Leita í fréttum mbl.is

Nýtt lýðveldi.....núna!

Fílabeinsturninn er að hrynja.....

Afsögn Björgvins var vel útfærð af hans hálfu.  Hann gerði allt sem "þjóðin" hefur farið fram á síðustu mánuði.  Samhliða afsögn sinni segir lætur hann stjórn FME víkja og forstjóra þeirrar stofnunar líka.  Rúsínan í pylsuendanum er svo að hann afsalar sér ráðherrabiðlaunum.

Ráðherrann f.v. hefur hlustað á "þjóðina" og það er gott.  En það tók "raddir fólksins" búsáhaldabyltingu, samstöðu og staðfestu fólksins 3 mánuði að rjúfa hljóðdempaðan fílabeinsturn.  Björgvin er ungur og heyrn hans því væntanlega betri en hinna eldri, sem þar sitja. 

Hvort stoðir þessa sterkbyggða fílabeinsturns haldi, þrátt fyrir þetta rof, kemur væntanlega í ljós næstu klukkustundirnar..... ég bíð spennt.

Ég óska Björgvini til hamingju með þessa ákvörðun.  Hvort þessi gjörningur hans á eftir að vinna með honum í komandi kosningabaráttu, mun koma í ljós.  Persónulega vil ég gefa öllum atvinnupólitíkusum langt frí.  Ég vil nýtt lýðveldi.

Ég vil Utanþingsstjórn strax!

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég líka, Óli............smá glens í sunnudaginn, maður bíður spenntur eftir framhaldinu.

Rut Sumarliðadóttir, 25.1.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Já nú er ad gledjast  Sigrún mín en ekki setja sig í stellingar og efast....Er spent ad fylgjast med á næstu klukkutímum og dögum.

Hjartanskvedja til tín

og takk fyrir ad mótmæla.

Gudrún Hauksdótttir, 25.1.2009 kl. 14:40

3 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Eins og talað út úr mínu hjarta og huga Sigrún

Máni Ragnar Svansson, 25.1.2009 kl. 14:45

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og innlegg  Velkominn i minn góða bloggvinahóp Máni Ragnar

Ég er að fara í vinnuna og það er erfitt, því við verðum að halda umræðum og fréttum um stjórnmálaástandið í lágmarki á mínum vinnustað vegna skjólstæðinga okkar

Hvernig verður Ísland að kvöldi þessa dags?

Sigrún Jónsdóttir, 25.1.2009 kl. 15:10

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sigrún: Það er bara ein af þessu lymskufullu aðferðum sem hafa verið notaðar í þögguninni. Í mínum skóla eru pólitísk umræða bönnuð fyrir utan kennarstofuna. Við gætum nefnilega eitthvað bla, bla nemenda okkar Nemendur mega heldur ekki stofan pólitísk félög sem starfa innan veggja skólans.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 15:20

6 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Þetta hefst Sigrún mín á þrautsegjunni, að gefast ekki upp og standa svona þétt saman eins og þig hafið gert er farið að vekja athygli út fyrir landsteinana. Nú fara þeir að taka niður eyrnablöðkurnar hver af öðrum hlýtur bara að vera, annars þarf bara að hjálpa þeim upp úr stólunum . Góða vakt ljúfan og baráttukv. til ykkar þarna heima .. Kv Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 25.1.2009 kl. 17:04

7 Smámynd:

Næsta frétt var að nú teldi Samfylking ímynd sinni borgið. Ætli Björgvin hafi þá sagt af sér í þeim tilgangi að bjarga æru Samfylkingarinnar. Stundum veit maður ekki hvað maður á að halda

, 25.1.2009 kl. 18:53

8 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Búsáhaldabyltingin lifi!

Ég óska þjóðinni þeirra fallegu sýnar að við við fáun nýtt lýðræði, að við lærum af mistökunum og stöndum uppi sterkari á eftir með ný stjórnmálaöfl, nýtt fólk og nýja hugsun.

Utanþingsstjórn STRAX!

Baldur Gautur Baldursson, 25.1.2009 kl. 19:21

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú færumst við í aukana.

Seðló út í hafsauga (sko stjórnina og Davíð fyrst og fremst).

Ríkisstjórnina burt.

Púmm, púmm, púmm.  Lifi byltingin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.1.2009 kl. 20:26

10 identicon

En samt vill Geir enn ekki útiloka neitt.  Hann er orðinn hrikalega innilokaður með sína ekki útilokanir.  Gef honum tíma þar til á morgun. Þá rætist ósk þín og að held barasta allrar þjóðarinnar. Svo sterkt hefur byltingin verið að undanförnu. Meðvirknispésar eins og ég hef snarsnúist. Allt hægt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 21:50

11 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sammála í öllum atriðum.

Magnús Paul Korntop, 25.1.2009 kl. 22:47

12 Smámynd: Auður Proppé

Sjáum til hvað verður á morgun, Geir vill ekki sleppa stjórntaumunum of auðveldlega.

Auður Proppé, 25.1.2009 kl. 23:44

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég næ að verða rúmlega 120% sammála, án þezz að reyna, N.B.

Steingrímur Helgason, 26.1.2009 kl. 00:58

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Púmm púmm púmm vanhæf ríkisstjórn,  lifi eldhúsáhaldabyltingin

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.1.2009 kl. 01:16

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta hefst

Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2009 kl. 02:10

16 identicon

Hæ, utanþingsstjórn hljómar betur en þjóðstjórn. Takk fyrir innlitið hjá mér, Sigrún.

kær kveðja, Óli

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 02:55

17 identicon

Ég trúi Björgvin. Treysti manninum fullkomlega. vonandi kemur hann öflugur inn fljótlega.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 07:15

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sammála..ég vil utanþingsstjórn. Það eru flest allir glaðvaknaðir og láta ekki plata sig eina ferðina enn nema kannski hún þarna fyrir ofan mig

En maður sér nú hörðustu stjórnarelskendur snarsnúast þessa dagana enda fáir sem geta orðið haldið uppi merkjum þessarar svívirðu án þess að roðna og blána og skammast sín niður í tær.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.1.2009 kl. 10:38

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála þér! STRAX!

Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband