Leita í fréttum mbl.is

Afmæli og piparkökumálun.

pabbi_og_mar_daniel_-2000.jpgPabbi minn Jón Valdemarsson fæddist í Súgandafirði 23. nóvember 1915.  Hann var fjórði í röðinni af börnum föður síns Valdemars Örnólfssonar,  en elstur af 5 börnum ömmu minnar Guðrúnar Sveinbjörsdóttur og Valdemars afa.

7 ára gamall fór hann í nokkurs konar fóstur að Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundarfirði og var þar fyrst í 7 ár, en fór síðan aftur þangað sem vinnumaður, þegar hann var orðin eldri.  Súgandafjörðurinn var samt alltaf hans heimabyggð og þar átti hann alltaf sitt heimili og stundaði sín störf.  Fyrst sem verkamaður en síðar sem verslunar og skrifstofumaður.

Pabbi var hrjúfur maður á yfirborðinu en í raun var hann ljúfmenni, sem ekkert aumt mátti sjá.  Ég er yngst of okkur systkinunum 5 og fékk oft að heyra að ég væri dekurbarn og að allt væri látið eftir mér.  Þetta er alls ekki rétt, því fékk sko ekkert alltErrm......kannski flest, en alls ekki alltCool.  

Ég man t.d. eftir Philips segulbandstækinu....þið munið þetta í töskunni, sem hægt var að ganga með um allt og maður gat endurspilað Lög unga fólksins hvar sem maður var staddur, í tjaldútilegum eða bara á spássitúrum um eyrina.  Mig langaði í svoleiðisJoyful...Ásta vinkona átti eitt, fékk það örugglega í afmælisgjöf í September eitt árið, en ég talaði fyrir daufum eyrumUndecided.  Ég á afmæli í Desember og þrátt fyrir neitun, lét ég mig dreymaHalo

Ekki kom tækið á afmælinu en í jólapakkanum þetta árið var stórt og flott 6 rása tekk segulbandstæki.....ekki alveg það sem mig dreymdi um, en ég komst náttúrulega að því seinna að bræður mína, sem þá voru í hljómsveitar- og músik pælingum bráðvantaði alvöru "upptökutæki" og töluðu því pabba inn á þessa gjöf fyrir mig.......  Eftir að ég var komin með bílpróf notuðu þeir sér þessa eftirlátsemi pabba við mig;  Ertu ekki til í að lána Sigrúnu bílinn til að skutla okkur á ball?

Ég er löngu búin að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég var "dekurbarn".....en ég hefði nú ekki haft gott af því að vita það þáWink.  Á myndinni hér að ofan er hann með yngri syni mínum Ómari Daníel um jólin árið 2000, fyrstu jólin eftir að mamma mín Guðjóna Albertsdóttir lést.

Pabbi minn hefði orðið 93 ára í dag, ef hann væri á lífi.  Hann lést þann 4. júlí 2002.  Ég var blessuð með hann sem föðurHeart.

kristrun_og_robert_mala_piparkokur_735649.jpgÍ dag fór ég með barnabörnunum mínum Kristrúnu Amelíu og Róberti Skúla í langþráð piparkökumálunar boð hjá Vilmundi vini mínum og mömmu hans, Önnu.  Langþráð segi ég, því það eru komnir nokkrir mánuðir síðan okkur var boðið.  Boðið stóð undir væntingum, margt um manninn og mikið fjör.  Skv. talningu Kristrúnar Amelíu voru "listamennirnir" 12 talsins og svo ábyggilega 12 fullorðnir, sem gerðu nú lítið annað en tala samanWhistling

piparkokumalun_735657.jpgÉg er komin með svona hálfgerða "aukaaðild" að þessari frábæru fjölskyldu og barnabörnunum mínum finnst það nú ekki leiðinlegt.....því þau skemmtu sér konunglegaHeart 

Hér kemur svo ein yfirlitsmynd yfir "listamanna" borðið og áhuginn leynir sér ekki, enda var afraksturinn á við flotta myndlistarsýninguWizard

Anna og fjölskylda, takk fyrir frábæran dagHeart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vestfirskir feður eru greinilega afar vel heppnaðir, minn var frá Súðavik.

Helga Magnúsdóttir, 23.11.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Aprílrós

innlit ;)

Aprílrós, 23.11.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

til þin Sigrún min.    kv Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:33

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

frábært..........og minningarnar ylja

Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 22:48

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Falleg færsla.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2008 kl. 22:51

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Skemmtileg lesning

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:51

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Falleg hugleiðing um góðan föður. 

Kökuskreyting var fastur liður í minni fljölskyldu og þá komu jólin.

Ía Jóhannsdóttir, 24.11.2008 kl. 08:37

8 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hugljúft! Skrifa meira svona.  Maður verður glaður af að lesa orðin þín Sigrún!  :)

Baldur Gautur Baldursson, 24.11.2008 kl. 12:22

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er sko elst og á fjóra bræður og naut þess í botn að ráðskast með þá ég var stóra systir og er það enn og mikla virðingu hef ég ætíð fengið,
enda elska ég þá afar mikið.
Yndisleg færsla hjá þér Sigrún mín, ég var að spyrja Gísla minn hvort hann kannaðist við pabba þinn en nei ekki svo hafði heyrt talað um hann.
Knús kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 12:31

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka innlit og góð orð kæru bloggvinir

Sigrún Jónsdóttir, 24.11.2008 kl. 12:58

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig, gaman að skoða myndirnar Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband