Leita í fréttum mbl.is

Þarf ekki að breyta fleiri lögum?

Nú eru stjórnarliðar í kapphlaupi við tímann.  Mér finnst þetta eiginlega grátlega fyndið.  Davíð talaði í 1 klst. í gær......og það er tekið mark á hans orðumWhistling

"En sjá menn þá í þessari sameiningu tækifæri til að endurnýja yfirstjórnina þar? „Það hefur ekki beinlínis verið rætt á þeim nótum," segir Ágúst. „En auðvitað er vitað mál að núverandi bankastjóri nýtur ekki trausts." Hins vegar sé markmið sameiningar stofnananna fyrst og fremst að styrkja stjórnkerfið og eftirlitsþáttinn. „Þetta er ekki gert í neinum annarlegum tilgangi."

Lagabreytingu þarf til að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið en Ágúst segir að slík lagasmíð og –samþykkt ætti að geta gengið greitt fyrir sig. Hins vegar sé ekki búið að taka ákvörðun þar um. „En ég á von á því að menn taki þessa ákvörðun hratt og fljótt."

Þjóðin er búin að öskra sig hása í 7 vikur en það er auðvitað ekki hlustað á svoleiðis skrílAngry.

Lagabreytingu þarf til að breyta eftirlauna ósómanum, það gerist hægt og hljótt....ef það geristUndecided.

Burt með allt spillingarliðið, strax!

 


mbl.is Ákvörðun tekin fljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Allir bloggarar eiga að hamra á eftirlaunaósómanum

Hólmdís Hjartardóttir, 19.11.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvernig væri að taka næstu viku í að skrifa eina færslu á dag um eftirlaunafrumvarpið sem aldrei nær á dagskrá?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Senda alla stjórnarliða í frí um leið. 

Marinó Már Marinósson, 19.11.2008 kl. 15:49

4 identicon

Sigrún ertu búin að gleyma þeim frægu orðum að til þess áð gera alþingi aðlaðandi fyrir "hæft" fólk þarf að gera vel við það í launum? Við sjáum svo afraksturinn af þeirri hugmyndafræði alla vega þeirri síðar.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 16:01

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

MIssti af ,,Davíðssálm"  þar sem ég var á ferð og flugi.  Næ ykkur bráðum, vertu viss. 

Hitti Guðna  í fríhöfninni í gærmorgun. Úps ansi var nú lágt á honum risið blessuðum kallinum.  Kyssti hann samt á báðar svona til vonar og vara.  Vona bara að hann njóti sín á Klörubar, hvar sem hann r nú í heiminum, er það ekki á Kanarí?  Ég er ekki svona mikið sigld eins og flestir landar mínir.

Ía Jóhannsdóttir, 19.11.2008 kl. 16:23

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek undir með Jennýju.....eitt blogg á dag um eftirlaunaósómann

Hólmdís Hjartardóttir, 19.11.2008 kl. 16:30

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:18

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk öll fyrir innlit og innlegg.

Mér finnst þetta snilldar hugmynd hjá Jenný og ætla að gera mitt besta.

Sigrún Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:29

9 identicon

Sæl Sigrún !

Þjóðin Öskrar og öskrar, og henni blæðir. En hver hlustar ? Ekki leiðtogar þjóðarinnar, það er næsta víst. Þeir hafa ekki tíma til þess, til þess eru störf þeirra of mikilvæg að þeirra áliti. Hvern andskotann kemur þeim það við að þú sért að missa  húsnæðið eða að börnin þín svelti ? Það virðist ekki vera þeirra mál. Skilaboðin frá þeim eru: Éttu það sem að úti frýs og láttu okkur í friði.

Kristján Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 01:09

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Dabbi kóngur fer ekki nema nauðugur úr Seðlabankanum og þá tekur hann marga með sér.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.11.2008 kl. 01:15

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Öskrin virðast bara ekkert duga, spurning um að gera eitthvað róttækara!

Huld S. Ringsted, 20.11.2008 kl. 09:19

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Heyr, vorkenni Guðna ekkert rosalega. Hann er gulltryggður með eftirlaunin sín. Ólíkt öðrum þjóðfélagsþegnum. Arg og aftur arg!!

Rut Sumarliðadóttir, 20.11.2008 kl. 11:58

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan daginn, Jóna, Huld og Rut og takk fyrir innlit og innlegg

Sigrún Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband