Leita í fréttum mbl.is

Veikindaleyfi? ó, já.

Hvernig ætli verði tekið á þessari atburðarrás í "Hvítbókinni" margumtöluðu?  Hvað ætli það verði mörg fyrirtæki sem fara í þrot vegna aðgerða- eða aðgerðaleysis Seðlabanka og réttkjörinnar ríkisstjórnar?

Þjóðin hefur beðið með öndina í hálsinum eftir svörum frá stjórnvöldum, en ekki hefur þótt tímabært að upplýsa um gang mála.  Staðan er viðkvæm og það hefur sýnt sig að yfirlýsingaglaðir embættismenn og stjórnarherrar hafa að öllum líkindum komið okkur í bobbaFrown.  Mun þetta verða tekið fyrir í "Hvítbókinni"?
Getgátur og samsæriskenningar blómstra sem aldrei fyrr.  Mín kenning er sú að Ingimundur Friðriksson einn af þremur bankastjórum SÍ hafi verið sendur í veikindafrí vegna afstöðu sinnar til lántöku hjá Alþjóða gjaldeyrissjónum.  Ég var einu sinni send í svona veikindafrí með þeim orðum að það væri alvanalegt í stjórnum, sem "þyrftu" að koma sér að sameiginlegri niðurstöðu.  "Þú verður bara laus allra mála Sigrún mín (óþekktaranginn þinn) og þarft ekki að bera ábyrgð á niðurstöðunni"!W00t  Ég þurfti ekki að "falsa" veikindin, því ég lagðist í depurð og ekki væri ég hissa þótt Ingimundur hefði sömu afsökun......við þyrftum eiginlega að hittast yfir mjólkurglasi og ræða málinWhistling.
Tek það fram að ég yfirgaf þennan slæma félagsskap, þoldi ekki siðspilltar leikreglurSick
Fyrir þá örfáu lesendur mína, sem ennþá bera fyllsta traust til seðlabankastjóra nr. 1, bendi ég á eðalbloggarann larahanna , þar sem hún hefur klippt til myndband um "útrásarsöng Davíðs Oddsonar".
 

 


mbl.is Sátt um IMF-lán í Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ætli þú hittir ekki naglann á höfuðið

Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tetta er brilljant myndband og segir söguna....

KNús á tig

Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svona eru vinnubrögðin hér, senda þá sem mótmæla í veikindafrí. Er þetta ekki enn eitt dæmið um hver ræður hér? Svo er fólk að tala um einelti á DODDA. Hvar ætli Eyrnastór sé?

Ein spillingin af annarri rekur næstu. Ég ætla ekki að gerast meðvirk þessu ástandi. Ég er að springa úr reiði og svo dett ég ofan í vonleysispyttin þar á milli. Held að það sé bara gott  að halda í reiðina doldið lengur. Hún er vissulega réttlát.

Þú ert ekki ein um þunglyndi þessa dagana, var sjálf að blogga um ferð til Amsterdam vegna þessa með nokkrum misskilningi.

Rut Sumarliðadóttir, 22.10.2008 kl. 14:20

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.  Góður pistill.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 15:02

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steingrímur J er andvígur lántökunni frá IMF og þar sem ég tel hann einn heilsteyptasta "leiðtoga" í íslenskum stjórnmálum og mín skoðun fellur að hans þykir mér miður að þjóðin eigi einskis annars úrkosta en þiggja afarkosti IMF. 

Seðlabankastjórar, allir sem einn, þurfa nú að bíta í gras líkt og við almenningur en megi allir góðir vættir forða okkur frá ESB aðild.

Kolbrún Hilmars, 22.10.2008 kl. 15:35

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta var mín fyrsta hugsun þegar ég frétti um veikindi  Ingimundar.  Hann var bara settur afsíðis í smá tíma, það held ég nú.  Djöful góð lausn eða þannig!   Lára Hanna er snillingur! 

Ía Jóhannsdóttir, 22.10.2008 kl. 19:32

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góður pistill að vand Sigrún mín og Lára hanna er snillingur.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 20:55

8 identicon

Ég trúi vel að þú hafir í alvöru orðið veik eins gegnheil kona og þú kemur mér fyrir sjónir. Mér datt ekkert annað í hug með Ingimund.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 08:42

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég get alveg sagt að ég skil Sigrúnu vel, þegar ég einhverju sinni álpaðist út í sveitar-stjórnar-kosningar þá ógnaði mér alveg virðingaleysið, lygasögurnar og bara þetta kom mér svo á óvart, en ég var nú samt í barnaverndarnefnd í 8 ár og þá nam ég ýmislegt.
Í dag mundi ég ekki koma nálægt þessu.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2008 kl. 08:50

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert beitt!! Ég er stolt af þér.

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband