Leita í fréttum mbl.is

Það er nauðsynlegt að

rifja upp góðar minningar þessa dagana.

Ég fann þetta myndbrot á YouTube og langar að deila því með ættingjum og vinum, sem staðsettir eru um víða veröld og ég veit að hugur þeirra er hjá okkur.

Abbi og Julie í Ástralíu, Helga og fjölskylda í Ástralíu, Berglind í USAinu, Björg og Darri á Spáni, Jóna Lára, Eyþór, Kári og Saga í Danaveldi, Eygló, Arnar og Þórunn í Svíþjóð,  Albert og fjölskylda í Svíþjóð, Erna í Ástralíu (Abbi þú lætur hana vita af þessu), Úlfar og fjölskylda í Ameríkunni, Jón Þór og fjölskylda í Svíþjóð, Didda frænka í Ameríkunni, Lilja og Gurra, bloggvinkonur mínar í Danaveldi og aðrir þeir, sem ég man ekki eftir í augnablikinu....ég sendi mínar bestu kveðjur og hugsa til ykkarHeart

Svo verð ég aðeins að bæta fyrir gleymsku mínaBlush.  Elsku Valla systir, innilegar hamingjuóskir með afmælið þitt þann 27. októberHeart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott myndband. Hef nokkrum sinnum verið á sæluviku á Súgandafirði þegar ég hef farið á Vestfjarðavíking. Finnst samt ótrúlegt að í myndbandi frá Vestjörðum skuli standa Súgandafyrði, hélt að allir Vestfirðingar kynnu að beygja orðið fjörður.

Helga Magnúsdóttir, 29.10.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Myndbandið er búið til af ungum strák, svo þetta er alveg afsakanleg villa.....honum hefur bara fundist fjörðurinn svo magnaður að það hefur ekki dugað neitt minna en Y.

Svo gleymdi ég að taka það fram að "gegt kúl" sonardóttir mín hún Kristrún Amelía er að syngja þarna smábrot úr laginu Nína í söngvarakeppninni

Sigrún Jónsdóttir, 29.10.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Aprílrós

;)

Aprílrós, 29.10.2008 kl. 22:59

5 identicon

Gaman að þessu Sigrún

Anna Bé (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 23:16

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skemmtilegar minningar. Mega krútt þessi ömmustelpa.

Ía Jóhannsdóttir, 30.10.2008 kl. 08:00

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

ÆÆ Sigrún tetta er ædislegt myndband ..Mig langar svo til Súganda tegar ég sé tetta.Fæ svona sakn sakn tilfinningu.Enda langt sídan ég hef verid tar.

Takk fyrir gódu kvedjurnar.

Gudrún Hauksdótttir, 30.10.2008 kl. 08:21

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Frábært myndband. Minnir mig á þegar ég bjó fyrir vestan, fólk er svo duglegt við að skapa sér sínar eigin skemmtanir. Sniff.

Rut Sumarliðadóttir, 30.10.2008 kl. 13:03

9 Smámynd: Brynja skordal

Gaman að sjá þetta myndband flott hjá stráknum alltaf gaman á sæluhelgi fyrir vestan litla ömmustelpan algjört krútt að syngja hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 30.10.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband