Leita í fréttum mbl.is

Tónlistarhús og vöruskiptajöfnuður!

"Afgangur á vöruskiptum í febrúar"

Þetta er gleðileg frétt og þá er um að gera að staldra aðeins við hana, ekki veitir af.  

Í febrúar fyrir ári síðan, þegar bankarnir voru í fyrirrúmi og útrás þeirra í hámarki með stuðningi ráðamanna að meðtöldum forseta voru vöruskiptin  óhagstæð okkur íslendingum um ca. 12,5 milljarða.  Skv. bráðabirgðatölum fyrir febrúar á þessu ári eru vöruskiptin u.þ.b. 6 milljörðum okkur í vilWhistling......fjárglæframenn hafa um stund verið settir af og vonandi fyrir fullt og allt.

Við höfum náttúrulega ekkert leyfi til að kalla okkur "sjálfstæða þjóð" ef við getum ekki séð fyrir okkur sjálf og það gerum við með framleiðslu og sölu á gjaldeyrisskapandi afurðum en ekki fjárhættuspili bankadrengja og annarra fjárglæframanna.

tonlistahusi_vi_kajann.jpgMitt í hinu meinta góðæri var ákveðið að við þessi auðuga, gáfaða og menningarlega sinnaða þjóð yrðum að eignast almennilegt tónlistarhús...ekki bara eitt, því helst þurfti að koma upp svona "menningarhúsum"  í hverju bæjarfélagi þar sem íbúafjöldinn næði einu þúsundiWizard

Við vorum jú komin á spjöld "heimsmenningarinnar" með framlagi Bjarkar og Sigurrósar.  Ekki það að þau væru neitt sérstaklega að leggja að okkur að byggja fyrir þau hallir, því hingað til hafa kirkjur og opin græn svæði dugað þeim ágætlega til að koma list sinni á framfæriJoyful

Bygging tónlistarhússins fór því á fullt en listunnandi bankamenn, sem ætluðu með framlagi sínu að tryggja sjálfum sér  ódauðlegt minnismerki á við Óperuhús Ástrala í Sydney höfðu víst aðeins misreiknað auð sinn.....hann var jú bara loftbólaBlush

Nú ætla yfirvöld borgar og þjóðar að "klára verkið", en ansi er ég hrædd um að þeirra "minnismerki" komi til með að verða okkur dýrt ef ekki verður hugað að alvöru fjármagni....þið vitið þetta sem verður til við vinnslu og sölu útflutningsafurða.

peningaframlei_sla.jpgÉg er því með tillögu.  Gerum húsið þannig úr garði að þar verði hægt að reka fiskvinnslu næstu 10 til 15 árin.  Húsið er vel staðsett til þess arna.  Aukum fiskveiðiheimildir smábátasjómanna og  fullvinnum aflann í tónlistarhúsinu.

Við þetta verður til alvöru fjármagn, sem nýtist bæði borg og þjóð.

peningar_a_faeribandi.jpgÞetta mun líka verða okkur í hag hvað varðar vöruskiptajöfnuð, því í stað þess að flytja inn útlenda listamenn og kaupa hljóðfæri frá útlöndum fyrir dýran gjaldeyri, þá framleiðum við gjaldeyrin á færibandi fiskvinnslunnarWhistling

Þegar kreppan er yfirstaðin og þjóðin hefur fundið rætur sínar, getum við farið að huga að "hámenningunni".  Þá getum við breytt innvolsi hússins og haldið Júróvision með stælWizard.....en munum að undirstaða okkar og draumar byggjast á undirstöðuatvinnuvegum okkar og að:  Lífið er SaltfiskurWhistling

lifi_er_saltfiskur.jpg

P.s.  Er það ekki rétt munað hjá mér að Listasafn Íslands er staðsett í gömlu frystihúsi?

Peninga/flæðilínumyndir fékk ég að birta með góðfúslegu leyfi bloggvinar míns Róberts, sem heldur úti síðunni sudureyri.....hinum "nappaði" ég án leyfisTounge

Smá viðbót kl. 17:44.  Ætlum við virkilega að hafa þetta svona: Siglt úr landi með óunninn aflann!

 

 

 


mbl.is Afgangur á vöruskiptum í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigrún, þetta er hreint frábær hugmynd.  Auk þess mætti eflaust nýta húsið samtímis fyrir tónlist og fiskvinnslu - þetta er engin smábygging!  Það sem nú stendur uppbyggt er áreiðanlega bara einn þriðji af heildarbyggingunni. 

Kolbrún Hilmars, 4.3.2009 kl. 16:33

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú rétt munað hjá þér Sigrún mín með Listasafn Íslands,
og þessi hugmynd er frábær með fiskvinnslu í tónlistarhúsinu.
Bæti við að hægt væri að hafa útsýnispalla svo erlendir ferðamenn geti skoðað starfssemina gegn gjaldi að sjálfsögðu.
Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit stelpur og góðar hugmyndir frá ykkur báðum

Ég sé líka fyrir mér að verðandi búningsherbergi "stjarnanna" verði um sinn nýttir sem aðstaða fyrir beitingu  Hver "trilla" fengi sinn bás.

Fleiri hugmyndir að nýtingu hússins væru vel þegnar

Sigrún Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 17:24

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sillingur ertu Sigrún mín hehehehe

Hólmdís Hjartardóttir, 4.3.2009 kl. 17:45

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er alveg brilljant hugmynd.

Helga Magnúsdóttir, 4.3.2009 kl. 17:52

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála, brilljant hugmynd!

Rut Sumarliðadóttir, 4.3.2009 kl. 19:41

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það verður þá að setja hurðir út á búningsklefunum, svo hægt verði að labba frá einum beitningaskúr að öðrum eins og var hér áður og fyrr,
svoleiðis urðu kjaftasögurnar til í den og var oft hlegið dátt að þeim.

Þið munið það vel sjávarsíðukonur.
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 19:46

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ragna, áhorfendasvalirnar gætu nýst sem útsýnisstaður fyrir ferðamenn.  Ég veit að heima á Suðureyri er ferðamönnum boðið í kynnisferð um fiskvinnslustöðina með reglulegu millibili.....en við myndum náttúrulega selja aðgang í "tónlistarhúsinu"

Þeir gætu sko samið heilu leik/tónverkin í beitinga "skúrunum" Milla mín

Takk fyrir innlit allar

Sigrún Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 21:14

9 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Þú ert natturlega bara snillingur sigrún mín

Sædís Hafsteinsdóttir, 4.3.2009 kl. 23:07

10 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

þú ert góð Sigrún mín, eins og alltaf. kv Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 5.3.2009 kl. 00:26

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Brilljant hugmynd!  .. og snilldarlega sett upp!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2009 kl. 00:28

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær hugmynd, ég styð hana 100% 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.3.2009 kl. 00:34

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit stelpur....nú er bara að vinna í þessu og koma þessu á stefnuskrá allra flokka

Sigrún Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 00:42

14 identicon

Sæl Sigrún.

Hugmynd góð

og staðsetning hússins er frábær

Og svo gætu Kafbátar siglt inn í kjallarann, og Borgarstjórinn spókað sig í brúnni á svoleiðis skrímsli.

En hræddur er ég um að listaakademían sé ekki allveg jafn hrifin af þessu og við.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 00:53

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þórarinn, listaakademían er blönk....það er kominn tími til að hún átti sig á því hvað hlutirnir kosta og hvaðan fjármagnið kemur

Sigrún Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 01:17

16 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hugmyndin er góð en hvort hún fellur í kramið veit ég ekki.  Kveðja inn í góðan og bjartan daginn.

Ía Jóhannsdóttir, 5.3.2009 kl. 09:25

17 Smámynd: Tína

Tek undir þessa hugmynd Sigrún mín. Væri ekki hægt að hafa sláturhús þarna líka? Bara svo að útlendingar geti fengið allt beint í æð á einum stað.

Knús inn í helgina þína dúllan mín

Tína, 5.3.2009 kl. 15:53

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit stelpur

Ía, þessi hugmynd fellur alveg örugglega ekki vel í kramið allsstaðar....en þá ættu þessir sumir að athuga að það er betra að fá þetta hús í hendur seinna, þegar rekstrargrundvöllur er mögulega fyrir hendi.  Ég er ansi hrædd um að fyrirhuguð starfsemi komi ekki til með að flytja í þetta hús í nánustu framtíð.

Tína, frábær hugmynd......kannski smá hvalskurð líka

Sigrún Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 16:11

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eigum við ekki bara að koma öllu fyrir þarna það mundi allt rýmast, hænsnabú, kalkúnabú og svínabú sko bara nefnið það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband