Leita í fréttum mbl.is

Nýtt Ísland í Vesturheimi??

"Stjórnvöld í Manitobafylki munu gefa út tímabundin atvinnuleyfi fyrir faglærða Íslendinga samkvæmt samkomulagi, sem stjórnvöld á Íslandi og í Manitoba hafa gert með sér".

Er þetta tálsýn, lausn og/eða veruleiki morgundagsins?

Verður "Nýja Ísland" margra Íslendinga á slóðum gamalla vesturfara?

Ég er orðin ansi þreytt klisjunni um "nýtt Ísland" á sama tíma og ekkert er aðhafst í átt til breytinga hér á landi.  Held hreinlega að þetta hugtak sé bara tálsýn, sem frambjóðendur allra flokka eiga eftir að nýta sér í botn.

Við getum öll látið okkur dreyma um morgundaginn en það er bara staðreynd að það er dagurinn í dag sem skiptir mestu máli.  Þingmenn farið að vinnaAngry

Everybody talks about a new world in the morning. A new world in the morning so they say.
I, myself don't talk about a new world in the morning. A new world in the morning, that's today.

And I can feel a new tomorrow comin' on.
And I don't know why I have to make a song. Everybody talks a bout a new world in the morning. New world in the morning takes so long.

I met a man who had a dream he had since he was twenty. I met that man when he was eighty-one. He said too many people just stand and wait up til the mornin', Don't they know tomorrow never comes.

And he would feel a new tomorrow coming on. And when he'd smile his eyes would twinkle up in thought. Everybody talks about a new world in the morning. New world in the morning never comes.
And I can feel a new tomorrow coming on.
And I don't know why I have to make a song. Everybody talks about a new world in the morning. New world in the morning takes so long.


mbl.is Tímabundin atvinnuleyfi í Manitoba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er eðlileg þróun að íslendingar leiti nú erlendis til starfa en hingað til hefur fólk leitað til okkar. Þannig er nú einu sinni heimurinn fólk leitar þar sem grasið er grænna og því eru þessar fréttir sannarlega ánægjulegar.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 16:45

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Get ekki tekið undur að það sé ánægjulegt að fólk þurfi að flýja land

Hólmdís Hjartardóttir, 5.3.2009 kl. 17:04

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir með Hólmdísi, mér finnst það sorglegt að fólk skuli þurfa að flýja land, því þetta er einfaldlega flótti.  Því fleiri sem fara, því erfiðara verður það fyrir þá sem eftir sitja í "góðæris skuldasúpunni".

Sigrún Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 17:31

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég fór í nostalgíu við heyra þetta lag.

Ég skil bara vel að fólk vilji ekki borga skuldir sem það hefur ekki sett sig í. Á víst nóg með skuldirnar sem það kom sér í sjálft og sem bólgna út eins og púkinn á fjósbitanum.

Kanada hefur löngum verið þar sem grasið er grænna. Næsti nágranni við ameríska drauminn. Við erum nýju pólverjarnir og þeir flúðu land eins og við erum að gera núna. Það var ekki erfitt að sjá það fyrir. Gerist alltaf í kreppum. Því miður. Færri hendur við að borga brúsann sem nokkrir aðilar neyddu upp á þjóðina. Og enginn verið ákærður fyrir. Allir ganga lausir og engar eigur verið teknar.

Held því miður að þetta sé bara byrjunin og miklu fleira fólk eigi eftir að fara.

Rut Sumarliðadóttir, 5.3.2009 kl. 17:32

5 Smámynd: Sólveig Birgisdóttir

Roger Whitaker klikkar ekki...

Færeyingar fengu að finna fyrir kreppunni fyrir um 20 árum síðan á eigin skinni hvað það er að missa fólk í burtu. Helst þá unga fólkið með góða menntun. Það eru enn göt í samfélaginu eftir það og nú síðast í haust voru þeir með sérstakt átak í að reyna að heilla fólk heim aftur..Grasið er grænna í Færeyjum.. Mjög gott og mikið lagt undir, veit ekki hverju þetta skilaði. 

Vona bara að íslendingum farnist vel, bæði heima og að heiman.

Blíðar heilsarnir frá Færeyjum.

Sólveig Birgisdóttir, 5.3.2009 kl. 18:00

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég fyllist bæði sorg og reiði, sorg yfir þeim sem þurfa að fara, reiði til þeirra sem stuðluðu að því og svo hinna sem reyna að tæla fólkið okkar burt, þykjast vera að hjálpa, en athugið, þeir vilja ekki hvern sem er Ónei, þeir vilja bara fólk sem þeir geta notað, ekki Jón og Gunnu, þau eru ekkert velkomin, bara þá sem geta lagt eitthvað til.  Og hver er þá hjálpin? mér er spurn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2009 kl. 18:46

7 identicon

Einmitt það er bara dagurinn í dag sem við höfum fyrir víst Sigrún.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 20:40

8 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Sigrún mín sendi þér faðmlag knús, kærleik og baráttukveðjur elsku vina kv sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 5.3.2009 kl. 21:49

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og innlegg allar

Sigrún Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 23:29

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sama kerfið og setti okkur á hausinn, verður víst áfram við stjórn samkvæmt skoðanakönnunum.  Ég vona bara að nýja Borgarafylkingin fái nóg af atkvæðum til þess að breyta því sem breyta þarf. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.3.2009 kl. 01:29

11 Smámynd: Tína

Roger Whitaker er í miklu uppáhaldi hjá mér og þetta lag með eindæmum fallegt.

En mínar tilfinningar eru blendnar varðandi Kanada. Mér finnst gott til þess að vita að fólk sem á orðið ekki ofan í sig og á, geti farið þangað og fengið störf, um leið og ég vona að sjálfsögðu að það komi til baka. En jafnframt finnst mér súrt að fólk þurfi að fara erlendis til að geta fengið vinnu.

Höldum bara fast í vonina um að ástandið lagist fljótt. Vonin er víst það eina sem við höfum þessa dagana.

Góða helgi góða mín

Tína, 6.3.2009 kl. 10:27

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan daginn og takk fyrir innlit og innlegg

Er orðin ansi óþreyjufull að bíða eftir fréttum af aðgerðum stjórnvalda til handa þeim, sem hér vilja búa áfram

Sigrún Jónsdóttir, 6.3.2009 kl. 10:57

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það náttúrulega hvorki eðlilegt né ánægjulegt að fólk þurfi að leita erlendis til starfa!!

Tek undir með þér - Þingmenn! Farið að vinna!! Andskotakornið!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 12:17

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...og hvaða bull er þetta með vitsmunaflótta?!? Hvað er þá verið að segja við þá sem komast hvergi? Hér þarf að fara að taka til hendinni til að laga ástandið. Vonin ein dugar skammt!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 12:21

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hrönn, "The brain drain"....löngum verið notað sem þrýstiafl "hámenntafólks" fyrir bættum kjörum. 

Held við ættum að læra af reynslu Færeyinga eins og Sólveig bendir á hér að ofan.  Þeir eru ennþá að reyna að fylla í skörðin fyrir þá sem yfirgáfu Eyjarnar í þeirra kreppu....sem var fyrir 20 árum síðan.

Sigrún Jónsdóttir, 6.3.2009 kl. 13:02

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já ég skil alveg hvað hugtakið þýðir. Mér finnst það bara svo dónalegt gagnvart þeim sem sitja heima - af hvaða orsökum sem það er.

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 13:13

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alveg sammála.

Sigrún Jónsdóttir, 6.3.2009 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband