Leita í fréttum mbl.is

Afmælisfærsla.....loksins

Ég komst að því í dag að einhverjir hefðu orðið fyrir vonbrigðum með að Sigrún frænka hefði ekki skrifað afmælisfærslu fyrir stóra bróðir.  Svo að sjálfsögðu ætla ég að bæta úr þvíSmile

svenni_og_afmaeliskertin_801132.jpgSveinbjörn bróðir varð semsagt sextugur þann 22. febrúar s.l.Wizard  Hann hélt upp á afmælið hjá dóttur sinni Jónu Láru og hennar fjölskyldu í Danaveldi.  

Ég hitti þau hjónin, Svenna og Ellý í dag og ég fann að þau höfðu átt yndislegan tíma þar ytra og ekki laust við að þau hefðu bara viljað setjast þar að.

Jóna Lára stóð sig að sjálfsögðu með prýði og hélt afmæliskaffi fyrir pabba gamlaWhistling

Svenni er næstur mér í aldri af okkur systkinunum, þannig að samgangur hefur verið mikill á milli okkar heimila.  Börnin okkar á svipuðum aldri og öll miklir vinir.

Gamavísur!Ef ég ætti að lýsa Svenna frá barnsaldri (fyrir dæturnar), myndi ég fyrst nefna sönginn.  Hann hefur alltaf verið söngfugl mikill og byrjaði ungur að "troða upp" á þeim vettvangi.

Mér skilst að elsti bróðir minn Jói Diddi og hans vinir hafi nýtt sér sönghæfileika Svenna litla til að afla sér vasapenings.  Þeir stilltu honum upp á tunnur víðsvegar um þorpið og rukkuðu svo fyrir hlustun á þessum tónleikumGrin

Sönghæfileikar hans voru svo vel nýttir allan barnaskólann, þar sem hann söng alltaf gamanvísur Sr. Jóhannesar á barnaskemmtunum.

Svo var það hljómsveitartímabilið.  Það var nú ekkert voðalega spennandi að vanga Rögga með bræður mína á sviðinu og fá svo stríðni glósurnar með morgunkaffinu daginn eftirBlush....mætti ég þá biðja um BG og IngibjörguWink

Svenni grípur ennþá í hljóðfæri, en þá aðallega sem undirleikari hjá dætrum sínum, sem erft hafa sönghæfileikana.  Hann hefur samið fullt af lögum- og textum í gegnum árin og sum ljóðin hans eru magnþrungin.

sveinbjorn_sextugur.jpgÍ dag er Svenni bróðir "frumkvöðull" og vinnur við að framleiða beitu sem hann hefur þróað.  Þetta hefur verið ströggl og barátta, enda var svona "föndur" ekki hátt skrifað á gamla Íslandi.  Samt var áhugin fyrir þessari framleiðslutækni hans mikill í útlandinu og hefði kannski orðið raunhæf útrás ef Íslendingar hefðu sýnt þessu meiri áhuga. Kannski nýja Ísland verði móttækilegra, hver veit Whistling

Elsku Svenni bróðir, til hamingju með sextugsafmælið þitt.  Takk fyrir alla þína tryggð og vinsemd í gegnum árin.  Megir þú lengi lifaHeart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með hann bróður þinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.2.2009 kl. 01:07

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Til hamingju med Svenna bródur tinn.Mikid man ég eftir honum troda upp á syngja.

Vid Dagga vorum í gærkveldi ad skoda myndirnar á sídunni hans Robba frá Góublótinu á Sudureyri.Skemmtum okkur konunglega. 

KNús til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 26.2.2009 kl. 07:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með bróann þinn Sigrún mín.  Er hann sem sagt núna þá Beitukóngur!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2009 kl. 09:44

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Beitukóngur er herramannsmatur, bróðir minn tók sig til við að matreiða hann, ekki verri en sniglar. Til lukku með þinn brósa.

Rut Sumarliðadóttir, 26.2.2009 kl. 13:18

5 identicon

Til hamingju með karlinn. Ef þetta er ný mynd þá "heldur" hann sér vel eins og sagt er. Eins og fólk hafi eitthvað með það að gera...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:28

6 Smámynd: Tína

Innilegar hamingjuóskir með bróann Sigrún mín. Segi eins og Hallgerður að hann ber aldurinn lygilega vel.

Njóttu helgarinnar elskuleg og ég hlakka til að byrja aftur að fylgjast með þér á  blogginu. Því nú hef ég sko tíma sjáðu til.

Mega knús á þig

Tína, 26.2.2009 kl. 16:44

7 Smámynd:

Æ þessir bræður manns  Eiga í manni hvert bein. Til hamingju með þinn bróður

, 26.2.2009 kl. 23:33

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju með drenginn.

Helga Magnúsdóttir, 26.2.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband