Leita í fréttum mbl.is

Virkir þjóðfélagsþegnar eða smáborgarar, hvort erum við?

Ég fór á mótmælafundi í dag, fyrst á borgarafund í Iðnó, sem að mínu mati var mjög vel heppnaður.  Ræðumaður dagsins þar, að öllum frummælendum ólöstuðum var Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður, hún var hreint út sagt alveg frábær.  Stjórnmálamennirnir, sem þar tjáðu sig eru ennþá í einhverri flokkapólitík og eru ekki ennþá búnir að átta sig á að þeir "fiska" ekki í því ölduróti, sem kjósendur svamla í.

Fyrir utan Iðnó hitti ég besta bloggara landsins Láru Hönnu Einarsdóttir,larahanna og u.þ.b. sem Iðnófundi var að ljúka skunduðum við yfir á Austurvöll með kröfuspjöldin okkar "Spillinguna burt", tókum okkur stöðu og fylgdust með á meðan fleiri þúsund góðborgarar komu sér fyrir á svæðinu.

motmaeli_vi_austurvoll.jpgÞetta voru venjulegir, en kjarkaðir Íslendingar, sem vilja sýna óánægju sína og reiði í verki með því að mæta.  Ég segi "kjarkaðir", því við Íslendingar erum ótrúlega miklir "smáborgarar", þegar kemur að því að segja skoðun okkar á málefnum líðandi stundar.  

Fjölmiðlarnir okkar eru undirlagðir af svona smáborgurum og tala á frekar niðrandi nótum um okkur mótmælendur.

Umfjöllun Stöðvar 2, var fyrir neðan allar hellur og Mbl.is leggur áherslu á að eggjum hafi verið kastað í Alþingishúsið, það er fyrirsögnin í fréttinni um þennan velhepnaða, fjölmenna mótmælafundWoundering.  Eggjakastið sem framkvæmt var af hluta fundarmanna, hófst ekki fyrr en að formlegum mótmælafundi var lokið.  Ekki ætla ég að lasta þessa aðferð mótmæla, ég skil reiði þessara einstaklinga afar vel.... en ég hefði samt frekar notað mykju en ekki matWhistling

bonusfani_vi_hun.jpgJú, jú Bónusfánanum var flaggað, það fannst mér flottur gjörningur.  Simbólískt flottWhistling.  Hvað ætli það séu margir þingflokkar þarna innandyra, sem eiga í þakkarskuld við þá Baugsmenn fyrir ríflegar greiðslur í kosningasjóði þeirra?  Það fáum við væntanlega að vita, þegar það hentar stjórnmálamönnunum að opna bókhald flokkanna upp á gátt.....en það verður sjálfsagt aldreiAngry

Á meðan fjölmiðlar halda áfram að draga það fram, sem þeim finnst "verst" við mótmælin, mun smáborgarabragurinn blómstra, því "smáborgarar" vilja halda í þá ímynd að þeir séu "góðborgarar" og mæta seint á mótmæli, sem lýst er að hætti húsbóndahollra blaðamanna og það er sennilega tilgangur þeirra......en af hverju, skil ég ekkiErrm.

Mótmælafundirnir í dag voru þrusugóðir og það fyllti mig stolti að tilheyra þessum ört vaxandi hópi í samfélaginu, sem mótmælir spillingu og úrræðaleysi íslenskra ráðamanna og útrásarvíkinga, við erum virkir þjóðfélagsþegnarWhistling

Meðfylgjandi myndir voru fengnar "að láni" hjá Eyjan.is, sem var með ágætis umfjöllun um mótmæin í dagSmile.


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góður pistill Sigrún.....aðaláherslan í fréttum var eggjakastið

Hólmdís Hjartardóttir, 8.11.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jámm, það fjölgar á fundinum með hverri helginni sem líður.

Gott mál.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2008 kl. 22:33

3 identicon

Þetta var góð ábending hjá þér: " Ekki ætla ég að lasta þessa aðferð mótmæla, ég skil reiði þessara einstaklinga afar vel.... en ég hefði samt frekar notað mykju en ekki mat"!!

Mirra (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Já... ég held að þetta unga fólk sem var að kasta eggjum skyri og mjólk í dag, og  var bara komið til þess arna,  þá ætti það að halda sig heima á næsta laugardag þetta bara skemmir,  sérstaklega þegar fjölmiðlar sjá ekkert annað,  ekki það að ég skilji ekki hvert fólk var að fara með þessu kasti. Ég  var þarna í dag  og ég er  svotan  lús  að ég hélt mig  á  bakvið  stóra  marmara  súlu  við  gamla  símahúsið, svona ef allt færi í loft upp,  og þegar lætin byrjuðu þá var ég farin heim

Sigurveig Eysteins, 9.11.2008 kl. 00:28

5 identicon

  1. Kristján ritaði:
    9. nóvember 2008 kl. 0.48

    Ég hefði vel getað hugsað mér að fá eggin spæld á morgunverðarborðið hjá mér. Til hvers í andskotanum að sóa eggjum í Alþingishúsið ? Ekki hefur það gert okkur neitt. Hvers vegna er ekki staðið fyrir framan stjórnarráðið og beðið eftir ráðherrum og eggjum og oðrum óþverra kastað í þá ? Hvers vegna er ekki staðið við innkeyrslu í seðlabankann og beðið eftir Davíð og eggjum látið rigna yfir hann ? Ég segi bara, látið þá, sem eiga það skilið, finna fyrir því, en látið dauða og saklausa hluti eins og hús, bíla,og annað í friði.
    Kv. Kristján

Kristjan (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 01:17

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það hefði eflaut lítið sem ekkert verið fjallað um þessi stórkostlegu mótmæli í dag ef ekki hefði verið fyrir eggin og bónusfánann..sem mér fannst nú taka sig vel út þarna á þaki alþingis! Segir .það okkur ekkert um vinnu fjölmiðlanna og hverra hagsmunum þeir í raun þjóna???? Iss..þeir afhjúpuðu sig svo sannarlega. Sá einnf´rettamanninn á sveimi með myndatökumann meðan að á fundinum stóð og viritist hann ekki hafa nokkurna áhuga á r´ðumönnum eða að talka viðtöl við okkur venjulega og friðsama fólkið heldur var hann ís ímanum að flyta æsifréttir af þessum eggjagjörningi. Ensa sást það í f´rettatímanum hvað það var sem hann var á höttunum á eftir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 01:43

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr heyr og takk fyrir bloggvináttuna

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband