Leita í fréttum mbl.is

"Ekkifréttir" á færibandi.

Af hverju fáum við, hinn almenni borgari, svona fréttir í gegnum erlenda fréttamiðla? Kemur okkur þetta kannski ekkert við?  Erum við bara vanstilltur almenningur, sem á að halda sig til hlés þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar af fáum útvöldum.  Ákvarðanir, sem snerta líf okkar allra.  Eða er þetta enn ein "gróusagan"?  Gróusögur og getgátur skjóta alltaf upp kollinum, þegar ekki er talað hreint út um hlutina.

Ágætu stjórnarherrar, við erum ekki börnin ykkar, sem vernda þarf fyrir ljótleika heimsins, við erum fullgildir meðlimir í samfélaginu og eigum rétt á heiðarlegri umfjöllun um stöðu mála.

Undanfarnar 3 vikur höfum við fengið "ekkifréttir" frá forsætis- og viðskiptaráðherra á reglulegum "sýningum" í hinu gamla og góða leikhúsi, Iðnó.  Þetta hafa ekki verið góðar leiksýningar þó "leikararnir" kunni rulluna sína.  Ég veit ekki hver er höfundur þessara leiksýninga en mig grunar að leikstjórinn haldi til í Svörtuloftum. 

Ég geri mér grein fyrir því að staðan er grafalvarleg og að við þurfum utanaðkomandi hjálp, en þessi hjálparbeiðni þarf að vera samstillt........Steingrímur leitar til Noregs........Samfylking veðjar á Japan, skv. Silfrinu í gær.   Geir (Davíð) veðjar á Rússland (öðruvísi mér áður brá!), en skv. Jóni Baldvin er forsenda fyrir hjálp frá öðrum þjóðum, lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.   Samkvæmt þessu er íslenska þjóðin tvístraðasta þjóð í heimi.

Ef skipshöfn í sjáfarháska getur ekki komið sér saman um hvert senda á neyðarkallið, getum við verið viss um að skipið ferst áður en hjálpin berst.  Skipstjórinn, sem undir venjulegum kringumstæðum væri ábyrgur, hefur auðsýnilega verið "keflaður" og settur í lestina.........

Hjálp!

 

 


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já það er gagnrýnivert hvað þjóðin fær léleg svör

Hólmdís Hjartardóttir, 20.10.2008 kl. 13:18

2 identicon

Eigum við að taka mark þá þessari frétt? Djöfull er þetta orðið þreytandi allt.Ég held að það styttist svo um munar í kosningar. Og Ingibjörg Sólrún verður forsætisráðherra.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég hef enga trú á að það skipti nokkru máli hver verður næsti forsætisráðherra Íslands.........Samfélagslegar ákvarðanir verða teknar hjá "lánveitendum", hjá því verður ekki komist, hver sem í hlut á.

Sigrún Jónsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:45

4 identicon

Meinarðu þá byltingu?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:41

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tek undir allt sem hér er skrifað. Það er komið fram við okkur eins og ómálga börn. Og einmitt þess vegna heldur maður að það sé verið í eitthverju makki sem ekki þolir dagsins ljós.

Rut Sumarliðadóttir, 20.10.2008 kl. 16:43

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 17:00

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ætli við höfum nokkurn tíma fengið rétt svör, hvað þá að borin væri virðing fyrir okkur ó nei.

Rétt er það Sigrún það skiptir engu máli hver verður næsti forsætisráðherra, eigum við nokkurn hæfan.
Réttast væri að ráða bara nokkra sérfróða menn yfir kafbátnum þeir mundu kannski koma honum upp á yfirborðið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.10.2008 kl. 18:01

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Var að hlusta á einhvern talnaspeking á Útvarpi Sögu sem sagði að best væri ef að þjóðin hætti bara að borga af reikningum sínum og þrýsta með því á svör!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.10.2008 kl. 19:57

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sigrún. Geir og fleiri hafa í áratugi litið á fjölmiðla sem einhverjar afætur. Þeir, hann og Davíð t.d., hafa ekki áttað sig á því að fjölmiðlar eru bara að endurspegla samfélagið. Þetta lið hefur alltaf verið að hengja boðberana eins og gert var í Rómarveldi forðum.

Haraldur Bjarnason, 20.10.2008 kl. 20:53

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka innlit og innlegg

Hallgerður, það sem ég á við er að við missum fjárræðið að miklu leyti til okkar bjargvætt (lánveitenda).  Ég vil að sjálfsögðu að ríkisstjórn sé skipuð félagshyggju fólki....en haft er eftir virtum prófessor í dag að landinu hafi verið stjórnað af flónum fram til dagsins í dag!  Ég er sammála honum

Jóhanna, mér lýst vel á þessa hugmynd.......en er ansi hrædd um að samstaða náist ekki meðal fólks um þetta.

Haraldur, fjölmiðlar hafa löngum verið alltof linir við að spyrja þessa háu herra.

Rut, Jenný og Milla takk fyrir og knús á alla heimsóknargesti sem litið hafa hér við

Sigrún Jónsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:26

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Mikid er hann vel gefinn tessi prófessor Sigrún mín ad segja ad landinu okkar hafi verid stýrt af flónum....Ég er sko líka sammála honum.

Ég veit nú ekki Sigrún hversu vel leikararnir kunna rulluna sína..Ja allavega er hún röng.Manni grunar ad landid sé í verri stödu en gefin er upp...Tad hrædir mann.En STÓRFISKARNIR leika sér í stórfiskaleik áfram.

Knús til tín

Gudrún Hauksdótttir, 21.10.2008 kl. 05:52

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hlýjar kveðjur héðan með von um að eitthvað fari nú að gerast þarna hjá óstjórninni.

Ía Jóhannsdóttir, 21.10.2008 kl. 10:47

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rosalega er ég sammála þér.  FLott niðurlag, bæði Help og svo þetta,

Ef skipshöfn í sjáfarháska getur ekki komið sér saman um hvert senda á neyðarkallið, getum við verið viss um að skipið ferst áður en hjálpin berst.  Skipstjórinn, sem undir venjulegum kringumstæðum væri ábyrgur, hefur auðsýnilega verið "keflaður" og settur í lestina.........

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2008 kl. 11:39

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan daginn alþjóðasamfélagið mitt.  Það er ekki amalegt að fá kveðjur frá Danmörk, Tékklandi og Ísafirði.  Gefur manni bros og hlýju í nöturleika dagsins

Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 13:37

15 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ójá, hvað ég skil þig, Sigrún mín. Og hef oftsinnis verið sammála. Ég hef núna þó öðlast öðruvísi skilning í gegnum pabba minn, sem gegnir notabene ópólitísku hlutverki sem ópólitískt ráðinn embættismaður í þessu kerfi. Hann er búinn að vera að vinna twenty four seven í fjórar vikur og í þær fáar stundir sem hann hefur haft frí, hef ég verið að gagga á hann og stjórnvöld. Málið er samt bara einfaldlega þannig: fæst orð bera minnsta ábyrgð, eins og málin standa í dag. Þeir geta ekkert úttalað sig um einstök mál fyrr en þau eru í höfn, því hver setning er túlkuð og rangtúlkuð á alþjóðavettvanginum, eins og við höfum nú öll lært af biturri reynslu.

Ég segi bara, sýnum örlitla biðlund, það fer amk ekki fram hjá mér að eitthvað meiriháttar er í gangi, en gefum þessum mönnum pínulítið kredit, þeir eru ekki allir stjórnmálamenn, margir eru líka bara embættismenn, menn eins og pabbi minn, sem hefur ekki séð konuna sína í næstum því 4 vikur vegna vinnu....... og ég skal alveg upplýsa ykkur um það, að embættismenn fá EKKI greidda yfirvinnutíma, þeir eru með fasta yfirvinnu inni í sínum launum, yfirvinnu sem þeir yfirleitt skila 150% til ríkisins og yfirvinnu sem hvergi nærri stenst þá yfirvinnu sem þeir hafa verið að vinna núna.

Svo please, bara í nokkra daga.....

(og ég er ekki að halda með Davíð og pakkinu hans þrátt fyrir að segja þetta, ég er bara að segja, það er verið að gera fullt, fullt sem ekki er hægt að tala um, ég veit að við erum öll reið, en eigum við ekki bara að taka one deep breath.....)

Lilja G. Bolladóttir, 22.10.2008 kl. 03:14

16 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Og Haraldur, hvernig má það vera, þegar Baugsfeður hafa átt meirihluta fjölmiðla okkar hér á landi???

Lilja G. Bolladóttir, 22.10.2008 kl. 03:20

17 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Bíddu, skipstjórinn? Hver var það nú aftur? Vorum við með svoleiðis?

Takk fyrir góðan pistil Sigrún. Best að yfirgefa þennan dall bara og svamla í land og fara að rækta garðinn sinn ...og ég er ekkert að tala um að flýja land. Nenni því ekki.

Laufey Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband