Leita í fréttum mbl.is

Kreppufrí á degi Íslenskrar tungu!

Ég er alltaf frekar þreytt eftir helgarvaktirnar, veit ekki af hverjuWoundering.  Jú, jú, ég veit það alveg, nenni bara ekki að tala um þaðWink.

steingrimur_j.jpgDagur Íslenskrar tungu er að kvöldi komin og þótt þingmenn séu ekki í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana þá mætti alveg heiðra svona orðháka eins og Steingrím J. Sigfússon á þessum degi.  Hann talar kjarnyrt skiljanlegt mannamál, sem margir mættu taka sér til fyrirmyndarSmile....og þar með er ég ekki að segja að ég sé alltaf sammála hans orðræðuWhistling.

Þessa stundina hef ég samt frekar slæma tilfinningu á því hvernig haldið er á málum í stjórnsýslunni og þar er ég honum algerlega sammála.

_lafur-_-_or_arson.jpgAnnar mikill orðhákur og góður ræðumaður var frændi minn Ólafur Þ. Þórðarson f.v. alþingismaður.  Ég var heldur ekkert alltaf sammála honum, en ræðurnar hans sumar voru alger snilld.  Ég velti því stundum fyrir mér þessa dagana hvar hann myndi skipa sér í lið þessa dagana ef hann hefði lifað.  Ég gæti trúað að hann hefði staðið við hlið okkar, "skrílsins" á Austurvelli síðustu 6 laugardaga, en hver veit?Woundering

Óli frændi kenndi mér "reikning" í barnaskóla, og hann var það góður kennari að meira að segja ég gat lært það sem hann lagði fyrir okkur.  En svona eftir á að hyggja hefði Íslenskukennsla verið vel þegin frá þessum mikla ÍslenskumanniSmile.

Árið 1958 var tekin í notkun ný skólabygging heima á Suðureyri.  Þá var ég 6 ára, þannig að ég hélt að minn árgangur hefði verið sá fyrsti sem stundaði þar nám frá byrjun.  En eftir að hafa rætt við Eyrúnu æskuvinkonu mína og góða frænku held ég að ég verði að fallast á að okkar kynslóð byrjaði ekki í skóla fyrr en á 7 ára aldrinum, en ef einhver veit þetta upp á hár (Eygló kannski?) væri gott að fá upplýsingar um þaðWink.

1. bekkurHvernig sem þetta var, þá ætla ég hér að votta mínum gamla skóla virðingu mína á degi Íslenskrar tungu og minnast  góðs atlætis og vina sem ég eignaðist þar fyrir lífstíð. 

Þetta voru góðir tímar, við vissum ekki hvað "kreppa" var, hvað þá Icesave eitthvaðErrm.

Þarna stöndum við bekkjarsystkinin á skólatröppunum. Aftari röð f.v.: Liljar, Valdi, Siggi, Ég, Eyrún og Maja.  Neðri röð f.v.: Kristinn, Kitti, Eygló, Ásta og Erna.

vinkonurÞarna erum við bekkjarsysturnar f.v. ég, Erna, sem nú er búsett í Ástralíu, Eygló, búsett í Svíþjóð og Eyrún.  Erna og Eygló tóku þetta með "útrásina" einum of langt.  Þær mættu sko alveg fara að hugsa til  "heimrásar"Wink.  Mér sýnist að í þessari kennslustund höfum við verið komnar á fullt í flugvélaframleiðsluW00t.

 




Að lokum kemur svo nýleg mynd af skólanum okkar, sem hefur stækkað um helming síðan við stunduðum þar nám.  Það segir reyndar sína sögu að þegar við vorum að alast upp á Suðureyri voru þorpsbúar ca. 500 manns.  Atvinnulíf var með miklum blóma, enda stutt á fengsæl fiskimið.  Núna búa þarna ca. 250 manns, dugnaðarfólk, sem hefur tekist að halda uppi atvinnu fyrir sitt fólk, enda er ennþá jafnstutt á þessi fengsælu fiskimið........en aðgangurinn að fiskimiðunum er ekki ókeypis.  Ég held það væri þess virði að fá svör frá Brussel veldinu um hvernig þeir hugsi sér framtíð þessara byggða, öðruvísi getum við ekki tekið afstöðu í ESB málumWoundering.

nyi_barnaskolinn_729117.jpg 

Grunnskólinn á Suðureyri árið 2008.  Íslandskortið er teiknað af Jóni Kristinssyni, sem var Skólastjóri á Suðureyri í mörg ár.

  

 


mbl.is Lengi getur vont versnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já það þarf að skoða aðild að ESB.  Kosti þess og galla.   Stingrímur J talar góða íslensku satt er það enda gaman að hlusta á hann hvort sem maður er sammála honum eða ekki.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 01:08

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Steingrímur

Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 01:08

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég hélt þú hefðir sleppt einu ni (Stinngrímur)

Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 01:14

4 Smámynd: Marta smarta

Já sumir tala íslensku og aðrir vestfirsku segi ég nú bara.

Datt í hug skemmtileg uppákoma.

Björn Ingi 8 ára (Hallveigar og Baldvinssonur) kom hér í fyrradag sem oftar og teiknaði (eins og hann geri reyndar hvar sem hann finnur blað og skriffæri) andlit með miklu krulluðu hári.  "Hver er nú þetta?" spyr amman, ég, eins og bjáni.    Nú þetta er "krullaða fíflið" segir sá stutti.   Nú og hver er nú það , segi ég., hann heitir Davíð, segir sá stutti aftur rogginn.   Ég náttúrulega sný mér að afanum og segi "Bjössi minn, þú verður nú aðeins að hugsa um hvað þú segir".   Afinn varð frekar móðgaður og sagðist ekki eiga neinn hlut að máli, (þótt hann sé algjörlega sammála og ánægður með svona skýran afkomanda),  " þetta var í Spaugstofunni" segir barnið, og kannski það sé bara alveg rétt og orðið á allra vörum , ekki bara sumra eins og fyrir nokkrum mánuðum.  

Marta smarta, 17.11.2008 kl. 01:19

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær saga Marta.  Bestu kveðjur til allra

Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 01:22

6 Smámynd: Aprílrós

Hvíldu þig bara vel Sigrún mín ;)

Aprílrós, 17.11.2008 kl. 07:15

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Kvitta fyrir innlit.  Skemmtilegur texti!    

Baldur Gautur Baldursson, 17.11.2008 kl. 07:25

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já! Ég fell líka alltaf í stafi þegar Sverrir Hermannsson talar! Hann kann íslenzku.

Hrönn Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 09:10

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín maður þarf eigi að vera sammála mönnum í þeirra skoðunum til að finnast frábært að hlusta á þá, og það má hann Steingrímur vinur minn J.Sigfússon eiga að hann talar ætíð gott mál, er hann alin upp við það.

Frábært er að minnast gamla skólans síns og fallegur er hann þarna undir fjallinu, enda eigum við yndislegt land.

Marta góð, stundum koma þessi börn manni bara til að missa hökuna, en ekkert skrítið, þau eru alveg bráðger þessi börn í dag.

Ljós í daginn
Milla.


Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 09:52

10 identicon

Frábærar hugleiðingar um mælskuna Sigrún og ég er enn eina ferðina sammála þér og reyndar mjög oft sammála Steingrími.

Myndirnar af ykkur litlum börnum eru frábærar það er eitthvað svo gaman að skoða svona aftur í tíman en við ólumst báðar upp í kyrrstöðuþjófélagi.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 10:08

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég man eftir Óla frænda þínum, skeleggur maður.  Og gaman að skoða þessar gömlu myndir.   Gott að fá upplýsingar um íslandskortið.  Og dugnaðurinn er sem betur fer enn til staðar í fólki á Suðureyri, og ef auðlindinni verður skilað aftur, þá er ekki spurning að eyrin byggist upp aftur.  Enda er mikill kraftur í náttúrunni þarna fyrir vestan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2008 kl. 10:28

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan daginn öll og takk fyrir innlit og innlegg.

Ég er nú reyndar farin að vera svo sammála Steingrími J. í seinni tíð að mér er um og Ó...enda gæti ég alveg kosið hann, ef kosið væri um menn en ekki flokka.

Hallgerður, takk. Ég er samt ekki sammála þér að við höfum alist upp í kyrrstöðu þjóðfélagi, því að mínu mati var mikill uppgangur í atvinnulífi og Síldin skilaði sínu.  En þá var verðmætamatið annað og verðmætin voru raunveruleg.

Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 10:29

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan daginn vestur Ásthildur, þú komst inn á meðan ég skrifaði. Þú ert svo sannarlega dæmi um duglegan kjarnyrtan einstakling með hjartað á réttum stað.

Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 10:33

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við byrjuðum 7 ára í barnaskóla 1952 módelið.

Þangað til var ég í tímakennslu.

Steingrímur er frábær mælskusnillingur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2008 kl. 13:17

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk Jenný Anna, ég verð víst að kyngja þessu með aldurinn.

Steingrímur virðist vera eini stjórnmálamaðurinn, sem er að standa sig þessa dagana.

Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 13:33

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skilaboð frá Eygló!

"Hæ! Ég get ekki gert athugasemd á bloggið þitt, svo ég skrifa bara hér.. Við VORUM fyrsti árgangurinn sem bara var í nýja skólanum, ég man að krakkarnir sem voru byrjuð í skóla gengu í skrúðgöngu úr gamla í nýja skólann, og þar var Sóley Sturlu með. Það getur verið að þau hafi bara verið í vorskóla í gamla skólanum.."

Takk Eygló mín


Eyrún, ég mundi þetta svona

Sigrún Jónsdóttir, 18.11.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband