20.12.2008 | 21:31
Góður dagur:)
Þetta var góður mótmælafundur hjá okkur á Austurvellinum í dag. Við holmdish mættum tímanlega, þögðum í heilar 11 mínútur......sem einhverjum strákaskömmum fyrir norðan finnst nú frekar ótrúlegt, en þetta gátum við
Hittum marga bloggvini eins og t.d. Láru Hönnu larahanna, Jónu Kolbrúnu huxa, Heiðu skessa, Katrínu katrinsnaeholm og Heide heidistrand . Á leið frá fundi hittum við svo gamlan kunningja, sem er nýorðin bloggvinur minn, hann Gunnar Þór silfri.
Samkenndin er orðin svo mikil meðal mótmælenda að erfitt var að yfirgefa svæðið, þótt Kári væri farinn að bíta svolítið í.
Að lokum drifum við okkur inn í Blómaval, þar sem Hólmdís fjárfesti í jólatré og híasentum. Skilaði henni svo heim og fór í kaffisopa hjá Svenna bróðir og Ellý....loksins. Þar var Björg nýkomin heim frá Spáni, þar sem hún var í námi og er hún þegar orðin virk í mótmælaaðgerðum. Við frænkurnar verðum örugglega áberandi í "borgaralegri óhlýðni" eftir áramót.
Kom svo við í einni búð á leiðinni heim og keypti 3 síðustu jólagjafirnar, sem ég gef þessi jólin. Langar af því tilefni að benda á útsölumarkað í kjallara Partýbúðarinnar (var Leikbær áður) í bláu húsunum í Faxatúni. Þar er hægt að gera ágætis kaup.
Þannig að þótt ég leyfði mér að fara á mótmælafund, þá varð mér heilmikið úr verki......er hér um bil búin að "öllu" og get bara dólað mér fram að jólum
Fékk öðruvísi jólakort frá Helgu vinkonu minni í Ástralíu á dögunum, langar að deila því með ykkur:
http://www.jacquielawson.com/viewcard.asp?code=0212320003
![]() |
Þögul mótmæli á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Athugasemdir
Svo fallegt kort.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.12.2008 kl. 21:46
Já þau eru alveg spes þessi kort. Fæ alltaf nokkur frá vinum erlendis um hver jól.
Ía Jóhannsdóttir, 20.12.2008 kl. 21:54
Fallegt kort.
Búin að gera greniskreytingar......einfaldar en vel lyktandi
Hólmdís Hjartardóttir, 20.12.2008 kl. 21:56
Mínar eru komnar á fallegan stað Hólmdís, vantar bara smá greni.....hlýt að fá það hjá einhverjum, þegar búið er að snyrta jólatréð. Takk fyrir mig
Sigrún Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 22:02
Það var gaman að hitta ykkur á mótmælafundinum. Ég var líka smá dugleg í gær. Ég verslaði með mínum fyrrverandi og hann borgaði
Svo fórum við að skoða úlpu á örverpið og keyptum eina saman ég borgaði 7.200 og hann 2.880 við fengum flotta Didriksen úlpu í Ellingsen. Svo bakaði ég tvær sortir af smákökum og var náttúrulega með fullt af fólki í mat.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.12.2008 kl. 00:44
Eftir því sem mér skilst þá fá ákveðnir aðilar ekki að tjá sig á þessum mótmælum vegna þess að þeir þóknast ekki Herði Torfasyni. Þessir sömu aðilar tengjast ekki vinstri grænum (flokkadrullan komin í spilið enn of aftur) en allir sem þarna fá að tala eru vinstri grænum þóknanlegir. Ef þessir menn eru að segja rétt frá og ef þetta er rétt gef ég skít í þessi mótmæli. Ef sumir eru hundsaðir af því þeir tilheyra ekki ákveðnum stjórnmálaflokki ... er það þá lýðræði? Ég held ekki! Og ég hélt að þessi mótmæli væru sönn og heiðarleg!
Helgi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 02:01
Æðislegt kort
, 21.12.2008 kl. 11:02
Og hverjir eru það sem þú talar um, Helgi?
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.12.2008 kl. 11:17
Ég þakka öllum fyrir innlit
Jóna Kolbrún, þú ert dugnaðarforkur
Helgi, ég legg sömu spurningu fyrir þig og Lára Hanna. Ég hef ekki orðið vör við neina flokkapólitík á þessum mótmælafundum.
Sigrún Jónsdóttir, 21.12.2008 kl. 11:22
Fallegt kort, er ekki búin með jólaundirbúning, föst í hundauppeldi og piss og kúk i bili. Það tekur enda, eða er það ekki alveg öruggt að hundar læri á endanum að gera stykkin sín utandyra ef ekki þá er ég í djúpum sk.... bókstaflega.
Rut Sumarliðadóttir, 21.12.2008 kl. 11:33
Mér sýnist þetta vera þverpólitísk mótmæli Helgi.
En nóg að gerast hjá minni.
Magnús Paul Korntop, 21.12.2008 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.