8.2.2009 | 01:00
8. febrúar - afmæliskveðja!
Ég fékk skemmtilegt símtal einn daginn í vikunni, það var eitthvað á þessa leið;
Amman: Halló
Róbert Skúli: viltu koma í afmælið mitt á sunnudaginn klukkan 3? Ég á sko afmæli, þú veist
Amman: Já, já, elsku drengurinn minn, það vil ég gjarnan. En ég kem kannski svolítið of seint af því ég er að vinna á sunnudaginn....en ég kem bara þegar ég er búin að vinna, er það ekki í lagi?
Róbert Skúli: Jú, en amma, þú þarft að koma með afmælispakka, það þarf að gera það sko
Amman: Að sjálfsögðu kem ég með pakka. Hvað langar þig í í afmælisgjöf?
Róbert Skúli: Ha..
Amman: Hvað á ég að hafa í afmælispakkanum?
Róbert Skúli: Ég veit það ekki.....bara eitthvað sem mig langar í
Til afmælisveislu þér amma er boðið,
með afmælispakka með þér.
Hann hefur ei orðalagið loðið,
hann er samkvæmur sjálfum sér.
Amman í afmæli haskar sér,
afmælispakkinn er klár,
Róbert Skúli mun ráða för hér,
rogginn og ei lengur smár.
Fjörugur, frábær drengur er,
fjögurra ára í dag.
Í samkvæmið safnar hann heilum her,
sem syngja hans afmælislag.
Þótt Róbert Skúli sé veiðikló mikil, er ég ekki viss um að hann bjóði upp á fisk í boðinu sínu. Amman þurfti bara að nota þessar "eldgömlu" myndir þar sem foreldrasettið er orðið svo lélegt við að uppfæra heimasíðuna hans (þaðan sem hún hefur nælt sér í ófáar perlurnar)
Auðvitað mun Róbert Skúli bjóða upp á kökuhlaðborð, því hann er flottastur!
Elsku ljúfi strákurinn minn, til hamingju með 4ra ára afmælið þitt
Ég mæti í veisluna minn kæri......með pakka
Amma elskar þig
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Til hamingju með litla ömmuprinsinn. Skemmtilegur pjakkur. Ömmur mæta alltaf með skemmtilega pakka
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.2.2009 kl. 01:14
Þessi kveðja til hans hér er heldur ekki ónýt afmælisgjöf
Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.2.2009 kl. 05:49
Til hamingju!! og takk fyrir skemmtilega frásögn.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.2.2009 kl. 08:40
Til hamingju með að eiga svona sætan ömmustrák. Á langt í það sjálf, en man -og sé á syni mínum- hvað ömmurnar eru óendanlega mikilvægar.
Litli gaurinn heppinn líka...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 08:44
Dúllan. Til hamingju með hann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2009 kl. 09:38
Til hamingju með Róbert Skúla, ömmustrák
, 8.2.2009 kl. 10:44
Til lukku með drenginn!
Rut Sumarliðadóttir, 8.2.2009 kl. 11:26
Til hamingju með litla guttan þinn Sigrún mín Hann er heppin að eiga ömmu eins og þig. kv. Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 8.2.2009 kl. 12:02
Þú segir "haskar sér"Er það vestfirska? Þann 04.2 09 var liðin öld frá fæðingu Guðrúnar Kristjánsdóttir frænku þinnar frá Suðureyri. Börnin hennar ætla að halda upp á það með kaffi í Borgartúni 22 í dag. Ég ætla að kíkja á þau þetta eru allt vinir mínir þrátt fyrir allt. Sómafólk hvert og eitt einasta þeirra.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 12:16
Æðislegt og til hamingju kæra.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 12:44
Hólmdís Hjartardóttir, 8.2.2009 kl. 19:34
Takk fyrir kveðjuna og takk fyrir drenginn í dag.....frábær afmælisgjöf.....flott vísan um hann líka :)
knús knús tengdadóttirin
Guðrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:04
Ég þakka líka fyrir mig og okkur, flott vísan,
það er engin tilviljun að foreldrar barnsins commenta núna, bæði í einu..
það er nú búið að halda tvöfalt barnaafmæli þessa helgina.. (laugard. fyrir vini og vandamenn, laug. fyrir fjölskyldu..) þannig að það er nú búið að ganga aðeins á..
myndirnar koma móðir kær, myndavélin fannst eins og ég sagði þér og núna þarf bara að gefa sér tíma í að hlaða þeim inn.
aftur, takk fyrir daginn, og "skemmtilegu" umræðurnar... (sem ég nú reyndar forðaði mér strax úr..)
Ómar Daníel (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:24
Takk fyrir innlit og kveðjur
Ég átti góða stund að Keili í dag í dýrlegri veislu hjá draumaprinsinum Veisluborðið var á við "fermingarhlaðborð" og prinsinn fékk ótal pakka, bæði mjúka og harða
Hallgerður, ég hef ekki hugmynd um hvaðan ég náði í hugtakið "að haska sér"....það bara kom, þegar ég var að "hnoða". Ég vona að þið hafið átt góða stund með Suðureyrarfólkinu í dag. Sómafólk eins og þú segir Systir Guðrúnar var svona "semi" ljósan mín á Kjalarnesinu þegar ég eignaðist pabba Róberts Skúla
Guðrún mín kæra tengdadóttir, takk fyrir daginn og takk fyrir þennan yndislega ljósgeisla, sem Róbert Skúli er
Sigrún Jónsdóttir, 8.2.2009 kl. 21:27
Til lukku með peyjann.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 21:27
Takk Ásdís
Elsku Ómar Daníel, við vorum sem sagt að skrifast á, á sama tíma
Takk fyrir daginn kæri sonur og takk fyrir yndislegan sonarson
Mamma gamla var nú bara prúð og stillt....var það ekki? Langömmur mega bara tjá sig um allt og alla og þær eiga bara alltaf að eiga síðasta orðið og virðum það....það geri ég
Sigrún Jónsdóttir, 8.2.2009 kl. 21:33
Sigrún mín þú rétt náðir byrjuninni á hamaganginum, það var allt á suðupunkti hérna til að verða kl 19.
Langamman er nú ekki vön að tjá sig um svona hluti en er greinilega bara reið eins og svo margir aðrir í þjóðfélaginu :)
Eftir að þið fóruð héldu umræðurnar áfram og einkenndist þetta allt saman af mikilli reiði og augljóst að ég þarf að bjóða upp á róandi í næsta barnaafmæli ef ástandið í þjóðfélaginu verður ekki orðið betra
takk enn og aftur fyrir drenginn
tengdadóttirin sem er rétt að ná sér niður en er ennþá reið.
Guðrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:47
Til hamingju með guttann. Þau eru bara yndisleg
Marta smarta, 8.2.2009 kl. 21:56
Til hamingju með púkann hann er bara flottur með flatfiskinn sinn,
þau eru nú óborganleg á þessum aldri.
Að "haska" sér er trúlega að vestan, en er ekki viss allavega var þetta sagt á mínu heimili, en föðurafi minn var af suðurfjörðunum, nánar tiltekið úr Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandasýslu.
en mamma var aftur á móti ættuð frá Ísafirði.
Knús í daginn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2009 kl. 06:24
Frábært! Hjartanlega til hamingju með litla kallinn...flottur strákur!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 9.2.2009 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.