23.12.2008 | 12:18
Skatan er komin í pottana!
Ég efast ekki um að það muni "sjóða uppúr" í byrjun næsta árs hér á Íslandi. Æ fleiri gera sér grein fyrir ástandinu og reiði fólks mun aukast, þegar skellurinn hittir okkur af fullum þunga.
En nú er hátíð í bæ og landinn ætlar þrátt fyrir allt að gera sér dagamun og njóta samveru með vinum og vandamönnum. Það er líka nauðsynlegt að staldra aðeins við og rækta það sem er okkur mikilvægast í lífinu. Kærleikurinn er sterkasta aflið í heiminum ritaði hún Sigga amma mín í grein sem birtist í riti Kvenfélagsins Ársólar á Súgandafirði í kringum 1930. Kærleikurinn mun vonandi ríkja á öllum "vígstöðvum" nú yfir hátíðarnar
Í dag fæ ég tækifæri til að hitta bæði vini og fölskyldu í hinum árlegu Skötuveislum, sem mér er boðið í. Þar mun krauma í pottum en passað verður uppá að ekki "sjóði uppúr"
Uppúr hádeginu, fer ég til vinafólks míns í Heiðargerðinu, þeirra Steinu og Ásbergs. Bolvíkingurinn Ásberg passar upp á skötusuðuna og Steina mun með sínu smitandi brosi og skemmtilegheitum halda uppi góðri stemmingu meðal vina, sem sækja þau heim á þessum degi og hafa gert í nokkur undanfarin ár.
Fann bara mynd af öðrum helmingi veisluhaldara. Þetta er Steina fasteignasali og minn sérlegur endurskoðandi.
Seinna í dag, mun ég svo mæta í árlega Skötuveislu, þar sem fjölskyldan mín mun koma saman hjá Siggu systurdóttur og Vigni, hennar manni. Við vorum svo ótrúlega heppin, mín fjölskylda að Vignir, sem er Skagamaður er líka skötumaður Þetta er eini tíminn yfir hátíðarnar, sem mín fjölskylda hittist öll, því eins og gengur og gerist verður ein lítil kjarnafjölskylda að mörgum, þegar fram líða stundir.
Einhvernvegin er það nú þannig að það þarf einhver góður fjölskyldumeðlimur að byrja svona hefðir og er ég óumræðilega þakklát minni kæru frænku fyrir sitt framtak
Það er misjafnt hverjir geta mætt hverju sinni, því fjölskyldan er dreifð um heimsbyggðina. Í fyrra mættu t.d. Úlli og hans fjölskylda, sem býr í Ameríkunni. Jón Þór og fjölsk. eru nú fjarri góðu gamni, þar sem þau eru búsett í Svíþjóð. Jóna Lára og fjölskylda eru í Danmörku og Abbi bróðir að sjálfsögðu í Ástralíu. Í dag munum við senda þeim öllum hlýjar kærleikakveðjur
Þessi mynd var tekin í síðustu skötuveislu af bræðrum mínum Jóa og Svenna. Vonandi mæta þeir báðir í kvöld ásamt sínum niðjum og þeirra fjölskyldum....Ég hlakka svo til
Ég verð örugglega orðin vel "kæst" eftir daginn, en ég veit að það mun ekki "sjóða uppúr" hjá gestgjöfum mínum í dag, en "niðursveiflan" mun eflaust koma til tals og sitt sýnist hverjum í þeim efnum
Eigið góðan dag kæru vinir, nær og fjær
Óttast að uppúr sjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Góða skemmtun!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 12:19
Eigðu góðan dag mín kæra
Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 12:27
Ég held að fólk hafi enga einustu hugmynd um hversu harður skellurinn verður á næsta ári.
Þetta minnir mig á lénsfyrirkomulagið á miðöldum. Tapaði einn höfðingu fyrir öðrum í spilum eða íþróttum eða jafnvel stríði, sendi sá er tapaði leiguliða frá sér til þess sem sigraði, já eða seldi hreint og beint í hendur sigurveigarans. Þetta minnir um margt á það sem er að gerast og á eftir að gerast á Íslandi næsta árið: Að fólk verður látið vinna upp skuldir spilavítakonunganna.
Næsta ár verður MJÖG erfitt og mikið atvinnuleysi mun skjóta upp kollinum án efa á fyrstu mánuðum ársins þegar gjaldþrotaumsóknirnar fara að renna inn sem á færibandi.
Hvet Íslendinga að vera forsjálna og þrengja sultarólarnar.
Baldur Gautur Baldursson, 23.12.2008 kl. 12:49
Úff ég finn næstum ,,fnykinn" af herlegheitunum. Ét ekki svona mat skal ég segja þér en gaman að vera meðal vina og fjölskyldu á þessum degi. Njóttu vel vinkona.
Ía Jóhannsdóttir, 23.12.2008 kl. 13:16
Njóttu dagsins og hehemmm... matarins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.12.2008 kl. 15:57
Mmmmmm, skata, bauð manninum mínum í skötu á sjúkrahúsinu í hádeginu, hún var góð!
Góða skemmtun, Sigrún mín og njóttu vel skötunnar!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 18:43
Gleðileg jól og þakka bloggið á árinu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:21
Kæru bloggvinir, takk fyrir innlit og innlegg
Dagurinn var fullkominn. Súgfirsk skata í hádeginu frá Jóa Bjarna, frænda mínum á heimili alls óskildra vina
Kvöldið í faðmi fjölskyldu var eitthvað sem ekki verður toppað á þessu ári
Love you all
Sigrún Jónsdóttir, 24.12.2008 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.