Leita í fréttum mbl.is

Af litlum neista, verður oft mikið bál :)

"Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, því það má finna út úr öllu ánægjuvott".  Þetta er laglína, sem hljómað hefur í kollinum á mér í morgun....og nú er ég búin að smita ykkur ágætu lesendurTounge

Árið 2008 hefur verið sviptivindasamt, sérstaklega á hinu pólitíska sviði.  Þetta verður eflaust árið sem verður minnst vegna barnalegrar baráttu um borgarstjórastólinn í henni frk. Reykjavík, þar sem hulunni var endanlega svipt af sjálfmiðuðum valdagræðgisjúklingum hins pólitíska "sandkassa".

Þetta var líka árið, sem góðærið hrundi yfir okkur með þvílíkum hvelli að jarðhræringar austan fjalls féllu í skuggann vegna hamfara af mannavöldum.  Ekki ætla ég að gera lítið úr upplifun vina minna fyrir austan fjall, vegna náttúruhamfaranna, sem þar dundu yfir, eignamissis og þess vanmáttar, sem fólk á þessum slóðum þurftu að takast á við.  Náttúruhamfarir eru fyrirbæri sem við Íslendingar höfum þurft að glíma við í gegnum aldirnar og oftast gert það með þvílíku æðruleysi að unun hefur verið að lesa um og fylgjast meðHeart

En "góðærið", sem okkur var sagt að allir tækju þátt í var víst vegna rómaðs dugnaðar örfárra einstaklinga, sem fengu á sig stimpilinn "þotuliðið" og "útrásarvíkingar" svo eitthvað sé nefnt.  Ákall þessa "venjulega" vinnandi manns um hlutdeild í góðærinu var tekið fálega og oftar en ekki fékk "almúginn" á sig stimpilinn "öfundarmaður" og "niðurrifssinni".

"Öfundarmenn" og "niðurrifssinnar" voru þeir líka kallaðir sem vöruðu við fölskum undirstöðum góðærisins........en svo kom hruniðW00t  Í ljós kom að undirstöður góðærisins voru fúnar og rotnar og allt hrundi sem hrunið gat.  Undan farginu skreið spillingin, sem smitað hafði stóran hluta þessarar áður siðmenntuðu þjóðar.  Lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar höfðu sofnað á verðinum og tóku virkan þátt í útrás þotuliðsins.

"Veldur sá er á heldur" segir máltækið.   En "góðærisævintýrið" mun sennilega lenda harðast á þeim sem ekki tóku þátt, þótt þeir gjarnan hefðu viljaðFrown....og afkomendum okkar.

Góðærishrunið hefur valdið þvílíkum skemmdum að talað er um að það muni taka komandi kynslóðir um 100 ár að endurheimta það traust og velvild, sem við áttum hjá öðrum þjóðum.

Góðærið var eins og eldköstur, sem glóði bjart og eirði engu...en nú er sá eldur slokknaður og einungis glóðin í öskustónni er eftir.  Fyrir mér er þessi glóð vonarneisti um nýtt líf, nýjar forsendur og síðast en ekki síst - nýtt Ísland -

Í þessari glóð er að fæðast vitundarvakning sem ber að virkjaHeart

Ég óska samferðarmönnum mínum gæfuríks komandi ársHeart 


mbl.is Níu brennur í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég var meira að segja kölluð félagsskítur einhvern tíma þegar ég var ekki sammála því að allt væri gull sem glóði...... Moi!!

Eigðu gleðileg áramót Sigrún og hittumst kátar á nýju ári

Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

"Fátt er svo með öllu ill að ekki boði nokkuð slæmt" held ég að setningin hafi hljómað í Dýrunum í Hálsaskógi. En þar náðu dýrin því að verða allir vinir. Lítil von til þess á klakanum. Hún er kannski nær sanni en sú upprunalega.

Gleðilegt árið Sigrún mín, vonandi byltingarárið. 

Rut Sumarliðadóttir, 31.12.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 "Fyrir mér er þessi glóð vonarneisti um nýtt líf, nýjar forsendur og síðast en ekki síst - nýtt Ísland - "

Líst vel á þig! Þegar við föllum þýðir ekkert að liggja og grenja, heldur standa upp og taka á því!

GLEÐILEG ÁRAMÓT 2008 - 2009!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2008 kl. 11:29

4 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Tek undir með jóhönnu,látum vera að grenja.og tökum á þessu með æðruleysi.óska þer og þínum gleðilegs árs og friðar og horfum bjartsyn á komandi ár

Sædís Hafsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Okkar bestu óskir um farsæld á árinu 2009

Ía Jóhannsdóttir, 31.12.2008 kl. 11:42

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigrún mín, get tekið undir hvert orð.

Bestu nýárskveðjur til þín og þinna  

Kolbrún Hilmars, 31.12.2008 kl. 13:35

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill tek hér undir hvert orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband