Leita í fréttum mbl.is

Velmenntaðir hálf-vitar!

Reynslulausir "vel menntaðir" hálf-vitar komu þjóðinni í áratuga skuldafen.  Ég segi hálf-vitar, þar sem flestir sem komnir eru til "vits" og ára, hafa gert sér grein fyrir því að menntun ein og sér hefur ekkert með vit að gera.  Vitið kemur með reynslunni.

Ég mun alltaf muna eftir orðum unga viðskiptafræðingsins, sem kom til starfa í fjölskyldufyrirtækinu sínu úti á landsbyggðinni: 

"Á þeim 4 árum sem ég hef starfað hér hjá fyrirtækinu, hef ég lært meira um rekstur fyrirtækis en háskólamenntun mín hefði nokkurn tíma getað búið mig undir"!

Menntun er að sjálfsögðu góð undirstaða, en það er reynslan sem gerir fólk að sérfræðingum.

Í dag er að ég held 19. mótmæla/samstöðu fundur Radda fólksins á Austurvelli.  Hann hefst að venju kl. 15:00.

Í dag ætla ég m.a. að mótmæla því að ungir "vel menntaðir" en reynslulitlir hálf-vitar voru settir við stjórnvölinn í viðskiptabönkunum.

Ræðumenn dagsins eru:

  • Elísabet Jónsdóttir, ellilífeyrisþegi
  • Ágúst Guðmundsson, leikstjóri

Fundarstjóri er: Hörður Torfason.

 

 


mbl.is Reynslulausir réðu í bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo sammál þér með reynsluna. Baráttukveðjur.

Rut Sumarliðadóttir, 14.2.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú ert alveg yndisleg Sigrún mín Menntun dugir skammt ef innrætið er svo skemmt að einstaklingurinn kann ekki að tileinka sér hana og nýta til góðra verka. Mér dettur í hug það sem Rúnar Siþórson sagði í ræðu sinni á einum borgarafundanna hér fyrir norðan um þetta atriði:

Ég ætla sem sagt að reyna að tala við ykkur um menntun. Ekki um fræðslu í þröngum skilningi; ekki um þekkingu og færni sem hægt er að beita jöfnum höndum til góðra eða siðlausra verka, heldur menntun í merkingunni að verða meira maður. Já, takið eftir því: til að verða meira maður, ekki meiri maður; menntun sem styrkir manngildi og siðvit og tryggir eftir föngum að við notum þekkingu okkar og hæfni til góðra verka en ekki illra.

Rúnar er dósent við Háskólann hérna á Akureyri og flutti ræðuna sem þetta er tekið úr á borgarafundi sem fjallaði um niðurskurðinn í menntakerfinu. Af því þú ert greinilega ein af þeim sem fylgist vel með pistlunum sem ég skrifa um þá, þá hefur þú e.t.v. lesið þann sem ég skrifaði um umræddan fund en pistillinn er hér.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.2.2009 kl. 11:39

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit stelpur

Rakel, þessi pistill þinn hefur farið fram hjá mér.  Sennilega hef ég ætlað að geyma hann þar til ég hefði meiri tíma til að lesa...og svo gleymt honum  en nú er ég búin að bæta úr því og get sagt að hann var góður eins og allir þínir pistlar

Sigrún Jónsdóttir, 14.2.2009 kl. 12:04

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gott að þið haldið ótrauð áfram.  Svo ekki gleyma Valentínusardeginum.

Ía Jóhannsdóttir, 14.2.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já - þetta er svo satt og rétt.  Ég útskrifaðist seint úr háskóla og var komin til vits og ára með fjölskyldu og allan pakkann. Mig óaði stundum við því hvaða áætlanir og væntingar unga fólkið sem var með mér hafði til framtíðarinna - það var eins og heimurinn lægi við fótum þeirra og ekkert að gera nema að grípa skírteinið og halda á vit ævintýranna.  Æskudýrkun er ekki endilega arðbær.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.2.2009 kl. 12:30

6 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Barátturkveðjur til ykkar allra.  Kv.Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 14.2.2009 kl. 14:29

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir það Sigrún Ég fylgist líka grimmt með þínum skrifum vegna þess að mér finnst þú svo skýr og skelegg. Pistarnir þínir lýsa líka svo hreinni og heilbrigðri hugsun! Þess vegna finnst mér ákaflega vænt um að lesa allt það sem þú skrifar

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.2.2009 kl. 14:52

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk, takk, Rakel

Ég missti af strætó  Bíllinn í lamasessi og verður það sjálfsagt fram yfir kreppu

Sigrún Jónsdóttir, 14.2.2009 kl. 15:01

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Æ, það var slæmt að heyra! Ég vona að einhver sem kann á leyndardóma bifreiðarinnar birtist þér óvænt og komi bílnum í lag. Þjóðin má nefnilega ekki við því að þú komist ekki örugglega á mótmælin!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.2.2009 kl. 15:22

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já menntun og fræðsla er ekki það sama. Innihald náms skiptir miklu máli og það sem við erum að horfa upp á í dag er fólk sem hefur fengið fræðslu sem vinnur gegn samfélagslegri velferð.

Það þarf verulega að endurskoða innihald menntunar. Innihald menntunar í dag þjónar að miklu leiti auðvaldinu og illa hefur gengið að fjármagna menntun sem ítir undir gagnrýna hugsun. ´

Innræting ábyrgðarleysis og þess að gróðramarkmið eigi að stýra atferli einstaklinga hafa verið stórskaðleg ungmennum sem útskrifuðust inn í bankanna og hjálpuðu þar við að koma þjóðinni í gjaldþrot.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.2.2009 kl. 16:44

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.2.2009 kl. 16:49

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Menntun og reynsla er alls ekki endilega í sama pakka.

Hrönn Sigurðardóttir, 14.2.2009 kl. 20:52

13 identicon

Eftir að ég lauk háskólanámi fyrir rúmlega 10 árum síðan, þá leið mér eins og ég vissi minna en þegar ég byrjaði. Námið kallaði á miklu fleiri spurningar en áður. Svörin fær maður jafnt og þétt með starfsreynslu. Reyndar, sem betur fer, fleiri og fleiri spurningar. Reynslan er besti skólinn ef maður nýtir sér hana. Góður pistill hjá þér Sigrún mín. En svona var þetta í bönkunum, ég veit það og sá það. Fjármálafyrirtækin sugu fólkið nýútskrifað úr skólunum og setti það á laun sem afmyndaði alla þeirra sýn á lífið og tilveruna. Ekki sanngjarnt gagnvert þessu unga fólki. Margt af því hefur misst vinnuna og þurft að takast loks á við blákaldann veruleika. Það er erfitt en það er lífið. Fyrirgefðu, ætlaði ekki að blása alveg út.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 22:37

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Góður pistill og góðar athugasemdir.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.2.2009 kl. 00:25

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk öll fyrir innlit og innlegg  Þið eruð öll yndisleg

Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 00:36

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þú ert bestust

Hólmdís Hjartardóttir, 15.2.2009 kl. 01:55

17 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Frábært innlegg hjá þér Sigrún.

Haraldur Bjarnason, 15.2.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband