Leita í fréttum mbl.is

Kröfur dagsins!

Ég tek heilshugar undir með landlækni, um að ná þurfi í þá peninga, sem auðmenn hafa komið fyrir í "skattaskjólum" víðs vegar um heiminn.

Þetta er spurning um réttlæti, siðferði og samábyrgð.  Ábyrgð meintra auðmanna er mikil á því efnahagshruni, sem þjóðin hefur orðið fyrir.  Ég segi meintra, vegna þess að mér finnst auður þeirra illa fengin.

Efnahagur þjóðarinnar var byggður upp með vinnusemi og dugnaði fólks, hvort sem var til sjávar eða sveita.  Á nokkrum árum var síðan gráðugum fjárhættuspilurum leyft að kollsteypa efnahagnum með fulltingi stjórnmálamanna.

Mér telst svo til að í dag sé 21. útifundurinn frá efnahagshruninu á Austurvelli og nú verður mótmælakraftinum beint gegn "útrásarliðinu" og öðrum "þjófum", því áhersluatriði fundarins verða þessi:

1. Frystum eignir “útrásarvíkinganna”
2. Afnemum verðtrygginguna
3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

 

Ræður:

• Valgeir Skagfjörð, leikari og leikstjóri
• Heiða Björk Heiðarsdóttir.

Fundarstjóri: Hörður Torfason

 


mbl.is Landlæknir segir að sækja eigi féð í skattaskjólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski tími til kominn að spjótum sé beint að ákveðnum mönnum í þessum hópi. Þeir hafa verið að mestu stikkfrí. Stundum tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni með "athyglisverðum" pistlum og tilkynningum. Allir á móti Davíð og allt það. Kannski þurfum við loks á hans upplýsingum að halda til að nálgast peningana? Auðvitað eigum við að gera allt til að nálgast peningana. Peningar okkar beggja eru þarna líka. Sem og annarra.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bara senda þér smá knús Sigrún mín.

Ía Jóhannsdóttir, 28.2.2009 kl. 20:55

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vildi að ég hefði komist......

Hrönn Sigurðardóttir, 28.2.2009 kl. 22:25

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef ekki komist á síðustu þrjá mótmælafundina, vegna andlegrar þreytu.  Ég er algjörlega sammála landlækni í þessari frétt.  Réttlæti mínu hefur verið ofboðið, ég þoli ekki svona svik.  Og það að fólkið virðist ætla að komast upp með það   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.3.2009 kl. 00:18

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með sunnudaginn.  Knús og kreist.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.3.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband