Leita í fréttum mbl.is

Baráttan er ekki búin.

Ég er nokkuð viss um að Ingimundur Friðriksson er vammlaus og heilsteyptur maður.  Ég minnist þess að í lok október skrifaði ég pistil, þar sem ég lýsti því yfir að mig langaði til að hitta manninn og fá mér mjólkurglas með honum yfir léttu spjalli.  Held að hann hafi reynt að vera með smá andóf gegn Konungnum í Svörtuloftum en hafi nú endanlega gefist uppSideways.

Hvað Eiríkur Guðnason er að hugsa er erfitt að segja til um og Davíð Oddson er náttúrulega óútreiknanlegur og koma þá kennsluaðferðir gamla stærðfræðikennarans míns á Núpi að jafnlitlum notum og þær gerðu þá;  "Þorsteinn, ég skil ekki" - "það er ekkert að skilja bara kunna Sigrún mín"Undecided taka 2; "Þorsteinn ég kann ekki"Errm - "það er ekkert að kunna Sigrún mín, bara skilja"W00t

En andófi "þjóðarinnar" er langt í frá lokið.  Við þurfum að halda vöku okkar nú sem aldrei fyrr.  Stjórnmálamenn mega ekki halda að með þeim breytingum sem við náðum fram með búsáhaldabyltingunni séum við orðin södd og sæl.  Það er langt í frá.  Við viljum breytt þjóðfélag, önnur gildi en verið hafa í fyrirrúmi og réttlátara samfélag.

18. mótmæla- og samstöðufundurinn verður haldinn á Austurvelli kl. 15:00 í dag.  Ég vona að mæting verði góð, því oft var þörf en nú er nauðsyn.  Ég er því miður að fara á kvöldvakt og vona ég því að einhver sem þetta les og hafði ekki hugsað sér að fara, drífi sig að stað og standi þá líka pliktina fyrir migSmile

Ræðumenn dagsins eru hlustunar virði:

  • Laufey Ólafsdóttir, formaður einstæðra foreldra
  • Andrés Magnússon, geðlæknir

Fundarstjóri er: Hörður Torfason.

Að lokum vil ég benda á frábæran pistil eftir Valgeir Skagfjörð, sem hægt er að lesa á blogginu hennar Láru Hönnu.  Þessi pistill ætti að hreyfa við þeim sem halda að byltingin sé yfirstaðinWhistling

 

 

 


mbl.is Ingimundur baðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Búin að lesa. Brrr....á Austurvöll. Já, og auðvitað áfram nýja Ísland.

Rut Sumarliðadóttir, 7.2.2009 kl. 13:01

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Baráttan er ekki búin fyrr en búið er að hreins Seðlabankann af óværunni, og að breyta valdkerfinu í landinu

hilmar jónsson, 7.2.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Heidi Strand

Davíð Oddsson og Eiríkur.

Því miður kemst ég ekki á fundinn vegna þess að við erum að opna sýningu.

Heidi Strand, 7.2.2009 kl. 13:17

4 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Góða vakt Sigrún mín. Baráttukv, til ykkar. Lára er föst lesning hjá mér. kv Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 7.2.2009 kl. 14:10

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góða vakt

það var sæilega mætt á Austurvöll samkv.fréttum

Hólmdís Hjartardóttir, 7.2.2009 kl. 17:42

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er ábyggilega gott að geta leitað í speki gamla stærðfræðikennarans þíns undir þeim kringumstæðum sem við búum við núna Ef ég hef skilið þig rétt þá veitir hún a.m.k. ákveðna stóíska ró...

Famkoma þeirra sem neita að fara er eitthvað sem maður hvorki kann eða skilur. Sennilega er það bara vel en þetta mun leysast því við þurfum ekki alltaf að kunna allt og skilja til að ná tökum á því. Þolinmæðin virkar oft miklu betur í þeim tilgangi að ljúka erfiðum verkefnum. Mér sýnist á öllu að þú hafir fengið góðan skammt af henni. Sú staðreynd að þú skulir muna orð gamla stærðfræðikennarans þíns hvíslar því að mér ekki síður en staðfesa þín í mótmælunum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.2.2009 kl. 18:48

7 identicon

Flott eins og fyrri daginn. Og að muna til samlíkingar frá kennara úr bernsku?..Ekki alónýtt elsku kerlingin.

Viðurkenning. Ég bíð eins og barn jólanna eftir viðbrögðum Bubba kóngs. Er ekki skákkona en hef gaman af góðu tafli. Hitt er svo annað ég get á góðum degi verið Hrókur alls fagnaðar að eigin áliti....love ya .

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 20:24

8 Smámynd: Heidi Strand

Morgunstund har gull i mund.
Mætum með búsáhöldin við Seðlabankann á mánudagsmorgun.

Heidi Strand, 7.2.2009 kl. 21:59

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og innlegg

Það gleymir enginn Steina "beauty", sem honum kynntust, stærðfræðikennara við Núpsskóla til margra ára.

Þrælmenntaður stærðfræðingur, sem átti erfitt með að setja sig í spor unglings með fötlun á stærðfræðisviðinu....enda voru það samnemendur mínir Gunni Jóakims og Siggi Viggós sem hjálpuðu mér og fleirum í gegnum þetta torf, svo hægt væri að útskrifast með sæmd

Mér fannst bara ágætlega mætt í dag, þrátt fyrir allt og allt

Sigrún Jónsdóttir, 7.2.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband