Leita í fréttum mbl.is

Bjórverksmiðja varð að banka....eða hvað?

Ef framtíð unga fólksins er utan Íslands er ég ansi hrædd um að framtíð okkar sem eldri erum sé ekki mjög björtFrown

Hvernig í ósköpunum var hægt að fara svona illa með okkar litlu "duglegu" þjóð?  Er einhver ábyrgur?  Er þetta bara venjuleg kreppa/lægð í efnahagslífinu sem skítur reglulega upp kollinum hingað og þangað um veröldina?

Nei þetta er að mestu heimatilbúin vandi, runnin undan rifjum gráðugra og misviturra stjórnmálamanna og gráðugra misviturra manna úr viðskiptalífinu.

Munið þið þegar Bjöggarnir komu heim með Rússagullið?  Snillingur var hann, Bjögginn sá yngriJoyful  Bjórverksmiðja varð að gulli og gersemum í höndunum á honum og hann keypti eitt stykki banka, bara si svonaWhistling   Hvað eru nú aftur mörg ár síðan?  og bíðið aðeins, af hverju þurftu þeir lán í gamla Búnaðarbankanum, þessum sem Finnur,  Ólafur og hinir framsóknarmennirnir fengu að kaupa, ef þeir voru svona fjáðir eftir bjórverksmiðjuævintýrið???W00t

Af hverju eru engir fréttamiðlar að spyrja þessara spurninga?  Var kannski ekkert Rússagull og þurftu Bjöggarnir bara að eignast banka til að geta fjármagnað "alvöru" viðskipti annars staðar í veröldinni með íslensku sparifé og þegar það dugði ekki til var bresku og hollensku  sparifé bætt viðSick

Mér skilst að allavega annar Bjögginn sé skráður fyrir ýmsum eignum...ég fer fram á það við erkifíflin í Sjálfstæðis- og framsóknarflokki, sem seldu Bjöggunum bankann á sínum tíma að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að endurheimta eitthvað af  þessum eignum og að þangað til opni þeir ekki á sér þverrifuna um nein önnur málefni er varða almannaheill í þessu landiAngry

Hólmdís Hjartardóttir, hjúkrunarfræðingur, bloggvinkona mín og mótmælasystir yfirgefur landið í dag.  Hún er ein af þeim fjölmörgu sem er orðin að flóttamanni frá Íslandi  hér kveður hún okkur að sinniFrown

 


mbl.is Framtíðin utan Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já Sigrún mín.....en ég kem aftur!

En það á að ganga að "eignum" þessara manna.

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2009 kl. 01:44

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fréttamennirnir fá borgað fyrir að spyrja þessarra spurninga ekki?  Er það ekki málið? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.7.2009 kl. 01:59

3 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Þetta er þyngra en tárum taki það sem viðgengist hefur þarna heima. Farðu vel með þig ljúfa eins og hægt er. Kv frá Norge

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 12.7.2009 kl. 09:31

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hér keyptu menn, fengu lán til  kaupanna sem þeir þurfa svo ekki að borga en hirða arð, dásamlegt!

Margir farnir, fleiri eiga eftir að fara og verður örugglega lítið um heimtur á unga fólkinu sem fer utan, það einfaldlega sér enga framtíð hérna. Ætlar þeir sem landinu stjórna ekki að fara að sjá að sér? Ég meina félagshyggjustjórnin, þessi sem fer eftir norræna módelinu? Arggg.. hefði átt að fara til messu í morgun í stað þess að lesa blöðin og bloggið...

Rut Sumarliðadóttir, 12.7.2009 kl. 10:23

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Rut, nákvæmlega.  Mér skilst að prestarnir séu orðnir svo pólitískir að það þýði lítið að flýja raunveruleikann í þeirra húsum...En á meðan xd og xb fá að tefja störf þingsins er ekki von til að "félagshyggjustjórninni" verði mikið ágengt...þess vegna vil ég þessi erkifífl í önnur verkefni

Sigrún Jónsdóttir, 12.7.2009 kl. 10:28

6 Smámynd:

Ó hvað ég er sammála þér Sigrún. Auðvitað á að ganga að eignum þessara manna. Skelfileg tilhugsun hvað bíður okkar og afkomendanna.

, 12.7.2009 kl. 13:58

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

"Af litlum neista.... verður svaka bál"

Baldur Gautur Baldursson, 13.7.2009 kl. 16:42

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég var einmitt að benda á upprifjanir í sambandi við feril bjögganna í bloggfærslu rétt í þessu. Kveðja frá þjáningarsystur norður á Akureyri!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.7.2009 kl. 17:48

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlaga sammála, en mér finnst lítið eða ekkert vera að gerast ennþá af hverju er þetta svona erfitt fyrir ráðamenn að gera eitthvað.  Fá þeir greitt fyrir að þvæla og þæfa málin.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2009 kl. 09:44

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Svo er allt unga fólkið sem er í námi erlendis og snýr ekki heim í vesöldina.

Helga Magnúsdóttir, 16.7.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband