13.12.2008 | 13:49
Ég skil.....
hvernig þér líður Ingibjörg.......þú varst valin "sætasta stelpan á ballinu" og telur þig því geta sett skilyrði
Ég skil líka að "samræðustjórnmál" fela í sér að þið Geir talið saman....auðvitað, skárra væri það nú En við....þú veist, þessi þjóð, höfum líka verið að reyna ýmislegt til að ná sambandi við þig, en höfum ekki fengið nein viðbrögð hingað til, kannski höfum við kallað of hátt.....svo að í dag ætlum við að þegja.....legðu við hlustir
"Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun að hún og Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks, hefðu rætt um breytingar sín á milli á ríkisstjórninni en vildi ekkert segja nánar um það. Sagði hún stjórnvöld verða að svara kalli um breytingar og vísaði þar til Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar".
Ég skil alveg, þarf ekkert fleiri orð um það......ég vil bara að þú farir að láta "verkin tala"
Ingibjörg, í dag ætlar hluti af þjóðinni að þegja saman í 17 mínútur við Austurvöll.....1 mínúta í þögn fyrir hvert ár sem samstarfsflokkurinn þinn hefur verið við völd og lagt grunnin að því óréttláta öfgasamfélagi, sem við búum í.
"Ingibjörg var spurð hvort orð hennar mætti túlka sem hótun til Sjálfstæðisflokksins um að stjórnarsamstarfinu verði slitið, samþykki flokkurinn ekki á flokksþingi að sækja um aðild að ESB. Hún svaraði að þá stæði ríkisstjórnin í þeim sporum, að stjórnarflokkarnir hefðu tvær mismunandi stefnur í peningamálum og þá væri samstarfinu sjálfhætt".
Ingibjörg, þú ert ennþá "sætasta stelpan á ballinu".....farðu að skoða í kringum þig, þú veist að það kann ekki góðri lukku að stýra í "góðu hjónabandi" að ætla bara að breyta makanum, það gengur aldrei upp
I understand - Herman´s Hermits:
Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Ingibjörg er örvæntingafull. Fíflaleg komment hjá henni að átta sig á því núna að við viljum breytingar. Hún stýrir sundurlausum her og ég tek ekkert mark á þessar yfirlýsingu. Er ekki hótun. Hún veit að Sjálfstæðisflokkurinn er á fullu gasi að móta tillögur fyrir landsfund. Samfylkingin er ekki að gera neitt. Ingibjörg er búin að vera lasin síðan í haust og á að sýna sjálfri sér virðingu með því að draga sig í hlé. Og óska eftir aðrir ráðherrar Samfylkingar geri það sama.
Fínt lag en rosalega er söngvarinn nefmæltur. Eigðu góðan dag Sigrún.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 14:06
Er á leið í þögnina
Hólmdís Hjartardóttir, 13.12.2008 kl. 14:10
Einar, ég er þér alveg sammála......var bara að reyna að nota "samningatækni" kvenna, sem er nú einhvernvegin á þá leið að við tölum "andstæðinginn" á okkar band með góðu
Peter Noone nefmæltur? Mín kynslóð kvenna tók örugglega ekki eftir því á 6. og 7 áratug síðustu aldar, þegar við hlustuðum á hann í "sæluvímu"....
Hólmdís, ég vildi að ég kæmist með þér...
Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 14:26
Þetta lag tekur mig mörg ár aftur í tíman, skýtt með Ingibjörgu ég vil hlusta á þetta lag.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.12.2008 kl. 14:29
Segðu, Anna Ragna.....
Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 14:32
Elsku Sigrún mín, greinar þínar undanfarið er þörf aminning til fólks, staðreyndirnar um hversu rotið hið Íslenska samfélag er. Það er sama hvar drepið er niður fæti allstaðar er spilling, eiginhagsmunapot, og endalaus hroki í garð almennings, sá sem þú treystir í gær stingur þig í bakið í dag. Skil vel að fólk almennt orki ekki lengur þetta svínarí. 'I dag er góður tími til að hafa þögn í 17 mín til hugleiðingar fyrir að aldrei meir skulu Íslendingar þurfa að kykkna undan oki íhaldsins sem tröllriði hefur landinu okkar í alltof mörg ár. Stöndum saman, ,sínum samhug ekki bara í orði. Baráttukveðju til þín kæra. Næstu helgi mæti ég með þér á Austurvöll. þá skulum við ekki þegja. Flott lagaval hjá þér og á virkilega vel við um samband GHH og ISG, og mætti týna fleiri til. Er með þér í huga fra Norge.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 13.12.2008 kl. 14:40
Takk Sirrý mín og ég vona svo sannarlega að ég fái að hitta þig um næstu helgi
Er að fara á kvöldvakt.....sé ykkur í kvöld
Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 14:48
Takk Sigrún, fyrir HH lagið, flaug aftur til 1964-5, þetta var eitt af vangalögunum á gaggóböllunum forðum
(With a touch of Elvis`s : Are you lonesome tonight...)
Kolbrún Hilmars, 13.12.2008 kl. 14:51
TAKK.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.12.2008 kl. 17:06
Þegar sætasta stelpan á ballinu fer að tala er ekki víst að hún hafi verið klárasta stelpan á ballinu
Haraldur Bjarnason, 13.12.2008 kl. 17:27
Ég kaus Ingibjörgu Sólrúnu hún hefur valdið mér miklum vonbrigðum komin í hana sami hrokinn og hjá hinum. Veit satt best að segja ekki hvað ég kýs næst? Ertu með tillögu?
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 18:13
Já konan þarf líka að líta í eigin barm. Það getur reynst mörgum erfitt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 18:40
Auðvitað þurfum við breytingar, yfirvegaðar en gegnheilar breytingar. Það skiptir litlu að skipta út nokkrum ráðherrastólum. Hér þarf að fara fram gegnheil útskipti fyrir nýtt heiðarlegt blóð í stjórnmálin á Íslandi. Ég er enn á þeirri skoðum að utanþingsstjórn sem sæti restina af kjörtímabili núverandi stjórnar væri lausn til að gefa nýju pólitísku afli tækifæri að koma fram.
Baldur Gautur Baldursson, 13.12.2008 kl. 19:45
Heidi Strand, 13.12.2008 kl. 22:14
Heyr heyr ég tek undir hvert orð hjá þér, það var kalt á fundinum í dag og tíminn lengi að líða.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.12.2008 kl. 22:47
Heiða Þórðar, 13.12.2008 kl. 23:36
Takk fyrir heimsóknir og innlegg
Jóna, en þú mættir....takk fyrir það
Ég hef eiginlega engu við þetta að bæta, nema kannski að ég er ennþá sammála Baldri Gauta með Utanþingstjórn, alveg til þess tíma að flokkarnir hafa tekið ærlega til hjá sér, þangað til get ég ekki bent þér á neinn flokk Hallgerður mín.
Heiða takk fyrir innlit og hlýja kveðju.
Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 23:54
Sammála Ingibjörgu.
Knús og ljúfar kveðjur
Magnús Paul Korntop, 14.12.2008 kl. 06:25
Takk og aftur takk...þú ert flottust!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 14.12.2008 kl. 13:58
Það verður allavega að gera eitthvað. Þetta lið hefur haft of mikinn tíma til að klóra yfir skítinn sinn og reyna að koma sökinni yfir á aðra. Aðstæður voru allt aðrar þegar þetta fólk var kosið á þing og það hefur greinilega sýnt að það ræður ekki við ástandið eins og það er.
Helga Magnúsdóttir, 14.12.2008 kl. 19:48
Þetta er svo sannarlega góður pistill, tek undir hvert orð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2008 kl. 11:11
Takk fyrir innlit og innlegg góða fólk
Sigrún Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.