar.  Mikið rosalega var gott að rasa svona út...

Ásthildur, ég fer ekki fram á neina fyrirgreiðslu mér til handa frá ESB.....ég vil bara losna undan siðspilltum klíkuforingjum Íslands og fá: " lægra matvöruverð og lægri vextir af lánum og siðareglur bankanna vegna framfærslugetu kúnnanna  voru vegna áhrifa frá ESB bákninu....þar gilda einfaldlega þær reglur að ekki megi rukka kúnnann þannig að ekki sé afgangur fyrir eðlilegri framfærslu viðkomandi."

Svo vil ég taka það fram að ég hef ekki tekið endanlega afstöðu varðandi ESB....tel mig ekki hafa forsendur til þess.

Sigrún Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 17:38

9 identicon

Þú ert HELV... góð í þessum pistli þínum, mín kæra. Sammála hverju orði!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 17:42

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk Ásdís mín.....ég veit að þú skilur hvert ég var að fara

Sigrún Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 17:46

11 identicon

Þú ert best Sigrún mín.Sígarettu,netlaus nú eða með hvorutveggja. Kveðja.:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 18:20

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vinir mínir í Finnlandi vara mig og Íslendinga við því að ganga inn í ESB.  Ég er líka netfíkill og ef ég væri netlaus í heilan sólarhring, gæti ég skrifað svona langann pistil líka.  Ég er líka hætt að reykja, núna er komið á sjöundu viku síðan ég hætti.  Ég hef sem betur fer ekki bætt á mig einu kílói, ég má ekki við því.  Ég hætti að reykja til þess að þurfa ekki að borga nýja tóbaksgjaldið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.8.2009 kl. 01:38

13 identicon

Fátt er leiðinlegra en netleysi, alveg ömurlegt :)

DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 10:17

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh frábær pistill sem auðsjáanlega er ritaður í geðvonsku og pirring.  Love you girly!  Ég hef ekki rykt núna í átta mánuði og finn ekki fyrir löngun .....nema.....hehehe 

Ía Jóhannsdóttir, 6.8.2009 kl. 10:55

15 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Mikið er ég smmála Hrönn...þú ert assgoti flott þegar þú ert pirruð! En- ég er að mörgu leyti sammála...maður verður að vita hvað er í boði ÁÐUR en maður hafnar því....og ég væri sko alveg til í að sleppa þessu rugli öllu saman ef það væri í boði...spurningin er bara...hvaða val höfum við????

Flottur pistill...og höggþéttur!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 6.8.2009 kl. 11:06

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gangi þér áfram jafn vel í bindindinu, ég hætti fyrir 18 árum, þetta er allt hægt og þarf ekki að vera mál. Nokkur kíló eru betri en reykurinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2009 kl. 21:39

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

*Frábæruzt*

Framvegiz tek ég af þér netið einu zinni í mánuði, bara til að fá að njóta dona hörkufærzlna frá þér...

& þó ég C Bjartur án EZB, þá hefur þú hárrétt fyrir þér ...

Steingrímur Helgason, 7.8.2009 kl. 00:24

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk öll fyrir innlit og innlegg....love you all

Sigrún Jónsdóttir, 7.8.2009 kl. 00:51

19 identicon

Steingrímur er búin að viðurkenna að hann er BJARTUR ! Er hægt að biðja um meira elsku stelpan flotta?..Þú litar lífið. Og Bjartur í Sumarhúsum líka. ( Sem allt allt of margir hafa misskilið ).Langbrókin á hjara veraldar eða á Raufarhöfn.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 21:06

20 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Til hamingju með 20 ára netafmæli!   :)

Baldur Gautur Baldursson, 8.8.2009 kl. 10:47

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur, ég fer ekki fram á neina fyrirgreiðslu mér til handa frá ESB.....ég vil bara losna undan siðspilltum klíkuforingjum Íslands og fá: " lægra matvöruverð og lægri vextir af lánum og siðareglur bankanna vegna framfærslugetu kúnnanna  voru vegna áhrifa frá ESB bákninu....þar gilda einfaldlega þær reglur að ekki megi rukka kúnnann þannig að ekki sé afgangur fyrir eðlilegri framfærslu viðkomandi."

Svo vil ég taka það fram að ég hef ekki tekið endanlega afstöðu varðandi ESB....tel mig ekki hafa forsendur til þess.

Já ég veit Sigrún mín.  Þú talar um lægra matarverð, það hefur hækkað sumstaðar eins og til dæmis á Spáni.  Matur er ekkert mikið dýrari í Danmörku en hér.  Og ég tel að kjötið okkar sé hreinna og heilbrigðara en í mörgum öðrum löndum.  Það þarf að leysa þrælaböndin af bændunum og leyfa þeim að selja meira sjálfir eigin framleiðslu.  þarna tel ég verið að hygla sláturleyfishöfum. 

Siðspillt eru svo sannarlega íslensk stjórnvöld og lykilmenn, en eftir að hafa rætt við fólk í löndum ESB og lesið og hlustað þá slær siðspillinginn öll met hjá ráðamönnum þar á bæ.  Og takmarkið virðist vera að gera Evrópu að einu ríki með eina ríkisstjórn, her og alles. 

Allt annað getum við lagfært ef við fáum ríkisstjórn sem hlustar og vinnur fyrir fólkið í landinu, en gleymir ekki kosningaloforðum um leið og hún sest á valdastól.

Knús á þig elskuleg mín.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.8.2009 kl. 10:14

22 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

HIPP hipp HúRRA fyrir þér Sigrún!  Og húrra fyrir þessum magnaða pistli þínum. 

    Þar sem hvert orð hittir mig í hjartastað.  Enda einstæð móðir tveggja barna, í lálaunastarfi osfrv. osfrv. eins og þú. 

   Þessvegna vil ég fá að vita hvernig mál standa,  og hvað verður í boði í lok aðildarviðræðna um inngöngu í ESB, og þá mun ég einmitt alveg eins og þú taka afstöðu með sjálfri mér og afkomendum mínum til heilla.

  En ekki LÍÚ og öðrum álíka arðræningjum, sem hafa kúgað íslenska þjóð síðan á stríðsárum, og mergsogið auðlindir landsins sjálfum sér og sínum til handa.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.8.2009 kl. 00:02

23 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Óska þér góðs bata Sigrún mín. Áhugaverður pistillinn líka.

Bestu kveðjur,

Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.8.2009 kl. 00:38

24 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hjartanskvedjur og takklæti fyrir flottann pistil Sigrún mín.

Tú er skörungur  tad er sko ekki neitt sem ég ekki vissi sko.

Stórt fadmlag

Gudrún Hauksdótttir, 12.8.2009 kl. 14:20

25 Smámynd: Ragnheiður

Frábær pistill hjá þér. Hjá hvaða netveitu ertu ?

Ragnheiður , 12.8.2009 kl. 20:01

26 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk allar fyrir innlit og innlegg  Ásthildur mín ég held að við verðum að vera sammála um að við heyrum það sem við viljum heyra varðandi ESB  Í kvöld heyrði ég t.d. um 50% lækkun á landbúnaðarafurðum hjá Finnum eftir inngöngu í sambandið.....

Ragga, yngri sonur minn býr hjá mér tímabundið og komst ekki inn á netið í sinni tölvu....þannig að ráderinn var sendur í "skoðun"!  ég er annars hjá Og Vodafone....

Baldur....góður

Sigrún Jónsdóttir, 12.8.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband