Leita í fréttum mbl.is

Prófkjör og persónukjör!

Það er ágætis tilbreyting að taka sér frí frá bloggheimum annað slagið.  Aðeins að skoða út fyrir ramman og tóninn sem þar er gefinWink.
Af mér er allt gott að frétta.  Ætlaði að hella mér á fullt í prófkjörsbaráttu í vikunni og gerði það að frátöldum 2 dögum, vegna magapestar, sem á mig herjaði og er í þessum skrifuðum orðum á góðu undanhaldi.
Nei, nei, er ekki komin í framboð og er ekki á leiðinni í framboð!  Er ekki einu sinni endanlega búin að ákveða hvaða flokk ég ætla að kjósa eða hvort ég skila auðuUndecided.  Veit bara hvaða flokka ég ætla ekki að kjósa.
Þeir sem til mín þekkja, vita að ég hef lengi barist fyrir "opinberum viðurkenndum framfærslugrunni", þ.e. að kjör verði skilgreind þannig allir geti framfært sér og sínum á þeim launum/bótum sem þeir hafa yfir að ráða. 
Lægstu laun og bætur hér á landi eru náttúrulega til háborinnar skammar og úr því að launakjör þessara hópa voru ekki "lagfærð" í góðærinu er ekki mikil von til að þau verði bætt mikið í því hallæri sem við göngum nú í gegn um nema viðhorf almennings/verkalýðsforystu og stjórnmálamanna hafi raunverulega breyst í því áfalli sem þjóðin varð fyrir.
Til þess að eiga möguleika á því að framfæra sér og sínum hafa þessir lágtekjuhópar þurft að taka "neyslulán", yfirdráttarheimildir og smálán, sem að sjálfsögðu hefur þurft að standa skil á ásamt rándýrum vöxtumFrown
Bankarnir voru líka til skamms tíma mjög "viljugir" að lána en hirtu ekkert um það hvernig viðkomandi ætluðu að borga þessar skuldir og jafnframt halda áfram að lifa. Vítahringurinn varð erfiðari og erfiðari hjá mörgum láglaunamanninum.  Beggja sök segja sumir kannski, en að mínu mati alger neyð hjá þeim sem þurftu á þessum lánum að halda.
Fljótlega eftir að núverandi ríkisstjórn tók til starfa heyrði ég að til stæði að endurlífga og endurbæta frumvarp, sem ekki náðist samstaða um í síðustu ríkisstjórn.  Frumvarp um greiðsluaðlögun, þar sem bankarnir yrðu hreinlega skikkaðir til að dreifa skuldum til lengri tíma svo afborganir kæmu ekki niður á framfærslu fólks.  Þ.e. að tryggt væri að eftir afborganir af lánum, hefði fólk samt nægilegt fé til ráðstöfunar fyrir persónulegri framfærslu.  Þannig hafa hin Norðurlöndin haft þetta um árabil en hingað til hefur ekki verið hljómgrunnur fyrir svona aðgerðum hér á landi.  En nú eigum við bankana, ekki satt og því hæg heimatökinWink.
Það er skemmst frá því að segja að ég fylgdist með framvindu mála og tók eftir að málið virtist mest vera á könnu þingmannsins Árna Páls Árnasonar, alþingismanns Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.  Ég gerðist "vinur" hans á facebook og lét hann vita af minni afstöðu....eitt leiddi af öðru og áður en ég vissi af var ég búin að samþykkja að koma í "stuðningsliðið" hans og hjálpa til í prófkjörsbaráttunni.....og lenti svo í vinningsliðinu, aldrei slíku vantWizard.
Þetta var ekki "harðsnúið" stuðningslið eins og sumir vilja meina.  Aðallega voru þetta vinir og vandamenn Árna Páls, yndislegt fólk sem lét aldrei styggðaryrði falla, hvorki um pólitíska andstæðinga né samherja sem voru í baráttu um sama sæti.
Eftir þessi kynni mín af Árna Páli og hans afstöðu til manna og málefna, vona ég að hann verði einn af forystufólki Samfylkingarinnar eftir landsfund hennar síðar í þessum mánuðiSmile.


Ég sagði hérna áðan að ég væri ekki viss um hvað ég ætlaði að kjósa í komandi kosningum en ég gekk í Samfylkinguna til að geta haft áhrif á uppröðun fólks á framboðslista hennar hér í Reykjavík (liður í persónukjöri), en verð að viðurkenna að ég ætti mjög erfitt með að kjósa lista með Össur í öndvegi....vona bara að hann lendi sunnan megin í Reykjavík, þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þvíTounge.

P.s. svo á náttúrulega ennþá eftir að samþykkja þetta frumvarp um greiðsluaðlögun og ég á líka eftir að kynna mér það í endanlegri útgáfuPouty


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ég er sammála þér Sigrún með Árna Pál! Annað kemur ekki til greina. Enda held ég að Jóhanna taki ekki þessari áskorun. Það hefur allt sinn tíma. Hún er frábær kona en adurinn eyrir engu.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 17:42

2 identicon

P.s. Held að ég kjósi V- Græna.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 17:43

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála þér.....veit ekkert hvað ég mun kjósa....og finnst endurnýjun of lítil á öllum listum

Hólmdís Hjartardóttir, 15.3.2009 kl. 18:11

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Árni Páll er sannarlega búinn að ná góðum sigri með miklum stuðningi og eftir því sem ég hef heyrt fer hér góður maður sem mun vinna samviskulega fyrir þjóðina.

Hilmar Gunnlaugsson, 15.3.2009 kl. 18:49

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit hvað ég kýs EF flokkar ganga bundnir til kosninga.

Ekkert lottóspil fyrir mig takk.

Og velkomin aftur mín kæra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2009 kl. 23:32

6 Smámynd:

Árni Páll gefur af sér góðan þokka. En það er allt of mikið af fólki í pólitíkinni sem ekki gefur af sér góðan þokka. því er erfitt að velja hvað skal kjósa.

, 16.3.2009 kl. 00:17

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ákvað um daginn að ganga í Borgarahreyfinguna, ég hef ekki verið dugleg að fylgjast með frambjóðendum hinna flokkanna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.3.2009 kl. 00:56

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 .. ekki gera ekki neitt, ég held að það sé aðalmálið! Mat fyrir alla, húsaskjól fyrir alla, heilsugæslu fyrir alla, atvinnu fyrir alla (sem geta unnið)..   Það eru grunnþarfirnar, síðan til að skapa atvinnu þarf að sjálfsögðu  góða atvinnurekendur og til að halda utan um atvinnurekendur þarf góða stjórnun. Jamm og jæja, best að hætta þessu andvakarugli og leggja sig aftur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 05:20

9 identicon

Sæl Sigrún.

Það er þetta með hann Össur.

Hvað með alla þá sem eru að falla á tíma og okkur ofurlaunafólkið ? Það kemur kannski í ljós á næstu dögum ?

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 07:39

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála þér með gleðina, sem þú minnist á í athugasemdinni við minni færslu.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 09:19

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og innlegg öll  Alltaf gott að finna nærveru ykkar

Sigrún Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 09:30

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sæl og velkomin aftur. Vil benda þér á að Hagstofan gefur út stuðul vegna framfærslu. Var að sækja um frystingu á láni og bankinn notar  útreikning frá Hagstofunni þar sem segir að einstaklingur lifi á rúmlega 80.000 spírum á mánuði. Hvernig hann fer að því er mér hulin ráðgáta.

Rut Sumarliðadóttir, 16.3.2009 kl. 13:17

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hæ, Rut og takk fyrir.

Það vantar fullt af þáttum inn í þessa framfærsluupphæð Hagstofunnar.  Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna er með aðrar tölur og þar er talað um kr. 52.000.- í matvæli og hreinlætisvörur fyrir einstakling pr. mán.  Annar kostnaður er síðan einstaklingsbundinn, t.d. kostnaður við búsetu leiga/íbúðarlán.

En þetta eru klárlega mál, sem þarf að fara rækilega yfir, nú þegar hátt í helmingur heimila er með neikvæða fjárhagsstöðu.

Sigrún Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 13:57

14 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Bara kasta kvedju á tig Sigrún mín og láta tig vita ad ég fylgist med tér tó svo ég kvitti ekki altaf.

Kvedja

Gurra

Gudrún Hauksdótttir, 16.3.2009 kl. 15:07

15 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Kveðja til þin Sigrún.. Hafðu það alltaf sem best kæra. kv Sirry

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 16.3.2009 kl. 20:19

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er sniðugt að kynna sér málin svona af eigin raun Sigrún mín, það væri óskandi að fleiri gerðu það.  Ekki bara kjósa alltaf sama upp aftur og aftur.  Það þarf að lesa sér til, skoða málefnin og skoða líka efndirnar eftir að menn komast að til að breyta og bæta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2009 kl. 20:37

17 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir Jóhönnu hér að ofan og þér sjálfri varðandi Össur Svo ætla ég bara að bæta því við frá hjartanu að ég kvíði verulega komandi kosningum og framhaldinu. Ég segi það alveg dagsatt að ég hef áhyggjur af okkur öllum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.3.2009 kl. 20:54

18 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þarna er ég algjörlega sammála þér, Sigrún, og ég held barasta í öllum punktum..... bæði varðandi framfærslugrunninn, bankana, greiðsluaðlögunarfrumvarpið, Árna Pál og síðast en ekki síst Össur.

En voðalegan tíma tekur að klára þetta mál um greiðsluaðlögunina, maður hefði haldið að þetta hlyti að vera eitt af forgangsverkefnunum því það tekur fólk ekki marga mánuði að fara á hausinn eftir atvinnumissi og í þessu dýra umhverfi sem við búum í núna, bæði vaxta- og matvæla.... Það er hreint skelfilegt hvað það er orðið dýrt að versla í matinn, kerti eru svo sannarlega að verða lúxusvara og maður tímir varla að kaupa sér sjampó!!! Það er fátt utan nauðsynja sem ratar í innkaupakörfuna mína þessa dagana og er þó nógu dýrt....

Lilja G. Bolladóttir, 16.3.2009 kl. 21:17

19 Smámynd: Aprílrós

Innlitskvitt ;)

Aprílrós, 16.3.2009 kl. 22:12

20 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og innlegg allar  Sammála Lilja, ég skil ekki hvað þetta tekur langan tíma, en ég held samt að bankarnir séu aðeins farnir að taka við sér varðandi væntanleg lög um greiðsluaðlögun

Sigrún Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband