Leita í fréttum mbl.is

Mínir menn!

Bræðurnir af Hlíðarveginum á Suðureyri, Óðinn og Diddi hafa margoft látið að sér kveða í íslenskri þjóðmálaumræðu. 

diddi_gests.jpgDiddi (Kristinn Gestsson), skipstjóri á Þerney RE 101, hefur á markvissan hátt gagnrýnt bæði Hafró og LÍÚ.  Það sá ég þegar ég googlaði nafn hans og titil.  Hann hefur talað fyrir fiskifræði sjómannsins, sem að mínu mati hefur fengið allt of litla athygli, vísindamanna, sem og útgerðarmanna.

Á meðfylgjandi mynd er Diddi að halda ræðu á einhverju landsambandsþingi LÍÚ, sem fékk víst verðskuldaða athygli.

 

 

odinngestsson.jpgLitli (en samt stærri) bróðir hans, Óðinn Gestsson, rekur fiskvinnslufyrirtækið Íslandssögu á Suðureyri.  Hann hefur staðið þar í stafni í mörg ár og barist við óþolandi rekstrarumhverfi fiskvinnslunnar í landinu. 

Vonandi verða þessir bræður í fararbroddi þegar næsti kafli Íslandssögunnar verður skrifaður.  Ég treysti þeirra innsæi og dugnaði, samhygð og réttlæti.

Ísland á fullt af svona góðum sonum og dætrum, svo núverandi stjórnvöld geta óhikað stigið af valdastóli og gefið öðrum svigrúm til að spreyta sig á verkefninu:  Nýja ÍslandSmile.

Diddi minn, ég er hreykin af þér og skipshöfn þinni á Þerney RE 101...en ég er ekkert hissaInLove


mbl.is Gáfu Mæðrastyrksnefnd ferðasjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Flott framtak hjá áhöfninni.  Tek ofan fyrir svona mönnum!

Ía Jóhannsdóttir, 27.11.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Segi það sama, tek ofan fyrir þeim.

Rut Sumarliðadóttir, 27.11.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Róbert Schmidt

Ég hélt alltaf að Óðinn væri yngri! En, jú, margir mættu taka þessa pilta Súgandafjarðar til fyrirmyndar. Ég held meira að segja að Ingvi Gests sé í skipsáhöfn stóra bróður síns ásamt fleiri yngri Súgfirðingum.

Róbert Schmidt, 27.11.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Róbert, Óðinn er allavega stærri.  Er ekki Símon Jóns hjá Didda eða er hann hjá Trausta?  Eða eru þeir kannski allir saman á Þerney?

Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 15:24

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jú, þetta er rétt hjá þér Róbert, Diddi er 4 árum eldri en Óðinn

Fyrir mér voru þeir náttúrulega bara "litlu" bræðurnir hennar Þuru Stínu og svo er aldurinn svo afstæður

Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 15:28

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er snilld hjá þeim á Þerney og svo er gagnrýni á fiskveiðistefnuna góðra gjalda verð enda er hún klúður hér.

Haraldur Bjarnason, 27.11.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband