15.12.2008 | 00:09
Sjáumst á Facebook :)
Ég fékk óvænt og fullkomið kreppufrí í kvöld. Hitti æskuvinkonur mínar, Eygló Einars, Kollu Högna og Eyrúnu Guðbjörns.
Létum eins og enginn væri morgundagurinn og fórum á veitingastaðinn Vegamót, borðuðum, dreyptum og spjölluðum.....og spjölluðum meira
Eygló býr í Svíþjóð og það er eins og það er....við hinar hittumst varla nema þegar Eygló er í skreppi túr á landinu.
Fyrstu eða jafnvel önnur drög að heimsókn til Svíþjóðar rædd....og við getum alla vega látið okkur dreyma
Fésbókin var nokkuð til umræðu og vorum við sammála um að hún væri hið mesta þarfaþing og hefur fært okkur, sem þar erum nær hvert öðru. Eyrún var sú eina af okkur, sem ekki er skráð þar, en ég held að okkur hafi tekist að sannfæra hana í kvöld
Um leið og ég þakka þessum yndislegu æskuvinkonum fyrir ljúft og gott kvöld, vil ég benda öðrum æskuvinum, sem sjást með okkur á meðfylgjandi mynd og mögulega lesa þessar línur að hitta okkur á Fésbókinni....svona til að byrja með, því það er aldrei að vita hvað getur orðið í framhaldinu
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Æi þið eruð svo miklar dúllur þarna með kennaranum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.12.2008 kl. 00:33
Fézbókarfjárinn já. flóra fortíðarinnar...
Steingrímur Helgason, 15.12.2008 kl. 00:45
gaman hjá þér...........flott mynd
Hólmdís Hjartardóttir, 15.12.2008 kl. 00:48
Fésbókin er alveg ágæt, ég skráði mig í hana fyrir rúmri viku
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.12.2008 kl. 00:57
Vinkonur eru bestar. Oft og mörgum sinnum bjargað geðheilsu undirritaðar. Konur eru konum bestar.
Rut Sumarliðadóttir, 15.12.2008 kl. 08:25
Hver er gaurinn sem krýpur í fremstu röð? ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 10:16
Það er ómetanlegt að eiga góðar vinkonur! Facebook I don´t think so. Örugglega rosalegur tímaþjófur.
Ía Jóhannsdóttir, 15.12.2008 kl. 10:23
Jamm þessi fésbók, ég hef afskaplega lítinn tíma fyrir hana, verð að koma mér í gír, þegar ég fær tölvuna aftur í gagnið. Gaman að myndinni. Kærleiksknús
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2008 kl. 11:08
Góðan daginn kæru vinir....nú er ég loksins komin í smáfrí eftir helgartörn
Ég eyði nú ekki löngum tíma í Fésbókina enn sem komið er....en kíki inn daglega í svona 15 - 20 mín.....svona eins og að skoða póstinn sinn, án þess að þurfa að svara hverju innleggi.
Hrönn, það er nú það, ég bara man það ekki. Ég er nefnilega ennþá með skammtímaminnið í lagi, þannig að langtímaminnið er ennþá í þoku. Svo komu svo margir krakkar, "að sunnan" á sumrin, sem maður kannski kynntist ekki svo vel.
En ef það er einhver þarna úti sem kann svarið, væri það vel þegið
Sigrún Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 16:22
Er þetta ekki Kristinn Jóns (Jóns skóla? )
gua (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 17:41
gua???! Gæti vel verið En hver ert þú?
Notaði tækifærið og óskaði eftir "vináttu" Kristins á Fésbókinni
Sigrún Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 20:49
Ég þarf að tékka á þessari fésbók, hef aldrei opnað hana og veit varla út á hvað hún gengur.
Helga Magnúsdóttir, 15.12.2008 kl. 21:46
Rosalega hefur verið gaman hjá ykkur. Fésbókin er bráðsniðug, mér finnst hún ekkert meiri tímaþjófur en margt annað á netinu.
Knús á þig, Sigrún mín
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:03
Gýgja Hermanns kenndi mér leikfimi hún var glæsileg kona.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:10
Það hafa bara verið allar flottustu gellur þess tíma á sama stað á sama tíma
Guð er góður
Gunnar Þór Ólafsson, 16.12.2008 kl. 19:26
Tek undir með Zteingrími. Þetta er ljóta ruglið þessi fésbók.
Haraldur Bjarnason, 16.12.2008 kl. 21:19
Það er ekki undirritaður sem krýpur í fremst röð.
Kristinn Jónsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 22:13
Takk fyrir innlit
Takk fyrir þetta Kristinn, mér fannst drengurinn á myndinni líka of dökkhærður til að geta verið þú......en við vorum jú að koma úr sundi. Við Eyrún höldum að þetta geti verið Matti.
Gunnar Þór, SEGÐU
Bestu kveðjur til ykkar allra
Sigrún Jónsdóttir, 16.12.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.