27.11.2008 | 16:38
Trúnaðarbrestur!
Ég vil nú meina að trúnaðurinn milli launþega og verkalýðsforystu fari líka minnkandi. Ég hef aldrei skilið verkalýðsforystu sem leggur fram kröfugerð fyrir sína umbjóðendur, sem fela í sér kjör undir framfærslukostnaði.
Hefur verkalýðsforystan einhvertíma rannsakað og skilgreint, hvað dugir til lágmarksframfærslu? Það getur varla verið, þar sem lægstu heildarlaun, sem þeir hafa samið um fyrir sitt fólk nær ekki kr. 140.000.- pr. mán. Hvað er eftir til framfærslu af þessum launum, þegar teknir hafa verið skattar og önnur lögbundin gjöld?
Gylfi, forseti, vill ekki heldur hrófla við verðtryggingunni, hann telur sig vera að passa lífeyrissjóðinn okkar....svona eins og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa gert með setu í stjórnum sjóðanna, sem þrátt fyrir það hafa rýrnað heil ósköp.
Ætli Gylfi, hagfræðingur hafi reiknað út, hvað verður mikið tap fyrir lífeyrissjóðina, ef þorri ungs fólks flytur úr landi með sínar fjölskyldur, m.a. vegna verðtryggðra lána, sem gerir þeim ekki kleyft að eiga hér húsnæði?
Nýja Ísland, þarf ekki bara nýja ríkisstjórn, heldur líka nýja hugsun hjá forystu launþegahreyfingarinnar.
Helgi Hóseasson er minn maður! Hann var löngu búin að sjá sannleikan á gamla Íslandi.
Kosningar eru hættuspil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Mæl þú manna heilust
Hólmdís Hjartardóttir, 27.11.2008 kl. 16:44
Takk eins og talað úr mínu hjarta!
Elísabet (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:46
Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2008 kl. 16:57
Einmitt, þú orðar þetta bara svo fjári vel.
Rut Sumarliðadóttir, 27.11.2008 kl. 17:17
Takk fyrir innlit og innlegg
Einar minn, anda inn, anda út og svo ættir þú bara að drífa þig í að skrifa svona pistil á þína bloggsíðu....því ég sé að hún er illa nýtt
Annars ættir þú að vita, ef þú hefur eitthvað verið að fylgjast með að við bloggarar, erum löngu búnir að skipa í góða faglega utanþingsstjórn og okkur væri nú ekki skotaskuld í því að endurnýja launþegaforystuna
Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 17:28
Þetta eru góðar vangaveltur um launakjör þá skulum við einnig skoða hversvegna hefur gengið verið felt um mörg hundruð prósent frá 1922 þegar krónan var tekin upp. Er það vegna þess að kaupmáttur hefur verið meiri en landsframleiðslan? sennilega en það er ekki þar með sagt að laun hafi verið réttilega skipt og þá komum við að því hvað er sanngjarn það ætti að vera sanngjarnt að hægt sé að lifa á laununum en þá er það mjög mismunandi hvað hver og einn þarf til að lifa. Það fer t.d eftir landsvæðum
Það hefur verið þannig að fjölmennustu hóparnir hafa alltaf fengið minnst vegna þess að upphæð sem skiptist á milli margra er stór tala .
Flugmenn hafa haft góð laun en kennarar sem eru með nám sem er önuglega ekki styttra hafa mun lægri laun.
Þá má líka seigja þótt samið sé um laun þá er ekki þar með sagt að neinn fáist til að vinna á þeim og það sjáum við á síðustu árum í leikskólum í Reykjavík og á hjúkrunarheimilum og fleiri stöðum.
Það er enginn í góðri stöðu í þessum málum vill fólk fara í verkfall kannski svo vikum skipti það hefur ekki verið vilji til þess undanfarandi ár.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 27.11.2008 kl. 20:43
Jón Ólafur, allar þjóðirnar í kringum okkur eru með opinberann framfærslugrunn.....og tekið er tillit til hans þegar borgaðar eru bætur úr almannatryggingasjóðum v/öryrkja og aldraðra eða atvinnulausra. Lægstu laun eru aldrei lægri en viðurkenndur lágmarksframfærslugrunnur.
Það er rétt að uppihald einstaklinga kostar ekki alltaf það sama, en lágmarksframfærsla skv. mannréttindastuðli er sú sama hvar sem þú býrð á landinu.
Á móti dýrari húsakosti hvort sem er í eigu/eða leigu á höfuðborgarsvæði, kemur hærri húshitunarkostnaður, dýrari aðföng og lækniskostnaður. Þú getur rétt ímyndað þér hvað höfuðborgarbúinn getur farið oft í heimsókn til sérfræðingsins síns í strætó meðan Egilsstaðabúinn þarf að borga ca. kr. 20.000.- fyrir eina heimsókn.
Helmingur landsmanna býr hérna á höfuðborgarsvæðinu, og ef réttlátur framfærslugrunnur, sem kæmi öllum þeim öryrkjum, öldruðum og að ég tali nú ekki um allan þá fjölda atvinnulausra, sem hér verða bráðum til góða og kæmi kjörum þeirra upp fyrir fátæktarmörk, sé ég ekkert neikvætt við það að landsbyggðafólk bæri meira úr býtum....það myndi bara auka á aðdráttarafl landsbyggðarinnar sem búsetukost.
Kr. 140.000.- duga ekki til framfærslu, hvar sem þú býrð á landinu. Fjöldi manns hefur verið festur í fátæktargildru vegna aðgerðaleysis launþegahreyfingarinnar í mörg undanfarin ár, m.a. vegna efasemda eins og þú hefur um opinberan viðurkenndan framfærslugrunn.
Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 21:15
Þú orðar þetta eins og þér einni er lagið.Ég kvitta undir hvert orð.
Í dag erum við öll Helgi Hóseasson
Rannveig H, 27.11.2008 kl. 21:44
Já, ég er sammála, en hvar er viðmiðið eiginlega, þegar ég eftir fjögurra ára háskólanám, með 5,7 milljónir á bakinu í námslánum sem bara vaxa (voru 4 milljónir fyrir 6 árum), er með tíu ára starfsreynslu en fæ undir 300.000 kr. á mánuðí fyrir mitt ábyrgðarstarf?? Ég tek á móti fólki í hjartastoppi, eftir hnífsstungur, gef lyf, hef ábyrgð, tek blóðprufur, sé til þess að þetta fólk eigi tiltækt blóð í blóðbanka..... hvernig stendur á því að ég fái undir 300.000 kr. í grunnlaun á meðan ófaglærðir eru óánægðir með 200.000???????
Lilja G. Bolladóttir, 27.11.2008 kl. 21:50
Það er nú það Lilja mín. Við höfum engan grunn og ekkert viðmið. Þess vegna tel ég að kjarasamningar séu marklaust plagg.
Ef framfærslugrunnurinn væri til staðar, hefði launþegahreyfingin allavega viðmið við raunhæf lágmarkslaun. Fagstéttir gætu svo bætt meðaltals kostnaði vegna námslána í sinn framfærslugrunn, þannig að lámarkslaun þar tækju mið af því!
Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 22:03
Brynja skordal, 28.11.2008 kl. 00:36
Góð grein, hjá þér Sigrún.
Ef að við skoðum launakjör allra stjórnenda Verkalýðsfélaganna og svo aftur Lífeyrissjóðina í dag, þá sjáum við að þeir eru löngu komnir úr takti við tímann á sama tíma skilja þeir svo sína umbjóðendur eftir á götunni,eða á ég að segja í göturæsinu til að lita það aðeins!
200 mans mættu á fundinn í dag hjá ASÍ. Ekki er ég hissa !
Kærar kveðjur til þín og þinna
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 01:06
Takk fyrir innlit og innlegg og góða nótt
Sigrún Jónsdóttir, 28.11.2008 kl. 01:10
Það á að borga verkalýðsforingjunum lömu laun og fólkið sem þeir þykjast vera að vinna fyrir í dag.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.11.2008 kl. 01:23
innlitskvitt ;)
Aprílrós, 28.11.2008 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.