Leita í fréttum mbl.is

Gefum þeim svigrúm og tíma.

geir_hilmar_haarde.jpgÉg vil byrja á því að óska Geir góðs bata og fjölskyldu hans styrk og æðruleysi við að takast á við þær erfiðu vikur sem framundan eru vegna þessara alvarlegu veikinda.

Staðan er breytt.  Nú mun fara í gang mikil endurnýjun á forystu Sjálfstæðisflokks.  Innbyrðis flokkadrættir og kosningabarátta mun nú hefjast af fullum þunga innan þessa flokks.  Gefum þeim svigrúm og tíma.  

Utanþingsstjórn strax!

Samfylkingin virðist vera í sömu sporum.  Ingibjörg Sólrún fékk góðar fréttir í dag og ég óska henni til hamingju með það.  Þar innanflokks er mikill órói og framadraumar sumra þar innandyra hafa opinberast þjóðinni undanfarna daga.  Gefum þeim svigrúm og tíma.

Utanþingsstjórn strax!

Framsóknarmenn með sína nýju forystu en gamla spillta fortíð þurfa enn mikinn tíma til að ná áttum og kveðja sukkið.  Gefum þeim svigrúm.

Utanþingsstjórn strax!

Vinstri Grænir vilja kosningar á morgun, sennilega svo þeir geti innheimt núverandi "kannanafylgi".  Þeir vita samt ekki alveg hvað þeir vilja gera í núverandi stöðu þjóðfélagsins.  Þeirra svör eru jafn loðin og annarra atvinnupólitíkusa.  Gefum þeim svigrúm og tíma.

Utanþingsstjórn strax.

Engin hefur verið dregin til ábyrgðar vegna ógnvænlegs ástands þjóðarinnar.

Seðlabankastjórn situr sem fastast.

Stjórn Fjármálaeftirlits situr sem fastast.

Meintir fjárglæframenn stunda ennþá vafasöm viðskipti og þjóðinni blæðir.

Tökum höndum saman og stofnum nýtt lýðveldi.  Undirskriftarsöfnun hér:

http://www.nyttlydveldi.is/

 


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Búin að skrá mig. Verð að vinna á morgun.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

´Madur er slegin yfir tessum nýju tídindum af Geir Haarde.

Búin ad skrá mig  og eigdu góda helgi mín kæra.

Gudrún Hauksdótttir, 23.1.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Halla Rut

Þetta er nákvæmlega málið. Góð skrif hjá þér.

Halla Rut , 23.1.2009 kl. 13:46

4 identicon

Mikið er ég sammála þér,- krafa okkar hlýtur að vera utanþingsstjórn. Það er komið nóg!

Um leið vona ég að Ingibjörg og Geir nái fullum bata á ný og óska þeim velfarnaðar.

Halla (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:47

5 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Sammála þér Sigrún mín. Góða helgi til þín og þinna.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 23.1.2009 kl. 13:51

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ji mér dauðbrá.  Ég hélt að þú værir að mæla með þögn fram að kosningum.

Djísús.

Þrátt fyrir þessar skelfilegu fréttir af heilsu Geirs þá hefur aldrei verið meiri þörf fyrir utanþingsstjórn en einmitt núna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 13:57

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Búin að skrá mig.

Ég er alveg að tjúllast með þennan appelsínugula lit!

Rut Sumarliðadóttir, 23.1.2009 kl. 13:58

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 23.1.2009 kl. 14:18

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Algjörlega sammála þér! Gefum þeim tíma - gefum þeim svigrúm!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 14:25

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og góðar undirtektir

Er að far að kvöldvakt og þar er ég ekki í tölvusambandi, svo ég lít við hjá ykkur seinna

Sigrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 14:34

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða helgi kæra Sigrún

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 17:16

12 Smámynd:

Sammála þér Sigrún - utanþingsstjórn strax. Gefum veiku fólki og flokkum tíma og svigrúm til bata og breytinga.

, 23.1.2009 kl. 18:15

13 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skemmtilegur, þarftur og kraftmikill pistill hjá þér. Ég verð þó að segja eins og Jenný Anna að ég hélt fyrst þegar ég sá fyrirsögnina að þú hefðir fengið höfuðhögg

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.1.2009 kl. 19:45

14 identicon

Gott kæra Sigrún. Búinn að styðja nýtt lýðveldi.  Núverandi lýðveldi er að komast á ellilífeyrisaldur og tími kominn á punkt.  Utanþingstjórn virðist vera það eina skynsama miðað við fréttir dagsins.  Sem eru sorglegar og gerir allt viðkvæmara.  Kveðja.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:14

15 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Utanþingsstjórn núna strax!  Tek að mér dóms- og kirkjumálin!  :)

Nei í fúlustu alvöru þá er kominn tími til að gera eitthvað vitrænt í þessu aumingjans samfélagi. Heilsubrestur Geirs er hryggilegur, en auðvitað gefum við honum frí og leyfum öðrum frískari að taka við. 

UTANÞINGSSTJÓRN STRAX

Baldur Gautur Baldursson, 23.1.2009 kl. 23:29

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er líka búin að skrá mig, og mun mæta á mótmælafundinn á morgun.  Lifi eldhúsáhaldabyltingin. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:34

17 identicon

Ég ber mikla virðingu fyrir þér Sigrún.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband